Bæjarins besta - 12.01.2005, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 200512
16. janúar 1995 – 16. janúar 2005
Lífið er hverfult og stutt
– viðtal við
séra Magnús
Erlingsson,
sóknarprest á
Ísafirði
Prestar gegna veigamiklu
hlutverki í samfélaginu. Við-
fangsefni þeirra utan hefð-
bundinna athafna eru að vísu
ekki mjög sýnileg. Það vita
hins vegar allir af þeim. Þeir
eru til staðar þegar á þarf að
halda. Þeir eiga mikinn þátt í
gleðistundum í lífi sóknar-
barna sinna og sinna afar erf-
iðu hlutverki þegar sorgin
kveður dyra.
Séra Magnús Erlingsson á
Ísafirði var sóknarprestur Súð-
víkinga þegar snjóflóðin féllu.
Þar tókst hann á við hlutverk
sem tæplega verður talið að
nokkur maður sé búinn undir.
Séra Magnús féllst á að ræða
nokkur atriði tengd þeim
hörmungum sem yfir Súðvík-
inga dundu janúardaginn ör-
lagaríka fyrir tíu árum.
– Hvernig kemur sóknar-
prestur að málum við aðstæður
eins og sköpuðust í Súðavík?
„Aðkoma presta að slysum
og náttúruhamförum er með
margvíslegum hætti. Að mor-
gni mánudagsins 16. janúar
fyrir tíu árum fór ég með skipi
til Súðavíkur. Þar var ég í
fjöldahjálparstöðinni í Frosta
við að hugga og hughreysta
fólk. Um kvöldið sat ég með
björgunarsveitarmönnum á
fundi í barnaskólanum þar sem
við ræddum atburði dagsins.
Daginn eftir fór ég til Ísafjarðar
að sinna aðstandendum sem
voru þar á Fjórðungssjúkra-
húsinu. Þá tóku við kistulagn-
ingar, útför, eftirfylgd og
margvísleg sálusorgun. Einnig
sat ég í stjórn Samhugar í
verki.
Síðan kom tímabil upp-
byggingar, bæði eigin upp-
byggingar og samfélagsins í
Súðavík. Þannig eru snertiflet-
irnir margir. En í öllu þessu
naut ég þess að vinna með
góðum hópi samverkafólks úr
mörgum stéttum og ólíkum
áttum. Reynsla mín á þessum
tíma sannfærði mig um það,
að með samstilltu átaki margra
og kærleiksríkum huga er hægt
að vinna stórvirki.“
Öll fyrri
reynsla hjálpar
– Þú hafðir ekki starfað lengi
hér vestra þegar þetta var. Nú
er trúlega erfitt að búa menn
undir að mæta svona hörm-
ungum. Hvernig fannst þér
menntun þín hafa undirbúið
þig til þessara hluta?
„Í náminu við guðfræðideild
Háskóla Íslands voru auk hefð-
bundinnar trúfræði áfangar í
sálgæslu, geðsjúkdómafræði
og viðtalstækni. Í einum af
þessum áföngum skrifaði ég
ritgerð um sorg barna. Þannig
hafði ég nú einhverja þekkingu
í farteskinu. Þá hafði ég einnig
hlýtt á fyrirlestur um áfalla-
hjálp árinu áður. En sannast
sagna er ekki hægt að undirbúa
sig fyrir svona áföll eins og
snjóflóðið í Súðavík var. Þarna
reyndi mjög mikið á fólk. En
öll fyrri mannleg reynsla hjálp-
ar okkur við að vinna úr erfið-
um aðstæðum – bæði sú reyn-
sla sem við höfum sjálf og
eins þekking úr bókum eða
bíómyndum jafnvel. Í Biblí-
unni er til að mynda að finna
marga kafla, sem segja frá
fólki og viðbrögðum þess við
áföllum.“
– Hvernig gekk að veita
fólki aðstoð meðan á þessum
hörmungum stóð?
„Sálusorgun er svolítið
skrýtið fyrirbæri. Þú sérð yfir-
leitt ekki strax áþreifanlegan
árangur af samtölum og fyrir-
bænum eða auðsýndum hlý-
hug. Þetta er heldur ekki þann-
ig að verið sé að líma plástur á
sár. Sálusorgun hefur lang-
tímaáhrif. Kærleik og skiln-
ingi, hvort heldur er frá fagað-
ila eins hjúkrunarfólki eða
góðum vini, mætti líkja við að
græðandi smyrsl séu borin á
sálina. Markmiðið með sálu-
sorgun er að hjálpa fólki til að
ná aftur sínum fyrri persónu-
lega styrk með því að aðstoða
það við að komast yfir sálræn
áföll og mótlæti. Samtal, per-
sónuleg nærvera og fyrirbæn
eru hér lykilatriði. Auðvitað
tekst misvel að hjálpa fólki.
