Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2000, Qupperneq 11

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2000, Qupperneq 11
KABARETT KAFFILEIKHÚSINU Ljóshœrði Engillinn MEÐ VIRGINIO LIMA Sýningin Ljóshærði engillinn er óður til þeirrar kabarett- hefðar sem átti sitt blómaskeið á meginlandi Evrópu á þriðja og fjórða áratug aldarinnar - óður til tónlistar- innar og þeirrar ærslafullu, óstýrilátu leikhúsgleði sem fylgir þessari hefð. Með skírskotunum til Marlene Dietrich og tónlistarinnar sem Friedrich Hollander samdi og varð lykillinn að frægð hennar og töfrum, er haldið að heiman með Marlene til Hollywood en víða komið við á leiðinni. Óviðjafnanleg kvöldskemmtun,full af ærslum, örum efnaskiptum og seiðandi tónlist. Leikarinn Virginio Lima frumsýndi Ljóshærða engilinn í Canal Café leikhúsinu í London árið 1998 við svo frábærar undirtektir að sýningin var tekin upp aftur og þá var harmónikan með í leiknum, en það gefur sýningunni hinn fullkomna andblæ liðinna daga.Virginio stendur einn á sviðinu í Kaffileikhúsinu, en sér til aðstoðar hefur hann tónlistarstjóra sinn Peter Murphy sem leikur á harmóniku, Einar Örn Einarsson leikur á píanó, en stjórnandi og kóreógraf sýningarinnar er David Waring. jjj Virginio Lima er Brasilíumaður, leikari, leikstjóri, dansari, kóreógraf og hönnuður. Einnig á hann að baki feril í sjónvarpi sem höfundur að fræðsluþáttum jÆ fyrir börn. Hann hefur búið í London siðastliðin ,JM fjórtán ár og um fjögurra ára skeið hefur hann ÉHHfl rannsakað og rifjað upp kabaretttónlist fm Evrópu á árunum milli stríða, einkum frá j^Hpr r tímum Weimar-lýðveldisins í Þýskalandi. .’SjmmW Peter Murphy er búsettur í jpr London, fjölhæfur tónlistarmaður sem leikur á dragspil með slavneska þjóðlagahóp- num Beskydy og á franskt horn í London Gay Symphony Orchestra (LGSO). Hann fæst einnig við tónsmíðar og vinnur nú að semja tónlist við sýninguna Desire sem er byggð á bók bandaríska rithöfundarins Edmunds White, States of Desire, og verður frumflutt af LGSO í desember 2001. Ljóshærði engillinn er aðeins sýndur einu sinni í Kaffileikhúsinu, Hlaðvarpanum,Vesturgötu 3, föstudaginn I I. ágúst klukkan 21:00. Aðgöngumiðar við innganginn - 1000 kr. CABARET FROM LONDON The Blond Angel -Tribute to European cabaret of the I 920s and 1930s - to its humour, music and glamorous vulgarity. At Kaffileikhúsið, Vesturgata 3, Reykjavík, Friday August 11 th, at 9 p.m. Admission ISK 1000. PHOTOGRAPHY: GARETH HUXTABLE

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.