Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.01.2005, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 12.01.2005, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 20052 Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í Ísafjarðarbæ Leggur til að stöðugildum á vegum bæjarins verði fækkað um þrjátíu Magnús Reynir Guðmunds- son, bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í bæjarstjórn Ísa- fjarðarbæjar segir handbært fé bæjarins minnka um 813 millj- ónir króna á þremur árum ef fjárhagsáætlun sú sem meiri- hluti bæjarstjórnar hefur lagt fram nær fram að ganga. Hann segir engar líkur á öðru en að bæjarsjóður verði tómur á ár- inu 2007 ef ekki fyrr miðað við fyrirliggjandi gögn. Þetta kemur fram í breytingatillög- um bæjarfulltrúans fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun bæjarins sem fram fer á morg- un, fimmtudag. Segist Magnús Reynir vilja grípa til aðgerða og meðal ann- ars leggur hann til að stöðu- gildum hjá bænum verði fækk- að um 30 á tveimur árum. Hann vill einnig bjóða út rekst- ur skíðasvæðisins í Tungudal þar sem útgjöld til þess svæðis hafi farið stórlega fram úr áætl- un. Einnig leggur hann til að Ísafjarðarbær segi sig úr Fjórðungssambandi Vestfirð- inga. Þá vill hann að fasteigna- skattar verði ekki hækkaðir eins og meirihlutinn hefur lagt til og að varlegar verði farið í hækkun ýmissa gjalda á ellilíf- eyrisþega og öryrkja. Á hádegi á mánudag rann út frestur sá sem fulltrúar í bæj- arstjórn höfðu til þess að leggja fram breytingatillögur við fjár- hagsáætlun bæjarins sem lögð var fram fyrir nokkru. Meðal tillagna Magnúsar Reynis er sú að stöðugildum hjá Ísafjarð- arbæ verði fækkað á næstu tveimur árum um 30. Telur hann að með því lækki launa- kostnaður bæjarins um 100 milljónir á ári. Í tillögunni er gert ráð fyrir að bæjarstjóra verði falið að leggja fyrir bæj- arráð hugmyndir um það hvernig ná skuli þessu mark- miði fyrir 1. júlí. Í greinargerð með tillögunni segir að í stefnuræðu bæjarstjóra hafi komið fram að stöðugildum hjá bænum hafi fjölgað um nær 30 stöður frá árinu 1998 til ársins 2004 og að í áætlun meirihlutans séu stöðugildi ársins áætluð 287 talsins og að laun og launatengd gjöld ársins verði 1.064 milljónir króna eða rúmlega 3,7 milljón- ir á hvert stöðugildi. Í greinargerð Magnúsar Reynis segir m.a.: „Með slík- um aðgerðum (þ.e. að fækka stöðugildum) mætti freista þess að reksturinn skilaði nokkrum upphæðum á ári til framkvæmda en miðað við reksturskostnað bæjarfélags- ins í dag, eru engar líkur á öðru en bæjarsjóður verði tóm- ur á árinu 2007, ef ekki fyrr, miðað við fyrirliggjandi gögn. sem þó hafa verið af skornum skammti við áætlunargerðina að þessu sinni. Benda má á að í árslok 2002 var handbært fé Ísafjarðarbæjar og stofnana hans 1.016 milljónir króna en samkvæmt áætlun meirihlut- ans verður það komið niður í 203 milljónir þann 31.desem- ber á þessu ári. Hefur rýrnað um 813 milljónir króna á þremur árum. Við þetta verður ekki unað og bæjarfulltrúar bera ábyrgð á því, að bæjarfé- lagið eyði ekki um efni fram ár eftir ár, án þess að gripið sé til aðgerða.“ Þá leggur Magnús Reynir til að rekstur skíðasvæðisins í Tungudal verði boðinn út því rekstur þess hafi farið marg- sinnis stórlega fram úr áætlun þrátt fyrir sérstakar umræður í bæjarráði í þá veru að slíkt ætti ekki að gerast ár eftir ár. Þá er einnig lagt til að Ísafjarð- arbær segi sig úr Fjórðungs- sambandi Vestfirðinga frá og með næsta aðalfundi sam- bandsins sem haldinn verður næsta haust. Við þá úrsögn telur bæjarfulltrúinn að sparist 4,8 milljónir króna á ári. Í greinargerð segir að sam- bandið sé barn síns tíma og ekki sé þörf á slíkum samtök- um eins og áður var enda hafi sveitarfélögum fækkað og kjördæmi stækkað. Telur hann að þátttaka bæjarins í Atvinnu- þróunarfélagi Vestfjarða geti verið mun arðvænlegri ef vel er á málum haldið. Magnús Reynir leggst í breytingartillögum sínum gegn þeim áformum meirihlut- ans að hækka fasteignaskatta í bæjarfélaginu og vill að þeir verði óbreyttir. Hann leggst einnig gegn ýmsum hækkun- um á gjaldskrám fyrir þjónustu til ellilífeyrisþega og fatlaðra. Í greinargerð sinni segir hann að meirihluti bæjarstjórnar geri tillögu um 106,7% gjalda- hækkun á akstursþjónustu fatl- aðra. Hann segir að þar sé hugsanlega og vonandi um að ræða prentvillu frekar en við- horf meirihlutans til þessa hóps. Hann segir í greinargerð sinni að tilhneigingar virðist gæta til að hækka gjöld fyrir félagsþjónustu meira en víða annars staðar og segir að ekki sé hægt að fallast á þær hug- myndir að hækka húsleigu á Hlíf um 25% á árinu. – hj@bb.is Magnús R. Guðmundsson. