Bæjarins besta - 12.01.2005, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 200510
Dreg í efa að lærdómurinn
verði nokkurn tímann nægur
– viðtal við
Kristján Þór
Júlíusson,
þáverandi
bæjarstjóra
á Ísafirði
afar lærdómsríkt ferli sem
reyndi bæði á líkama og sál –
að eigin mati án skaða. Ég tel
þessa miklu og erfiðu reynslu
hafa styrkt mig sem mann-
eskju og komið mér að miklu
gagni bæði í leik og starfi. Að
því leyti hafa þessir atburðir
fylgt mér áfram og munu gera
alla tíð.“
Fennir fljótt í sporin
– Höfum við lært nægilega
mikið af þessum atburðum?
Eða erum við að ganga of langt
í snjóflóðavörnum?
„Ég er þeirrar skoðunar að
rýmingar húsa vegna snjó-
flóðahættu geti verið og eigi
að vera virkur þáttur í snjó-
flóðavörnum. Þær hafa verið
og verða ætíð umdeilanlegar
en þó má öllum ljóst vera að
markmið þeirra er einungis
eitt: Að verja mannslíf. Ákvör-
ðun sem þessa tekur enginn
að gamni sínu. Ég minnist þess
hversu erfitt þetta reyndist oft
í framkvæmd, til dæmis í
Hnífsdal þar sem því miður
þurfti oft að gera íbúum að
yfirgefa hús sín af þessum
sökum.
Þetta breyttist í kjölfar ham-
faranna í Súðavík. Undir lok
janúar 1995 héldu Hnífsdæl-
ingar fund um þessi efni og
tilkynntu fulltrúar þeirra mér
að framvegis mætti gera þeim
að rýma hús sín frekar fyrr en
seinna. En hver er svo staðan í
þessum efnum í dag, einungis
10 árum frá þessum voðaat-
burðum? Jú, þær fréttir berast
að íbúar nokkurra húsa í Bol-
ungarvík og í Hnífsdal neita
að yfirgefa hús sín að fyrir-
mælum almannavarnanefnda
staðanna.
Í ljósi þessa dreg ég í efa að
lærdómurinn verði nokkurn
tímann nægur. Ég deili örugg-
lega þeirri skoðun með öllum
vel þenkjandi mönnum, að við
eigum að ganga mjög langt í
að verja hvert einasta manns-
líf. Þótt ótrúlegt megi virðast
þá er það nú einu sinni svo, að
fljótt fennir í sporin í þessum
efnum.“ – Halldór Jónsson.
Kristján Þór Júlíusson var
bæjarstjóri á Ísafirði á árunum
1994-97. Trúlega hefur það
ekki hvarflað að honum þegar
hann ákvað að halda vestur
hvílík lífsreynsla beið hans
þar. Þegar hann kom til starfa
sumarið 1994 höfðu Ísfirðing-
ar nýverið misst bæði skíða-
svæði sitt og sumarparadís í
snjóflóði. Vetur án skíðasvæð-
is og sumar án sumarbústaða í
Tunguskógi var flestum bæjar-
búum fráleit tilhugsun. Það
kostaði gríðarleg átök að end-
urheimta báða þessa ómiss-
andi hluti. Þar lögðust margir
á eitt, að vísu gegn uppbygg-
ingu. Saga þeirrar baráttu
verður trúlega skrifuð af öðr-
um en þeim sem í henni stóðu.
Hefði sú barátta ekki verið
komin eins langt og raun ber
vitni þegar flóðin féllu í Súða-
vík hefði uppbygging skíða-
svæða Ísfirðinga eflaust tafist
um mörg ár. Óvíst er að nokkr-
ir sumarbústaðir væru risnir á
ný í Tunguskógi í dag. Sú upp-
bygging var hins vegar komin
á beinu brautina þegar flóðin
féllu í Súðavík. Þeir válegu
atburðir höfðu lamandi áhrif á
mannlíf allt á Vestfjörðum.
Haustið eftir féll svo flóðið
á Flateyri og uppbyggingin þar
lenti mjög á herðum Kristjáns
Þórs Júlíussonar sem bæjar-
stjóra eftir að Flateyrarhreppur
og Ísafjarðarkaupstaður sam-
einuðust árið 1996. Sú sam-
eining hafði reyndar verið
ákveðin áður en flóðið féll.
Sem bæjarstjóri á Ísafirði
var Kristján Þór formaður al-
mannavarnarnefndar bæjarins.
Sú nefnd hafði ekki lögsögu í
Súðavík. Engu að síður hélt
hann þangað og tók að sér
stjórn björgunarstarfsins þegar
mest á reið. Það er því við
hæfi að ræða við hann um
þessa daga þegar hann var í
eldlínunni í Álftafirði.
– Hver var ástæða þess að
þú fórst til Súðavíkur þennan
örlagaríka dag?
„Almannavarnanefndin á
Ísafirði kom saman um morg-
uninn. Umfang hamfaranna og
aðstæður á vettvangi urðu æ
ljósari eftir því sem á leið
morguninn og augljóst var að
Súðvíkingar þurftu á allri
þeirri aðstoð að halda sem
kostur var á. Þar var samfé-
lagið einfaldlega allt í rúst. Þá
hafði almannavarnanefnd Ísa-
fjarðarbæjar verið falin stjórn
aðgerða þar sem stjórnkerfið í
Súðavík var ekki starfhæft
vegna hamfaranna.