Stundum tekst það og stundum
ekki.“
Stórslys opinbera
vanmátt okkar
– Vorum við vanbúin til þess
að taka á svona stórum áföll-
um?
„Nei og já, myndi ég segja.
Í fyrsta lagi er maðurinn aldrei
viðbúinn stórum áföllum eins
og náttúruhamfarir eru. Við
erum hvorki tilfinningalega né
hvað þekkingu varðar undir-
búin fyrir slíkt. Stórslys opin-
bera alltaf vanmátt okkar. En
á móti kemur hitt, að við Vest-
firðingar þekkjum það vel úr
sögu okkar og fortíð hvernig
höfuðskepnurnar – sjórinn,
stormar og hríðarbyljir – hafa
rænt frá okkur mannslífum.
Og við vitum að á slíkum
stundum er það hlý hönd vin-
arins, sem hjálpar okkur að
halda áfram að lifa. Það var til
dæmis stórkostlegt að heyra
frásagnir þeirra, sem komust
af í flóðunum í Suðaustur-Asíu
á dögum, af því hvernig hlý-
hugur íbúanna var þeim ómet-
anleg hjálp. Trúin á Guð veitir
fólki líka styrk í svona hörm-
ungum. Að geta treyst á æðri
mátt og aðstoð góðra vina veit-
ir manni tvöfaldan styrk.“
– Hvað hefur breyst síðan
þessir atburðir gerðust? Höf-
um við eitthvað lært af þeim?
„Þegar snjóflóðið varð á
Flateyri í október sama ár, þá
sá ég að þar var staðið öðruvísi
og betur að bæði hreinsunar-
málum og margvíslegri eftir-
fylgd. Þannig höfðu menn þá
strax lært. Síðan þá hefur við-
búnaður verið aukinn. Snjó-
flóðavarnir hafa verið efldar.
Þjóðkirkjan hefur líka endur-
skipulagt sína starfsemi og nú
í vetrarbyrjun var samþykkt
sérstök neyðaráætlun, sem
kirkjan vinnur eftir í erfiðum
aðstæðum.“
Sennilega betra
að vera ungur
– Nú hljóta svona atburðir
að hafa mikil áhrif á alla þá
sem að þeim koma. Hvernig
gekk þér sem ungum manni
að komast í gegnum þetta
álag?
„Ætli það sé bara ekki betra
að vera ungur og óreyndur
þegar svona holskeflur ríða
yfir! Með aldrinum verðum
við meyrari. Stór áföll rífa líka
upp eldri sár þannig að ég er
ekkert endilega viss um að
reynsla og aldur í árum hjálpi
til í hamförum. Ég hefði alla
vega ekki viljað vera eldri en
ég var.“
– Hvert gat presturinn leitað
sér aðstoðar? Er nokkuð reikn-
að með því að hann þurfi að
vinna sig út úr hlutunum?
„Prestar þurfa líkt og aðrir
að leita sér aðstoðar, – og gera
það. Innan kirkjunnar er starf-
rækt fagleg handleiðsla. Þá
leita prestar líka stuðnings
hver hjá öðrum og hjá vinum
sínum.“
– Efast ekki jafnvel prestar
í trúnni við svona aðstæður?
„Um trúna í þessum kring-
umstæðum mætti líklega
heimfæra orð Jesú og segja,
að þeim, sem hefur lifandi trú,
verði gefin meiri trú, en þeim,
sem litla trú á eða enga, frá
honum verði tekið. Það stend-
ur hvergi skrifað í Heilagri
ritningu að líf mannsins skuli
vera laust við erfiði og böl.
Guð er látinn segja við Ad-
am, forföður og fulltrúa mann-
kyns: Með erfiði skalt þú þig
af jörðinni næra alla þína
lífdaga. Þyrna og þistla skal
jörðin bera þér. Í sveita þíns
andlits skalt þú neyta brauðs
þíns þangað til þú hverfur aft-
ur til jarðarinnar því að af
henni ert þú tekinn.
Það er blekking og firring
nútímans að halda að til sé líf
án þrauta. Vantrúin er afurð
velmegunarinnar. Með þraut
eru öll börn í heiminn borin.
Og við mennirnir deilum ör-
lögum með náttúrunni. Eini
munurinn á lífsbaráttu manns-
ins og dýranna er sá, að mað-
urinn hefur til að bera meiri
þekkingu. Eins skepnan deyr,
þannig deyr og maðurinn, seg-
ir í Predikaranum, og fyrri hluti
þessarar setningar var tekinn
upp sem heiti einnar ágætrar
íslenskrar bíómyndar.“
Lífsbaráttan verður
aldrei umflúin
„Kannski hneykslar þetta tal
mitt einhvern. En það verður
þá bara svo að vera. Ég hef
aldrei álitið það að Guð stýrði
heiminum í stóru og smáu.
