Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.01.2005, Síða 6

Bæjarins besta - 12.01.2005, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 20056 ritstjórnargrein Vestfirðingur ársins 2004 ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ orðrétt af netinu bjorn.is – Björn Bjarnason R-listinn af hjörunum Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Fréttastjóri: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, halfdan@bb.is – Blaðamenn: Halldór Jónsson, sími 892 2132 hj@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, sími 849 8699, thelma@bb.is · Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Svein- björnsson · Lausasöluverð er kr. 250 eintakið með vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. ISSN 1670 - 021X Örn Elías Guðmundsson, tónlistarmaður kjörinn Vestfirðingur ársins 2004 „Ein besta kynning sem Vestfirðir hafa fengið“ Vestfirðingur ársins 2004 samkvæmt valið lesenda fréttavefjarins bb.is er Örn Elías Guðmundsson (Mugi- son), tónlistarmaður frá Bol- ungarvík, sem staðið hefur sig frábærlega á tónlistarsviðinu á undanförnum árum og sér- staklega á því síðasta. Örn Elí- as gaf á síðasta ári út plötuna „Mugimama (Is This Monkey- music?) sem Morgunblaðið, DV og Rás 2 hafa valið sem bestu plötu ársins. Þá samdi Örn Elías tónlistina við kvik- mynd Friðrik Þórs Friðriks- sonar, Næsland og hann er til- nefndur til fimm verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaunun- um sem fram fara í næsta mán- uði. Örn Elías stóð einnig fyrir rokkhátíðinni „Aldrei fór ég suður“ ásamt föður sínum, Guðmundi M. Kristjánssyni, hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar (Papamug) um síðustu páska og gerði þar með skíðavikuna að reglulega eftirsóknarverð- um atburði. Þá hefur hann ver- ið ötull við að kynna heima- slóðirnar eða eins og fjölmarg- ir lesenda bb.is sögðu: „Mugi- son er ein besta kynning sem Vestfirðir hafa fengið um langt skeið.“ Alls fengu 72 einstaklingar atkvæði í kosningunni og fengu þeir sem voru í 1.-4. sæti rúmlega helming atkvæða sem voru vel á fjórða hundr- aðið. Faðir Arnar Elíasar, Guðmundur M. Kristjánsson, tók við viðurkenningu í tilefni útnefningarinnar á laugardag sem og eignar- og farandgrip sem smíðaður er af Ísfirðingn- um Dýrfinnu Torfadóttur, gullsmið. Í öðru sæti að mati lesenda bb.is varð Jón Fanndal Þórðar- son, verslunarmaður og for- maður Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ en hann var einn af forsvarsmönnum Heima- stjórnarhátíðar alþýðunnar Örn Elías ásamt sambýliskonu sinni, Rúnu Esradóttur. sem haldin var á Ísafirði á síð- asta ári. Í þriðja sæti varð Kristinn H. Gunnarsson, alþingismað- ur, sem varð í 2. sæti 2003, og í fjórða sæti varð Sigmundur F. Þórðarson, húsasmíða- meistari á Þingeyri og formað- ur Íþróttafélagsins Höfrungs. Í næstu sætum komu Soffía Vagnsdóttir í Bolungarvík, Guðni Albert Einarsson, fram- kvæmdastjóri á Suðureyri, Al- bertína Elíasdóttir á Ísafirði, Ólafur Sveinn Jóhannesson á Tálknafirði, Rósamunda Jóna Baldursdóttir, lögreglukona á Ísafirði, Lýður Árnason, lækn- ir og kvikmyndagerðarmaður á Flateyri, Elvar Logi Hannes- son, vert og leikari á Ísafirði, Guðni Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri og bæjarfulltrúi á Ísafirði, Magnús Guðmunds- son, sjómaður á Flateyri og Vestfirðingur ársins 2003 og Friðgerður Guðmundsdóttir, ekkja Rafns Jónssonar, tón- listarmanns, sem lést á síðasta ári. Aðstandendur valsins á Vestfirðingi ársins 2004, Gull- auga á Ísafirði, hugbúnaðar- fyrirtækið Innn hf., í