Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.01.2005, Page 9

Bæjarins besta - 12.01.2005, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 9 10 ár liðin frá snjóflóðinu mikla í Súðavík þeirra sem björgunarmenn fundu í flóðinu. Einnig er rætt við tvo menn sem komu að björgunarstarfinu þótt á ólíkan hátt hafi verið. Með vali við- mælenda er ekki verið að leggja neinn dóm á störf allra þeirra sem komu að hinu um- fangsmikla og árangursríka björgunarstarfi í Súðavík dag- ana eftir flóðin. Vonandi mun saga fleira fólks sem að björg- unarmálum kom verða skráð síðar. Af nógu er þar að taka. Einnig er rætt við núverandi sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Hann ásamt forverum sínum hefur unnið að uppbygging- unni eftir snjóflóðin. Náttúran hefur tekið mikinn toll hjá Vestfirðingum gegnum aldirnar. Þau áföll hafa örugg- lega sett mark sitt á fólkið þrátt fyrir að erfitt sé að slá því föstu með hvaða hætti það hafi verið. Hins vegar hafa Vestfirðingar ávallt komist í gegnum þau áföll. Segja má með nokkrum rök- um að snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum árin 1994 og 1995 séu verstu áföll sem yfir þennan landshluta hafi gengið. Árin á undan hafði byggð látið mjög undan síga af ýmsum orsökum. Ýmislegt í umhverf- inu sem ákveðið er af manna- völdum hafði verið íbúum andsnúið. Ýmis teikn voru þó á lofti um að vörn væri að snúast í sókn. Þess vegna urðu þessi flóðaár svo skelfileg. Ekki bara fyrir aðstandendur þeirra sem létu lífið eða þá sem misstu heimili sín. Flóðin gengu mjög nærri sjálfum rót- um byggðanna. Þau ollu því að fjölmargir gátu ekki hugsað sér að búa á þessum slóðum framar. Þau sneru líka hug ým- issa þeirra sem íhugað höfðu að flytjast hingað. Það sem einna verst var hvað eftirköstin snerti er sú hreinlega sópuðust af grunn- um sínum. Sumt af fólkinu hentist út úr húsunum sem það var í en björgunarmenn máttu brjóta sig í gegnum brak til að komast að öðrum. Öll vinnan við björgunar- störfin var mjög erfið vegna veðursins og vegna þess að allt þurfti að vinna í höndun- um. Þá vofði það stöðugt yfir björgunarmönnum að annað flóð gæti fallið á svæðið. Um kvöldið féllu síðan tvö snjó- flóð úr Traðargili og náði a.m.k. annað þeirra í sjó fram. Það fyrra féll kl. 20.35 og hreif með sér þrjú íbúðarhús við Aðalgötu og flutti að hluta til í sjó fram. Ekkert manntjón varð í þessu flóði enda höfðu húsin verið rýmd. Síðar um kvöldið eða nóttina féll annað snjóflóð úr Traðargilinu, nokkru minna, og rann tunga þess saman við tungu fyrra flóðsins. Umfang beggja flóð- anna úr Traðargili samanlagt var svipað og mannskaða- flóðsins úr Súðavíkurhlíð um morguninn. Eins og áður sagði létust 14 manns í þessu flóði en 34 björguðust. Við björgunar- störfin voru unnin mikil afrek. Þar tókust menn á við ólýsan- legar aðstæður – aðstæður sem enginn þeirra sem þar voru hafði upplifað áður. En það voru ekki einungis björgunarmennirnir sem unnu afrek. Við björgunarstörfin voru notaðir leitarhundar sem áhugafólk hafði þjálfað til þess að leita að fólki í snjóflóðum. Það er samdóma álit manna að þeir hafi skipt miklu við björgunarstarfið og án efa bjargað mannslífum. Verstu áföllin í sögu Vestfjarða Hér á eftir er rætt við tvö staðreynd, að í endurbyggingu þeirra samfélaga sem í flóðun- um lentu fór gríðarleg orka. Orka sem þörf var fyrir í annars konar uppbyggingu. Álagið sem lagt var á herðar þeirra er í fararbroddi voru í þessum byggðum var gríðarlegt og verður trúlega engum fyllilega ljóst öðrum en þeim sem í því stóðu. Snjóflóðin miklu árin 1994 og 1995 breyttu einnig áhersl- um sem lagðar voru á rann- sóknastarfsemi varðandi snjó- flóð. Aukinn þungi var lagður í þær rannsóknir og einnig breyttist hugarfar ráðamanna gagnvart snjóflóðum. Það var vissulega tímabær hugarfars- breyting. Almenningur opnaði líka augu sín betur fyrir þeim hættum sem felast í nábýli við snjó og fjallshlíðar í senn. Súðvíkingar tóku til óspillt- ra málanna að loknum snjó- flóðum. Hafist var handa að byggja upp nýtt þorp á örugg- ari stað. Þar hefur vel til tekist. Þessi umfjöllun er ekki til þess ætluð að ýfa upp þau miklu sár sem snjóflóðin í jan- úar 1995 ristu. Henni er ein- faldlega ætlað að minnast at- burðar sem þó að sjálfsögðu gleymist aldrei. Minnast dags- ins þegar íbúar þessa friðsæla þorps voru með hastarlegum hætti minntir á hversu mjótt er milli lífs og dauða. – Halldór Jónsson. [Samantekt þessi er að hluta til unnin úr greinargerð starfs- manna snjóflóðavarna Veður- stofu Íslands og af vefnum Nátt- úruhamfarir á Íslandi eftir Helgu Heiðu Helgadóttur.] Minningarathöfn um þá sem fórust í snjóflóðinu fór fram í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði. 02.PM5 6.4.2017, 09:229

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.