Manninum er varpað inn í
þessa tilveru. Hann á bæði völ-
ina og kvölina. Við erum frjáls
og ábyrg allra okkar gerða, –
en líka ofurseld örlögum okk-
ar. Ég hef oft fundið fyrir van-
mætti mínum, grátið og öskr-
að, verið nístur inn að beini og
beðið Guð um miskunn, beðið
hann að gefa mér styrk eða
stýra gjörðum mínum og hugs-
un. Og ég hef fundið það að
slík bæn virkar og hjálpar mér.
Lífsbaráttan verður aldrei
umflúin. Lífsháskinn er alls
staðar í kringum okkur. For-
feður okkar við Djúpið þekktu
ógnir lífsins og ekki eru þær
minni í stórborgum nútímans.
Sem gamall aðdáandi Íslend-
ingasagna tel ég það dyggðugt
og eftirbreytnivert að mæta ör-
lögum sínum með reisn.
Enda yrkir Hallgrímur Pét-
ursson svo í þeim sálmi, sem
oftast hefur hljómað yfir mold-
um Íslendinga: Dauði, ég ótt-
ast eigi afl þitt né valdið gilt. Í
Kristí krafti eg segi: Kom þú
sæll, þá þú vilt.“
– Höfum við lært eitthvað
hvað sálgæslu og áfallahjálp
varðar á þeim tíu árum sem
liðin eru frá þessum atburðum?
„Já, það höfum við gert. Við
þekkjum betur takmarkanir
okkar og veikleika. Og við
umgöngumst líka náttúruna af
meiri varfærni en þá. En þetta
var dýrkeypt reynsla. Því má
aldrei gleyma. Mannskaðar
skilja eftir sig sár, sem aldrei
gróa.
Það, sem ég hef sjálfur lært
af þessu er eftirfarandi: Lífið
er hverful og stutt. Þess vegna
eigum við líka að hugsa helst
um það að njóta lífsins með
vinum okkar og minnast þess
að veraldlegur auður er for-
gengilegur en ástin er það eina,
sem lifir af dauða og eyði-
leggingu.“
– Halldór Jónsson.
Tomasz Þór Veruson bjargaðist síðastur úr snjóflóðinu
Hef jafnað mig ágætlega
Tomasz Þór Veruson
bjargaðist síðastur úr flóð-
inu. Hann var tíu ára gamall
þegar þetta gerðist. Hann
bjó í Túngötu 7 og lenti hús
hans í miðju flóðsins. Allt
heimilisfólk var sofandi
þegar flóðið féll. Aðspurður
segist hann muna eftir því
þegar hann var grafinn upp.
„Ég man lauslega eftir
því þegar björgunarsveitar-
mennirnir grófu mig upp.
Ég er ekki viss hvort ég
hafi heyrt í þeim áður en
þeir komust niður á mig,
þetta er allt í móðu.“ Eins
og allir aðrir sem fundust,
lífs eða liðnir, þá var Tom-
asz fluttur í rækjuverksmiðju
Frosta. „Síðan fór ég með
skipi til Ísafjarðar og á
sjúkrahúsið þar. Ég er ekki
alveg viss um það hversu
lengi ég var þar, en held það
hafi verið svona ein og hálf
vika.“ Tomasz og Wieslawa
Lupinska, móðir hans sem
einnig bjargaðist úr flóðinu,
fluttu til Kópavogs strax eftir
snjóflóðið. „Við byrjuðum
að búa í Trönuhjalla í Kópa-
vogi, en fluttum síðar í
Ástúnið og höfum verið þar
síðan þá.“ Tomasz segist
ekki hafa verið lengi að ná
sér líkamlega eftir flóðið.
„Ég var það ungur að þetta
var fljótt að lagast. En maður
er lengur að ná sér andlega.
Þetta tekur á, ég viðurkenni
það alveg.“ Tomasz hefur
komið nokkrum sinnum til
Súðavíkur á þessum tíu árum
sem liðin eru frá flóðinu.
„Ég fór til Súðavíkur nýlega
með unnustu minni. Við tók-
um smá hring um Vestfirði
og komum meðal annars við
í Súðavík og á Ísafirði. Þó að
snjórinn sé miklu minni í
Kópavogi en í Súðavík rám-
ar mann oft í þennan tíma
þegar maður sér myndir úr
bænum. En ég hef jafnað
mig ágætlega og hugsa ekki
um þetta dags daglega.“ Tomasz Þór Veruson. Ljósm: Spessi.
02.PM5 6.4.2017, 09:2212