Niðurstaða almannavarna-
nefndarinnar varð sú að ég
skyldi sendur til aðstoðar.
Meginverkefni mín áttu að
liggja í því að skapa nefndinni
betri yfirsýn og leggja þar með
mitt af mörkum til þess að
stjórn á þessu gríðarlega um-
fangsmikla og flókna verkefni
gæti gengið sem best.“
Upplifði smæð sína
– Hvenær fórstu til Súða-
víkur og hvernig var aðkoman
þar?
„Ég fór með togaranum
Stefni til Súðavíkur um kl. 14
og starfaði þar næstu 36
klukkutímana. Mér er enn afar
minnisstæð gangan frá brygg-
ju upp í húsnæði Frosta þar
sem miðstöð björgunarstarfs-
ins var. Myrkrið, veðurofsinn
– eyðileggingin lá í loftinu og
maður upplifði smæð sína
frammi fyrir feiknakrafti nátt-
úruaflanna.“
– Hvernig gekk björgunar-
starfið að þínu mati? Er þar
eitthvað sem menn geta eftir á
sagt að hefði verið hægt að
vinna betur?
„Það gekk í öllum megin-
atriðum afar vel og þegar ég
lít til baka kem ég ekki auga á
nein alvarleg atvik sem kalla
mætti misfellur í því starfi.
Minnisstæðast er sá einbeitti
vilji, þrek og dugnaður allra
þeirra sem að verki komu. Það
var með miklum ólíkindum
hversu fólk allt lagði sig fram
í ljósi þeirra aðstæðna sem
við var að glíma.“
Verðum að
treysta á eigið lið
– Mikið var rætt á sínum
tíma um för björgunarliðs úr
Reykjavík og hversu lengi það
var að koma sér af stað. Kom
þetta lið að einhverju gagni?
Er hægt að treysta á miðstýrt
lið úr Reykjavík til þess að
bregðast við svona slysum?
„Vissulega kom þetta lið að
miklu gagni en skiljanlegt er
að tekið hafi tíma að koma því
af stað. Við þær aðstæður sem
þarna sköpuðust og aðrar sam-
bærilegar er að mínu mati ekki
undir neinum kringumstæðum
að treysta á annað en eigið lið
á vettvangi við upphaf aðgerða
í kjölfar þvílíkra hamfara.
Enda sýndu björgunarsveitar-
menn okkar á Ísafirði og í
Hnífsdal að þeir stóðu fyllilega
undir því orðspori sem af þeim
fór. Yfirburðamenn. Og ekki
síður vil ég nefna þá sjómenn
sem að verki komu. Áhafnir
Stefnis, Fagraness og Haffara
gegndu mikilvægu hlutverki í
björgunaraðgerðunum.“
Fjölmiðlabannið
umdeilanlegt
– Fjölmiðlabann í Súðavík
var mikið rætt á sínum tíma.
Hvers vegna var fjölmiðlafólki
meinuð för til Súðavíkur og
var það rétt ákvörðun?
„Eflaust má deila um það
hvort sú ákvörðun hafi verið
rétt og hvernig að henni var
staðið. Æskilegt hefði verið
að fyrir hefðu legið einhverjar
samskiptareglur milli aðila við
kringumstæður sem þessar.
Engu að síður verður því ekki
breytt og menn drógu lærdóm
af þessu í kjölfarið. Ástæður
þessarar ákvörðunar yfir-
stjórnar aðgerðanna má ugg-
laust telja að hafi legið fyrst
og fremst í því að álag var
mikið, bæði á þeim sem stjórn-
uðu aðgerðum sem og á þeim
fjölmiðlamönnum sem voru
við störf á svæðinu. En ef
kveða á upp einhvern dóm í
þessum efnum tel ég að menn
verði beggja vegna borðs að
líta í eigin barm. Og meta einn-
ig málið í ljósi þeirra aðstæðna
sem uppi voru í því samfélagi,
Súðavík, sem í einni svipan
hafði verið þurrkað af yfirborði
jarðar.“
– Nú voru mjög margir
þeirra sem störfuðu við björg-
unarstörf aðkomumenn. Var
það betra?
„Ef höfð er í huga sú nánd
sem óhjákvæmilega er milli
einstaklinga og fjölskyldna í
litlum samfélögum, þá er aug-
ljóst að við hamfarir af þessu
tagi er ákveðin tilfinningaleg
fjarlægð æskileg. Einnig má
segja að þekkingin og nálægð-
in geti verið kostur í umgengni
við slíkt verkefni. Að öllu sam-
anlögðu tel ég að þetta hafi
vegið hvort annað upp og með-
al annars stuðlað að því hversu
vel þetta gekk.“
– Nú hljóta þessir dagar að
hafa reynt mjög á þig. Hvernig
gekk þér að vinna úr þeim
málum? Fylgir þessi lífsreyn-
sla þér áfram?
„Atburður sem þessi reynir
mikið á alla sem að þurfa að
koma og einnig fjöldann af
fólki sem situr í fjarlægð og
fylgist með. Óhjákvæmilega
horfir maður öðrum augum á
tilveruna eftir þátttöku í slíkum
hildarleik.
Eftir á að hyggja var þetta
16. janúar 1995 – 16. janúar 2005
02.PM5 6.4.2017, 09:2210