Reykja- vík og bb.is þakka lesendum þátttökuna og óska þeim og Vestfirðingum öllum velfarn- aðar á árinu. – bb@bb.is Guðmundur M. Kristjánsson, faðir Arnar Elíasar tekur við viðurkenningu og farandgrip úr hendi Arnar Torfasonar í Gullauga (tv) og Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, fréttastjóra Bæjarins besta og bb.is Skemmst er frá því að segja, að R-listinn fór enn einu sinni af hjörunum, þegar minnst er á OR og Línu.net og önnur gælu- verkefni Alfreðs Þorsteinssonar. Viðbrögðin voru þau sömu og þegar ég vakti máls á því á sínum tíma, að kostnaður við nýj- ar höfuðstöðvar OR myndu fara fram úr áætlun og kanna ætti það sérstaklega. Þá var farið að tala um Skálann við alþingishúsið, náttúru- fræðihúsið í Vatnsmýrinni og endurgerð safnhúss Þjóðminja- safnsins. Nú flutti Alfreð tillögu um, að borgarstjóri skyldi kanna kostnað allra fyrirtækja í fjarskiptum, þar á meðal fyrir- tækja, þar sem Reykjavíkurborg hefur engra beinna hagsmuna að gæta. Örn Elías Guðmundsson, söngvarinn og tónskáldið Mugison, var til þess valinn af lesendum bb.is að bera sæmdarheitið Vestfirðingur ársins 2004. Þetta er í fjórða sinn, sem bb.is stendur fyrir því að Vestfirðingur er krýndur þessu sæmdarheiti, sem áður í samvinnu við fyrirtækið Gullauga á Ísafirði og að þessu sinni ennfremur með hugbúnaðarfyrirtækinu Innn hf í Reykjavík. Á hæla Mugison kom Jón Fanndal Þórðarson, fyrr- um garðyrkjubóndi og í þriðja sæti Kristinn H. Gunnarsson, al- þingismaður. Fullyrða má að Mugison hafi skotist með slíkum leifturhraða upp á stjörnuhiminn tónlistarinnar að fá dæmi séu þar til jöfn- unar. Má með nokkru sanni orða það svo, að á hann hafi verið hlaðið lofi allt frá því að hans varð fyrst vart sem tónlistarmanns, bæði hérlendis sem erlendis. Nægir í þessu sambandi að nefna plötu hans Lonely Mountain, sem fékk fádæma góða dóma, þátttöku í raftónlistarhátíð í Barcelona í júní s.l., tónlist hans í kvikmyndinni Niceland, að ekki sé minnst á rokkhátíð alþýð- unnar, Aldrei fór ég suður, sem lengi verður í minnum höfð. Um Mugison hefur verið sagt að hann sé ,,einn áhugaverðasti og efnilegasti tónlistarmaður sem fram hefur komið hérlendis í mörg ár.“ Mugison hefur hlotið 5 tilnefningar til Íslensku tón- listarverðlaunanna 2004, meðal annars fyrir plötuna Mugimama, sem 18 helstu tónlistarsérfræðingar landsins telja tvímælalaust bestu plötu ársins. Á Heimastjórnarhátíð alþýðunnar, sem haldin var með glæsibrag á Ísafirði, minnti Jón Fanndal Þórðarson landsmenn á, að bóndinn, verkamaðurinn og sjómaðurinn, áttu ekki síður þátt í að skapa hina nýju sögu íslensku þjóðarinnar og því ætti aldarafmæli heimastjórnar á Íslandi ekki síður erindi til almennings en fáeinna stjórnmála- og embættismanna, sem eignuðu sér þessi merku tímamót. Fyrir framgöngu sína í þessu máli og fyrir störf í Félagi aldraðra á Ísafirði var Jón Fanndal ofarlega í huga fólks í vali á Vestfirðingi ársins. Kristinn H. Gunnarsson, sem hlaut þriðja sætið, varð í öðru sæti í kosn- ingunni í fyrra. Það er eðli stjórnmála að þeir sem taka þátt í þeim séu umdeildir. Þótt velgengni Kristins þurfi ekki skýringar við má þó í léttari tón ætla, að áhyggjur vakni hjá sumum hverj- um. Jóni Fanndal Þórðarsyni og Kristni H. Gunnarssyni eru færðar heilla- og hamingjuóskir með verðskuldaðan heiður. Bæjarins besta óskar Mugison til hamingju með titilinn Vestfirðingur ársins 2004. Hann er vel að þessu kominn, ungur maður, sem fer vel með góðar vöggugjafir. s.h. 02.PM5 6.4.2017, 09:226

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.