Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2010, Side 42
oftast verið prýðisárangur í fótboltanum þó
að við höfum enn ekki sigrað mót.“ segir
Alfreð, „en komumst í annað sæti á Pan
Cup mótinu í kaupmannahöfn árið 2008 á
mjög dramatískan hátt eftir framlengingu og
vítaspyrnukeppni í úrslitaleik. Gaman er að
segja frá því að sundliðið kom mjög sterkt
inn á Out Games leikana í kaupmannahöfn
í fyrra og kom heim klyfjað verðlauna-
peningum. Við vonum að öll liðin eigi eftir að
standa sig vel á Gay Games í köln í ágúst.“
Til að kosta félagana í þessar ferðir er
unnið hart að fjáröflun, sölubásar á 17.
júní, vinna við vörutalningar í verslunum
og svo selja styrmisfélagar flestallt það
sem fjáröflunarnefndum heimsins dettur í
hug, grænmeti, páskaegg, klósettpappír og
jólapappír svo fátt eitt sé nefnt. með þessu
fjáröflunarstarfi geta flestir keppendur greitt
niður þann kostnað sem fylgir ferðalögunum
og uppihaldinu í keppnisferðunum og því
gefur það möguleika fyrir fleiri að koma með.
Þannig er hægt að greiða niður ferðirnar í
hlutfalli við framlag þátttakenda og sumir
hafa greitt upp allan kostnað og að auki átt
vasapening til fararinnar.
Það er margt sem heillar við ferðirnar, þau
keppa við óþekkta andstæðinga, sameina
það að fara í verslunarferð og komast á
sjens þegar vel viðrar í þeim efnum, þúsundir
homma og lesbía á öllum aldri, uppþjálfuð
og í fínu formi! En boltinn býður upp á fleira
sem stendur hvergi á æfingaprógramminu.
Við lærum að meta kynslóðirnar
„Það er kannski nýjung okkar tíma að hommar
og lesbíur þurfa ekki lengur að drekka í sig
félagslyndi til að fara út og hitta annað fólk.
sjálfur er ég næstum því hættur að nenna að
hanga fram á nótt á skemmtistöðum,“ segir
Alfreð, „ég er oftast farinn heim að sofa
þegar pústrarnir og olnbogaskotin byrja með
tilheyrandi bjórskvettum. Þá er betra að fara
fyrr að sofa og hitta liðið í blakinu, sundinu
eða fótboltanum næsta dag.“
En þar með er ekki allt upp talið: „í hópn-
um kynnist maður líka fólki á ólíkum aldri
og lærir að meta það. Það er nú einu sinni
staðreynd að kynslóðirnar tengjast í gegnum
félagsstarf og við þurfum á henni að halda,
þessari tengingu milli kynslóðanna. Þetta á
enn eftir að koma fyllilega í ljós hér á íslandi,
hóparnir okkar eru ennþá tiltölulega ungir,
en á mótunum úti í Evrópu er það einmitt
þetta sem maður tekur svo vel eftir, að mæta
fólki á öllum aldri sem man tímana tvenna.
Þá spillir svo sem ekki fyrir að íslendingarnir
þykja yfirleitt talsvert fyrir augað!“
The PoSITIVe ShoUT
The Styrmir Sports Club was founded in
2006 and in only a few years has become
one of the most dynamic grassroot move-
ments of the LGbT community in Iceland.
here the chairman of the organization,
alfreð hauksson, discusses their work
and what it has meant for him person-
ally. Styrmir, which welcomes both male
and female members, trains in soccer,
swimming, and volleyball. The teams
have taken part in several international
competitions, with consistently improv-
ing results. Tuesday Wriggling is a more
loosely formulated item on the Styrmir
agenda, where members meet for ballet
class, mountain hikes, hot yoga or what-
ever they feel is appropriate at that par-
ticular time. The group’s motto is to play
sports with a positive attitude, avoiding
the negative comments and unnecessary
harshness that is sometimes found in the
straight sports world.
42
Dagur B. Eggertsson spjallar við Alfreð Hauksson
að loknum leik Styrmis við þjóðþekkta einstaklinga.