Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.09.2005, Síða 14

Bæjarins besta - 28.09.2005, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 200514 Sælkeri vikunnar · Matthildur Valdimarsdóttir á Suðureyri Gráðostafylltar kjúklingabringur og kókosbollu dúndur Sælkeri vikunnar býður upp á gráðostafylltar kjúkl- ingabringur í rjómasósu. Matthildur mælir með hrís- grjónum fersku salati og góðu hvítlauksbrauði sem meðlæti. Þá býður hún upp á gómsætan eftirrétt sem kallast kókosbollu dúndur og ber svo sannarlega nafn með rentu. Gráðostafylltar kjúklingabringur í rjómasósu 8 stk kjúklingabringur 2 stk gráðostur 2 pelar rjómi 1 askja sveppir 2 stk laukur Beikon eftir smekk Salt Svartur grófmalaður pipar Hitið ofinn í 180°. Byrjið á að fylla bringurnar með ostin- um og sneiða laukinn og sveppina. Skerið beikonið í bita. Brúnið bringurnar á pönnu með smjöri og látið í eldfast mót. Steikið beikonið og grænmetið á pönnunni í smjörinu og hellið svo rjóman- um í. Kryddið með salti og pipar, svo má setja afganginn af ostinum út í sósuna. Hellið sósunni yfir bringurnar og setjið inni í ofn í 40 mín. Kókosbollu dúndur Botnar 4 eggjahvítur 200 g sykur 4 dl kornfleks eða Rice cris pies Þeytið eggjahvítunar vel og setjið sykurinn smátt og smátt út í. Myljið kornfleksið var- lega út í. Teiknið tvo hringi, 26 cm í þvermál, á bökunar- pappír og skiptið blöndunni á hringina. Bakið í 2 klst. Við 120 ° hita. Kókosbollurjómi 2-3 pakkar kókosbollur ½ l þeyttur rjómi 2 öskjur fersk jarðarber Brjótið botnana í stóra skál. Skerið kókosbollurnar í tvennt og setjið þær ofan á marengs- inn og bætið svo rjómanum við. Hrærið þessu öllu varlega saman. Heit súkkulaðisósa 100 g rjómasúkkulaði 1 plata nestle crunch 1 peli rjómi Setjið allt saman í pott og bræðið saman. Berið sósuna fram með kökunni. Ég skora á Guðrúnu Odd- nýju Scmidt og Ingólf Þor- leifsson á Suðureyri til að vera næstu sælkerar vik- unnar. landsflugið til Keflavíkurflug- vallar. Hefurðu heyrt eitthvað í Suðurnesjamönnum um þessi mál? Það er ekki hægt að verj- ast tilhugsuninni að það sé beinlínis ósmekklegt þegar einn hópur landsbyggðar- manna beinlínis tekur það upp að berjast gegn hagsmunum annars. „Ég held að þeir sjái ein- faldlega hagnaðinn í því að fá þessa atvinnustarfsemi. Það munar ekki smávegis um slíka starfsemi, en maður hefur átt erfitt með að skilja að kjörnir fulltrúar höfuðborgarinnar hafa talað mjög niður þýðingu Reykjavíkurflugvallar fyrir atvinnulífið á því svæði. Þetta er hins vegar greinilega að breytast og maður tekur eftir því að þeir sem eru að tala fyrir annarri staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, fólk úr röðum borgarstjórnar eða þingmanna Reykjavíkur, tala með mikið meiri hófstillingu en áður. Sem betur hefur það skilað sér í gegn úr málflutn- ingi okkar að þeir eru farnir að gera sér grein fyrir þýðingu flugvallarins fyrir svæðið sitt.” – Horfurnar hafa ekki virst góðar að undanförnu, á flug- völlurinn stuðningsmenn utan landsbyggðarinnar? „Hann á marga stuðnings- menn og maður verður mjög var við það. Ljósasta dæmið um það er að í atkvæðagreið- slunni sem fór fram um hann á sínum tíma skiptust menn nær jafnt í fylkingar. Reykvíkingar margir hverjir gera sér grein fyrir þýðingu flugvallarins fyr- ir sína atvinnustarfi, og ekki síður hitt, sem menn mega ekki gleyma, að höfuðborgin hefur í sjálfu sér einhverjar skyldur og því er það dapurlegt þegar menn tala eins og höfuðborgin hafi ekki einhverjar skyldur við samfélagið sitt í heild.” Háskólamálin njóta stuðnings – Nú hefur þú verið töluvert lengi á