Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2000, Page 23

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2000, Page 23
Alnæmi er veruleiki HlV-veiran, sem veldur alnæmi, fer ekki í manngreinarálit, hún berst milli fólks á öllum aldri, milli gagnkynhneigðra, samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, og enginn er óhultur fyrir henni nema hann stundi öruggt kynlíf. HlV-jákvæða er ekki hægt að þekkja á útlitinu. HlV-veiran ræðst á ónæmiskerfi líkamans svo að eðlilegar varnir hans hrynja. Engin varanleg lækning er ennþá til við alnæmi en á síðustu árum hafa komið fram lyf sem gera veiruna óskaðlega ónæmiskerfinu og auka lífslíkur manna til muna. Slík lyfjagjöf reynist þó flestum erfið. Þú átt ekki að sjá ástæðu til að spyrja þá sem þú hefur mök við hvort þeir séu HlV-jákvæðir þvi að svörin veita enga tryggingu gegn smiti. Abyrgt kynlíf felst í því að haga sér eins og allir kunni að vera HlV-jákvæðir og nota smokkinn undantekningarlaust. Settu þér einfaldar og öruggar reglur i kynlífi sem þú víkur aldrei frá. Mundu að notkun áfengis og vimuefna veikir dómgreindina og býður hættunni heim. •• Oruggur ástarleikur er skemmtilegur leikur Útgefandi: Samstarfsnefnd um Hinsegin daga 2000 í Reykjavík Samtökin 78, félag lesbía og homma á Islandi FSS, Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta Stonewall, Félag samkynhneigðra nemenda í framhaldsskólum MSC Island Jákvæður hópur homma Ábyrgðarmaður: Heimir Már Pétursson Hönnun: Tómas Hjálmarsson Merki Hinsegin daga: Kristinn Gunnarsson Textar: Heimir Már Pétursson, Róald Eyvindsson, Veturliði Guðnason, Þorvaldur Kristinsson.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.