Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2010, Page 52

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2010, Page 52
brjóstaaðgerðir, minnkun barkakýlis og/eða farið í raddþjálfun. Eftir eitt ár á hormónum get- ur manneskjan breytt um nafn í þjóðskrá og á öllum skilríkjum og gengist undir sjálfa leiðrétt- ingaraðgerðina ef allt hefur heppnast vel.“ LeIðréTTI fóLk bara Í GóðU margir eiga einnig erfitt með að tala um transfólk með réttum fornöfnum og eru jafnvel stressaðir yfir því að mismæla sig. Ugla hefur vissulega orðið vör við þennan rugling en lætur það ekki á sig fá. „Fólk notar stundum vitlaus fornöfn eða karlkyns orð um mig, en ég nota bara kvenkynsorð og leiðrétti fólk ef það heldur áfram að nota röng orð. Ég verð ekki reið heldur leiðrétti bara í góðu. Fornafnarugl kemur yfirleitt til af því að fólk fattar ekki hvað það á að segja, ekki af því að það meini neitt illt. Ég ruglast meira að segja stundum sjálf. Ég hringdi einu sinni heim og kynnti mig sem Val, alveg óvart!“ „Þegar ég var að koma út þekkti ég enga ís- lenska transmanneskju, ég hafði heyrt um Völu Grand en samt ekkert mikið,“ segir Ugla en hún aflaði sér upplýsinga um trans á eigin spýtur, meðal annars með því að leita á Internetinu. Þar kynntist hún íslenskri transstelpu sem að- stoðaði hana mikið við að koma út. „Ég fékk að nota bréf sem stelpan hafði skrifað til að senda fjölskyldu sinni og vinum þegar hún kom út. í bréfinu útskýrði hún hvað trans væri og svaraði alls konar spurningum og það hjálpaði mér mjög mikið að nota þetta bréf. Þetta er rosa- lega góð leið til að útskýra ýmislegt, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum og þessi stelpa á heiður skilinn fyrir alla hjálpina. Þarna er til dæmis svar við spurningunni „af hverju ertu ekki bara hommi?“ sem sumir velta fyrir sér en átta sig ekki á að ég upplifi mig einfaldlega ekki sem karlmann og gæti þar af leiðandi aldrei verið með karlmanni líkamlega sem karlmaður. Ég sé sjálfa mig fyrir mér sem konu sem hrífst af karl- mönnum og er þar af leiðandi gagnkynhneigð kona, ekki samkynhneigður karlmaður.“ JafnInGJafræðSLan seinna mætti Ugla á fundi hjá félaginu Trans ísland og segir að það hafi verið mjög hjálp- legt. „Þar gat ég talað um hlutina og það hjálpar langmest að fá að tala. mér finnst líka mjög gott að fara í jafningjafræðslu eins og við í norðurlandshópnum höfum gert á síðustu mánuðum, því þar þarf ég að tala um mig og segja frá reynslu minni. Ég læri heilmikið á því sjálf. krakkarnir í grunnskólunum eru oft mjög hissa og eiga erfitt með að trúa því að ég sé trans því hugmynd þeirra um transfólk er einhvern veginn allt öðruvísi. svo spyrja þau um allt, til dæmis hvernig ég fari á klósettið! Það er mjög gaman að fara og hitta 8.–10. bekk því þau vilja fræðast og spyrja mikið, en fólk er annars mjög oft feimið við að spyrja út í transmálefni.“ að Vera TranS er LÍka eðLILeGT Ugla er nemandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri og var í stjórn nemendafélagsins þar síðastliðinn vetur, en hún var áður í menntaskólanum á Akureyri. „Ég gat ekki hugsað mér að koma út í mA enda voru flestir vinir mínir í VmA og ég vissi að þar fengi ég stuðninginn sem ég þurfti. Þess vegna skipti ég um skóla.“ Það gekk eftir því að í VmA hefur hún fengið góðan stuðning og verið tekið vel. „Þegar ég byrjaði í ferlinu eftir áramótin sendi ég kennslustjóranum póst og bað um að vera lesin upp með nýja nafninu og það gekk mjög vel. Það hefur mjög sjaldan brugðist, fólk rugl- ast stundum á nöfnunum en það er ekki viljandi. námsráðgjafinn í skólanum er líka frábær. Einn kennari í skólanum er formaður FAs á norðurlandi, samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, og ég hef komið á fund hjá þeim. Þau voru mjög glöð að fá mig því ég er fyrsta transmanneskjan sem kemur á fund hjá þeim og það vantar fræðslu um trans í þeirra hópi.“ Ugla var líka ritari Þórdunu, nemenda- félags VmA. „mér finnst frábært að hafa verið kosin í nemendaráð, meðal annars vegna þess að þannig kom ég þeim skilaboðum á framfæri að það að vera trans er líka eðlilegt.“ að MæTa fordóMUM af æðrULeySI Þegar Ugla er spurð að því hvort hún finni aldrei fyrir fordómum svarar hún af miklu æðruleysi. „Fólk horfir stundum á mig og bendir jafnvel í áttina til mín, sérstaklega krakkar í skólanum sem vita hver ég er. Þetta er samt ekkert alvarlegt. Það er helst að ég finni fyrir fordómum á skemmti- stöðum þegar fólk er drukkið. Einu sinni sagði einhver við bróður minn á djamminu, „þetta er ekki kvenmaður“ en fólk er fullt og veit ekki hvað það er að segja.“ Hún viðurkennir þó að hafa fundið fyrir fordómum áður en hún kom út og þá frá nokkrum úr samkynhneigða hópnum á Akureyri. Þessir einstaklingar reyndu hálfpartinn að þvinga mig út úr skápnum sem homma áður en ég hafði sagt frá því að ég væri trans. „komdu bara út úr skápnum, það vita allir að þú ert hommi,“ sögðu þau bara og svo fór ég að heyra sögur af því að ég væri hommi. seinna fékk ég síðan afsökunarbréf frá einum þeirra. Þau gleymdu bara að hugsa út fyrir sinn samkynhneigða kassa.“ Kvennaball í Þjóðleikhúskjal laranum Laugardaginn 7. ágúst kl. 23–03 DJ Dick & Dyke halda uppi stans lausu stelpnafjör i Aðgangseyrir 15 00 kr. VIP-kort gi lda 52

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.