sviðinu, þingmaður frá árinu 1991. Finnst þér eins og það hafi orðið þróun í umræð- unni hjá okkur um byggða- málin og hvernig er unnið að þeim? „Mér finnst mikil gerjun hafa verið í gangi og finnst menn vilja gera mikið meiri kröfur til sjálfs sín um þessa byggðaumræðu. Þegar ég sett- ist í stjórn Byggðastofnunar árið 1995 þá beitti ég mér fyrir því að stofnunin léti gera sér- staka rannsókn á orsökum bú- seturöskunar. Þetta leiddi til mjög vandaðrar skýrslu Stef- áns Ólafssonar prófessors í þessum efnum sem lagði síðan grundvöllinn að þeirri byggða- áætlun sem við bjuggum til. Þar var til dæmis lögð mikil áhersla á menntun. Ef við skoðum byggðaáætlun sem var gerð þar á undan og byggð- ist ekki á bestu hugsanlegu upplýsingum þá kom orðið menntun einu sinni fyrir í aukasetningu. Ég held að þessi umræða um samþættingu menntunar og byggðamála hafi orðið miklu sterkari eftir þetta – eftir að menn sáu svart á hvítu að menntun, menntunarstig, fjöl- breytni menntunar og framboð á háskólanámi, hefur allt líka byggðalegan tilgang fyrir utan þann tilgang sem menntun hefur í sjálfu sér. Þannig finnst mér að á margan hátt hafi um- ræðan þróast vel. Hins vegar hefur okkur ekki tekist að breyta þessum orðum í verk hvað varðar uppbygginu í at- vinnumálum. Okkur hefur ekki tekist til dæmis að stuðla að uppbyggingu opinberra starfa á landsbyggðinni eins og við ætluðum okkur að gera. Fyrir því eru flóknar ástæður en þar held ég að okkur hafi mistekist einna verst í byggða- málunum á undanförnum ár- um.” – Hvernig geta menn brugð- ist við því, er eitthvað hægt að ráða við kerfið? „Við getum náttúrlega ekki gert annað en halda áfram þessari baráttu og halda áfram að tala fyrir okkar málum. Vonandi getur maður haft ein- hver áhrif núna þegar maður sest í stól sjávarútvegsráðherra – oft fær maður á tilfinninguna að þessu stýri einna helst lam- andi áhrif vanans sem valdi því að verkefni eru ekki flutt út á landsbyggðina.” – Nú hefur hið opinbera beint því á mjög skýran hátt til ráðuneytanna að flytja störf út á land en samt gerist það ekki. „Þetta er að mínu mati eitt það versta sem segja má um árangursleysi okkar í byggða- málum. Menn sjá að þar sem slík opinber starfsemi hefur verið sett niður eins og á til dæmis á Sauðárkróki og á Akranesi, með Landmæling- um, Byggðastofnun og með starfsemi frá Íbúðalánasjóði, hefur það haft gríðarlega mikil og jákvæð áhrif á samfélagið. Það hefur fjölgað stoðunum og gert vinnumarkaðinn á þessum stöðum breiðari en það hefur einnig sýnt að þessi flutningur á störfum og verk- efnum hefur lukkast vel – það veldur ekki vandræðum.” – Óhætt er að segja að á Vestfjörðum hafi menn ekki hvað síst haft áhuga á upp- byggingu þekkingarstarfsemi og þá náttúrlega háskólakenn- slu. Í því er óhjákvæmilegt að fjármagnið verður að ein- hverju leyti tekið af samneysl- unni – munu menn ná árangri í því að koma á fót háskóla- rannsóknum og háskólakenn- slu? „Ég tel að við höfum allar forsendur til þess og það sem við erum að sjá gerast með háskólasetrinu eru mjög merkilegir hlutir. Ef að nægir nemendur hefðu fengist í svokallað fornám í haust þá hefði staðbundin kennsla á vegum háskólasetursins getað hafist í haust. Það tókst ekki og mun þá örugglega fara af stað síðar, annað hvort eftir áramótin eða á næsta hausti, en þetta er starfsemi sem við hljótum að binda mjög miklar vonir við. Ég finn ekki annað en að þetta njóti mjög mikils stuðnings meðal stjórnmála- manna, að ég tali ekki um með- al heimamanna”, sagði Einar Kristinn. 39.PM5 6.4.2017, 09:4914

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.