Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2000, Page 22
ÞAU STANDA AÐ HINSEGIN DÖGUM 2 0 0 0
Samtökin '78 - Félag lesbía og homma á Islandi
Samtökin 78 eru elstu og stærstu samtök samkynhneigðra hér á landi
og voru stofnuð vorið 1978. Markmið félagsins frá fyrstu tíð hafa
einkum verið tvíþætt: Að vinna að baráttu- og hagsmunamálum lesbía
og homma í því skyni að vinna þeim jafnrétti á við aðra á öllum sviðum
þjóðlífsins, og að skapa félaglegan og menningarlegan vettvang til þess
að styrkja sjálfsvitund þeirra, samkennd og samstöðu um sérkenni sín.
Mikill hluti af starfi félagsins snýst um réttindabaráttu á opinberum
vettvangi. Það var fyrir vinnu Samtakanna 78 að stjórnskipuð nefnd
kannaði stöðu samkynhneigðra á Islandi og lagði fram tillögurtil úrbóta
snemma á níunda áratug 20. aldar. Sú vinna bar þann árangur að lög
um staðfesta samvist fólks af sama kyni voru samþykkt 1996 og nokkru
seinna verndarákvæði í íslensk refsilög. Þá er skemmst að minnast
nýfengins réttar samkynhneigðra í staðfestri samvist til stjúpættleiðingar
nú í vor
Stonewall - Félag samkynhneigðra i framhaldsskólum
Stonewall á baki starf í hálft annað ár meðal framhaldsskólanema.
Markmið félagsins er að vera lesbíum og hommum íframhaldsskólum
til halds og trausts og skapa þeim félagslegan vettvang. Síðasta vetur hitt-
ust félagsmenn í Hinu húsinu við Aðalstræti í Reykjavík á fimmtudögum
kl. 18. Á fundunum er ýmislegt rætt er tengist samkynhneigð og fengnir
eru góðir gestir til að halda fyrirlestra um ýmís málefni. Einnig gera
félagsmenn margt annað spennandi til að styrkja samstöðuna í hópn-
um. Farið er í bíó, keilu, leikhús og ferðir í sumarbústaði út á land.
Lykillinn að skemmtuninni eru að sjálfsögðu þeir sem mæta og halda
uppi fjöri og góðum félagsanda.
MSC ísland
MSC Island var stofnað árið 1985 og sniðið eftir gay vélhjólaklúbbum
þótt reyndar fari meira fyrir tilheyrandi klæðnaði og félagsskap en
þeysingi á hjólum. Klúbburinn hefur sínar klæðareglurj leður, gúmmí-
einkennis- og gallaföt, og ástæðan er einfaldlega sú að félagarnir vilja
hafa karlmenn karlmannlega klædda og þá heldur ýkt í þá áttina en
hina. MSC ísland hefur ferðamennsku og fýrirgreiðslu við erlenda ferða-
menn beinlínis á stefnuskrá sinni og félagið var ekki síst stofnað til þess
að Islendingar gætu orðið formlegur aðili að Evrópusamtökum slíkra
klúbba, ECMC. Bein pólítísk afskipti eru ekki á dagskrá en í reynd hafa
ECMC-samtökin verið ein virkustu alþjóðasamtök samkynhneigðra í
heilan aldarfjórðung og lagt mikið af mörkum til baráttunnarfyrir stolti,
sýnileika og samábyrgð.
FSS - Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta
I október 1998 hittist vaxandi hópur samkynhneigðra stúdenta reglu-
lega til að ræða stöðu samkynhneigðra og tvíkynhneigðra við Háskóla
Islands. Upp úr því spunnust þær umræður að stofna hagsmunasamtök
og stuðningshóp. Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta,
FSS, varsíðan stofnað hinn I9.janúar 1999 og hefur haldið uppi blóm-
legu félagsstarfi síðan. Það telur nú hátt á annað hundrað félaga.Víðast
hvar við erlenda háskóla eru félög samkynhneigðra starfrækt og þykja
sjálfsagður hluti af háskólamenningunni. Markmið félagsins er öðrum
þræði það að vera vettvangur fýrir samkynhneigða og tvíkynhneigða til
að hittast og eiga góðar stundir saman. Einnig hefur félagið tekið mikinn
þátt í réttindabaráttunni og beítt áhrifum sínum á Alþingi. Það á nú full-
trúa í stjórn alþjóðlegra samtaka ungra lesbía og homma.
Jákvæður hópur homma
Fyrirfimmtán árum tóku nokkrir hommar sig saman eftir að hafa smít-
ast af HlV-veirunni og stofnuðu hóp til að styðja hver við annan í lífs-
baráttunni á tímum ótrúlegra fordóma þar sem aðkast í garð HIV-
jákvæðra var daglegt brauð í fjölmiðlum og lífsvonir litlar fyrir þá sem
smitast höfðu. Eftir að Alnæmissamtökin á Islandi voru stofnuð hefur
hópurinn starfað á vettvangi þeirra samtaka og félagar í honum hafa
lagt mannréttindabaráttunni ómælt lið á liðnum árum með því að
fræða og upplýsa um HIV og samkynhneigð.
The forces behind Gay Pride 2000 in Reykjavík
The gay comunity in lceland has joined forces to celebrate Gay Pride 2000
with festivities in Reykjavk throughout a summer of fun, cultural events and
general good feeling in bright daylight all around the clock. Gay Pride 2000
is organized by the lcelandic Organization of Lesbians and Gay Men
Samtökin '78, the Gay and Lesbian University Students Union FSS, the Gay
and Lesbian Youth Organization Stonewall, the leather club MSC lceland,
and the HlV-Positive Group of Gay Men.