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, hefur fallist á tillögur Vegagerðarinnar um breytingar á þjónustuflokkun vetrarþjónustu Vegagerðar- innar á þann veg að tveir neðstu þjónustuflokkarnir færast upp um einn flokk. Þessi uppfærsla mun hafa töluverð áhrif á hálkuvarnir á Vestfjörðum og verða nú hálkuvarnir á helstu þjóðveg- um í fjórðungnum sambæri- legar við aðra þjóðvegi á landinu. Í minnisblaði sem ráðherra lagði fram á ríkis- stjórnarfundi á föstudag kemur fram að þessar breytingar séu gerðar vegna þess að umferð um vegi hefur stóraukist á und- anförnum árum. Áætlað er að umræddar breytingar hafi í för með sér um 100 milljóna króna kostnaðarauka á ári. Björn Ólafsson, forstöðu- maður hjá Vegagerðinni, segir gleðilegt að ráðherra skuli hafa fallist á tillögur þær sem unnið hefur verið að hjá stofnuninni. Björn segir þessar reglur hafa orðið til í samvinnu við starfs- menn Vegagerðarinnar í öllum umdæmum. Aðspurður hvort Vegagerðin sé í stakk búin til þess að framfylgja þessum nýju reglum segir Björn svo vera. Hann segir ekki endan- lega liggja fyrir hvenær farið verður að vinna eftir þessum nýju reglum en hann býst við því að það verði á næstu dög- um. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu hafa reglur um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar sætt nokkurri gagnrýni. Hefur því verið hald- ið fram að þær hafi ekki tekið mið af breyttu veðurfari og aukinni þungaumferð á veg- um landsins. Nýju reglurnar munu hafa mest áhrif á þá sem aka um Ísafjarðardjúp og um Barðastrandarsýslu. Þeir þjóðvegir hækka um einn flokk og mun því til dæmis vera sama þjónusta í hálkuvörnum á leiðinni norð- ur í land og á Ströndum og í Ísafjarðardjúpi. Áður minnkaði þjónustan á Brú hjá þeim sem keyrðu norður Strandir. – hj@bb.is Hálkuvarnir á Vestfjörðum aukn- ar samkvæmt nýjum tillögum Góð aðsókn var að skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal um helgina. Göngumót sem haldið var á vegum Skíðafé- lags Ísfirðinga gekk vel og stórar göngubrautir voru troðnar í Tunguskógi. „Það er mjög gott færi. Loksins núna, þegar ekki snjóar á okkur stanslaust, gefst okkur tími til að troða almennilega“, segir Haraldur Tryggva- son, starfsmaður skíðasvæðisins. „Þá var töluvert af fólki á skíðasvæðinu um helgina, sérstaklega á sunnudegi. Aðstæður voru ágætar, þó birtan hafi ekki verið neitt svakalega skemmtileg.“ Innsta lyfta skíðasvæðisins bilaði á sunnudag og búist við því að það taki um viku að gera við. „Mótorinn bilaði og var sendur suður í viðgerð. Það fer eftir samgöngum milli Ísafjarðar og Reykjavíkur hvenær hann kemur aftur en ég vona að lyftan verði komin í notkun um næstu helgi. Þetta hefði gengið hrað- ar fyrir sig ef rafall úr togara hefði ekki bilað á sama tíma, en vegna þess þurftum við að leita annað eftir viðgerð“, sagði Haraldur. – halfdan@bb.is Mikil umferð um skíðasvæðið Mikil umferð var á skíðasvæðinu í Tungudal um helgina. Skemmdarverk unnin á anddyri Íslandsbanka Stórum steini var hent í rúðu í anddyri Íslandsbanka á Ísafirði í síðustu viku og hún brotin. Lögreglan rann- sakar málið og óskar upplýs- inga frá þeim sem þær kunna að hafa. Í síðustu viku var lögreglunni tilkynnt um að ekið hafi verið á kyrrstæða bifreið sem stóð á bílastæði við verslunarhúsnæði Neista á Ísafirði. Sá sem ók á bif- reiðina hirti ekki um að gera eiganda eða lögreglunni við- vart. Bifreiðin sem ekið var á er grá og af gerðinni Subaru Forester. Lögreglan óskar eftir upplýsingum um atvik- ið. Ökumaður sem ók bifreið með kerru í eftirdragi var stöðvaður á Ísafirði í vikunni. Ástæðan var sú að hann var með farþega í kerrunni. Þá má nefna að höfð voru af- skipti af ökumanni vélsleða innanbæjar á Ísafirði. Öllum með ökuréttindi ætti að vera kunnugt um að akstur slíkra torfærutækja í þéttbýli er bannaður. Ef menn þurfa eldsneyti þá þurfa þeir annað hvort að verða sér út um ben- sínbrúsa eða flytja vélsleð- ana á bensínstöð á kerru. – thelma@bb.is 02.PM5 6.4.2017, 09:222

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.