Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.09.2005, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 28.09.2005, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 3 Á árlegum aðalfundi Eldingar, félags smábátaeig- enda á Vestfjörðum, sem Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð sem halda átti á Ísafirði í tengslum við Alþjóðlega kvik- myndahátíð í Reykjavík í október hefur verið aflýst. „Því miður þá hittist þannig á að menn sem eru væntanlegir til að setja upp nýjan tækjabúnað í kvikmyndahúsinu koma einmitt á þeim tíma sem halda átti hátíðina. Við eigum því engra annarra kosta völ en að aflýsa henni“, segir Valdimar Halldórsson formaður Róta, félagi áhugafólks um menn- ingarfjölbreytni sem stóð að Elding sendir verðandi ráðherra hamingjuóskir Ísafjarðarbíó. Einar K. Guðfinnsson. haldinn var á Hótel Ísafirði í gær, lét fundurinn bóka hamingjuóskir til nýskipaðs sjávarútvegsráðherra Einars Kr. Guðfinnssonar sem tekur við embætti á morgun. Óskar aðalfundur Eldingar Einari velfarnaðar í starfi og vonast félagið eftir góðu samstarfi við hann í framtíðinni. Einar er fyrsti ráðherra sem Vest- firðingar hafa átt síðan Sig- hvatur Björgvinsson hvarf úr ríkisstjórn árið 1995 og fyrsti vestfirski ráðherra Sjálf- stæðisflokksins síðan Matthías Bjarnason lét af embætti 1987. Meðalsókn var á aðalfund Eldingar. – eirikur@bb.is Alþjóðlegri kvik- myndahátíð aflýst KFÍ heldur dómara- námskeið Körfuknattleiksfélag Ísa- fjarðar hyggst halda nám- skeið fyrir körfuboltadómara í október. Ekki er komin nákvæm dagsetning á nám- skeiðið ennþá en líklegt er talið að það verði haldið síðustu helgi mánaðarins, en þá helgi á KFÍ sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu. Segir í frétt á heimasíðu KFÍ að félagið stefni að því í fram- haldinu að setja á legg dómaranefnd sem sjái um að raða niður dómurum á þá leiki þar sem félagið þarf að skipuleggja dómgæslu. Auk þess er sagt að námskeiðið verði auglýst frekar á næst- unni, og áhugasamir eru beðnir um að setja sig í startholurnar. – eirikur@bb.is undirbúningi hátíðarinnar. Öll kvikmyndahús á landinu hafa þurft að ráðast í breytingar þar sem hætt er að texta myndir fyrirfram og nýjan tækjabúnað þurfti til að geta sýnt myndir með texta. „Það var óheppilegt að mennirnir gátu ekki komið á örðum tíma en við stefnum bara að því fullum fetum að gera hátíðina enn sterkari að ári“, segir Valdimar Halldórs- son. Markmiðið er að gera hátíðina að árvissum viðburði og tengja hana við lands- byggðina. – thelma@bb.is Gönguferð í stað skólahlaups Á hverju ári taka grunnskóla- nemar landsins þátt í hinu Norræna skólahlaupi, en í ár ákváðu nemendur og kennarar Súðavíkurskóla að bregða út af venjunni og í fara þess í stað í mikinn göngutúr inn Álfta- fjörðinn. Í bréfi sem Bæjarins besta barst frá Dagbjörtu Hjalta- dóttur er sagt frá því að ekið hafi verið inn Álftafjörðinn, og síðan gengið inn með Vatnshlíð áður en farið var yfir nýsmíðaða 14 metra langa göngubrú fyrir botni Álftafjarðar. „Með tilkomu þessarar nýju 14 metra löngu brúar er nú hægt að komast þurrum fótum fyrir allan dalbotninn, yfir nýju brúna á Fjarðaránni, yfir aðra göngubrú á Valagilsá og að lokum yfir litla göngubrú á Seljalandseyrum,“ segir Dagbjört í bréfi sínu. – eirikur@bb.is Nemendur í Súðavíkurskóla á nýsmíðaðri 14 metra langri brú fyrir botni Álftafjarðar. 39.PM5 6.4.2017, 09:493

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.