Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.09.2005, Side 2

Bæjarins besta - 28.09.2005, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 20052 Mikið um umferðaróhöpp í hálku síðustu viku Mikið var um umferðaró- höpp í síðustu viku og má sjálfsagt kenna skyndilegri hálku þar um. Um miðjan dag á fimmtudag fór fólksbíll út af Hnífsdalsvegi og hvolfdi í vegkantinum og skemmdist mikið. Örfáum mínútum síðar fór annar bíll út af í Botnsdal í Súgandafirði en skemmdist lítið. Þá um kvöldið varð svo þriðja óhappið þegar bíll fór út af veginum rétt fyrir innan Suðureyri á Súgandafjarðar- vegi. Var bíllinn mikið skemmdur eftir óhappið. Snemma morguns daginn eftir missti svo ökumaður á Poll- götu á Ísafirði stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann rakst utan í grjótgarð- inn í vegkantinum og skemmdist bíllinn mikið. Skömmu síðar varð árekstur á Suðurgötu á Ísafirði þar sem tvær bifreiðar rákust saman og var tjón nokkuð á bílunum. Um miðjan dag skullu svo tvær bifreiðir saman á Skutuls- fjarðarbraut við gatnamót Árholts og skemmdust bílar þó nokkuð. Mikil mildi má teljast að engan skuli hafa sakað í neinu af ofantöldum umferðaróhöppum. Um miðjan dag á föstudag hafði lögregla afskipti af ökumanni í miðbæ Ísafjarðar sem grunaður var um ölvunar- akstur. Einn maður gisti fanga- geymslur lögreglunnar á helg- inni, aðfararnótt laugardags, en hann hafði verið handtekinn í miðbæ Ísafjarðar fyrir óspektir og ölvun á almanna- færi. Var hann látinn sofa úr sér í fangaklefa lögreglunnar og sleppt þegar af honum var runnið og hann hafði róast. Sömu nótt þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum 15- 16 ára unglingum sem voru undir áhrifum áfengis. Var þeim ekið heim og verða afskiptin tilkynnt Skóla- og fjölskylduskrifstofu í sam- ræmi við laganna bókstaf. Í vikunni sem leið hafði lögreglan á Ísafirði afskipti af 7 bifreiðum sem ekki höfðu hlotið skoðun og einu óskráðu bifhjóli. Þá var 16 ára ungl- ingur tekinn á bíl, en eins og gefur að skilja var unglingur- inn próflaus. Bíllinn sem hann ók var ekki skráð æfingaöku- með því að senda tölvupóst á netfangið haukur@vagnsson.com. „Þeir sem mættu síðast þegar Geirmundur spilaði í Bolungarvík muna ennþá eftir stuðinu og stemning- unni sem var alveg frábær. Geirmundur leikur tónlist sem kemur öllum aldurs- hópum í rétta gírinn“, segir Haukur Vagnsson skipu- leggjandi dansleiksins. – halfdan@bb.is Sveiflukóngurinn Geir- mundur Valtýsson leikur ásamt hljómsveit sinni á dansleik í Bolungarvík á laugardag. Sætaferðir verða til Bolungarvíkur á vegum Stjörnubíla og er nauðsyn- legt að panta far í símum 456-3518 eða 893-6356. Miðapantanir fara fram í síma 456-7909 og 862-2221. Miðaverð er 2.000 krónur. Þá er hægt að fá allar frekari upplýsingar um dansleikinn Geirmundur Valtýsson. Geirmundur stýrir sveiflunni í Bolungarvík tæki og farþegi í bílnum var ekki samþykktur leiðbeinandi. Loks vill lögreglan enn og aftur hvetja foreldra til að framfylgja útivistarreglum og leyfa ekki eftirlitslaus sam- kvæmi unglinga. – eirikur@bb.is Lögreglustöðin á Ísafirði. Sunnukórinn Söngæfingar Sunnukórsins hefjast þriðjudaginn 4. október kl. 20 í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði. Skemmtileg vetrardagskrá framundan fyrir þá sem hafa gaman af að syngja. Sunnukórinn saman- stendur af hressu og söngglöðu fólki á öllum aldri sem tekur ávallt vel á móti nýjum félögum. Stjórnin. samin tónlist sem tengist atburðinum 26. október, ljóð verða lesin og sóknarprestur- inn séra Stína Gísladóttir mun flytja bæn auk ávarps frú Vigdísar sem áður er getið. Að dagskránni lokinni verður boðið upp á kaffiveit- ingar. Á göngum íþróttahúss- ins og í sal munu hanga uppi ljósmyndir Páls Önundarsonar af mannlífi á Flateyri síðasta áratug. Minningarsjóður Flateyrar var stofnaður haustið 1996 og hafa verkefni sjóðsins verið að reisa minningarstein um þá sem létust í snjóflóðinu, skipu- leggja kyrrðar- og minningar- stundir í Flateyrarkirkju 26. október ár hvert frá 1996 og síðast en ekki síst að sjá um framkvæmdir við Minningar- garðinn á svæðinu milli kirkju- Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi Forseti Íslands mun flytja ávarp á minningar- dagskrá sem haldin verður í íþróttahúsinu á Flateyri 26. október þegar minnst verður þess að tíu ár verða liðin frá því er snjóflóðið mikla féll á þorpið. Þetta kemur fram í bréfi sem undirbúningsnefnd minningardagskrárinnar sendi bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Það er Minningarsjóður Flat- eyrar sem stendur að dag- skránni og á hans vegum hefur undirbúningsnefndin starfað. Í bréfinu kemur fram að kirkjan á Flateyri verði opin öllum þennan dag sem þangað vilja koma og eiga þar ljóðláta bæna- og minningarstund. Í íþróttahúsinu hefst síðan dag- skrá kl. 20. Þar verður flutt tónlist, meðal annars frum- garðsins og Tjarnargötu en þeim er nú að mestu notið. Minningarsjóðurinn óskar eftir því að Ísafjarðarbær standi straum af kaffiveiting- um og að móttaka og kostnað- ur vegna komu frú Vigdísar verði á vegum bæjarins. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti þátttöku í dag- skránni og einnig að veita styrk til hennar að upphæð 245 þúsund krónur. – hj@bb.is Vigdís Finnbogadóttir flytur ávarp á Flateyri Jazzband Villa Valla með tónleika í Kjallaranum í Bolungarvík Jazzband Vilbergs Vilbergsson, sem betur er þekktur sem Villi Valli, leikur í Kjallaranum í Einarshúsi við Hafnargötu í Bolungarvík á föstudagskvöld. Húsið opnar klukkan 22 og verður jazzinn leikinn til miðnættis, en húsið verður opið fram á nótt. Aðgangs- eyrir er 1.000 krónur. „Þennan tónlistarviðburð í sögufrægasta húsi Bolvík- inga getur engin látið fram hjá sér fara“, segir í tilkynningu frá að- standendum tónleikanna. – halfdan@bb.is Rafmagnslaust á Ísafirði Rafmagnslaust var um nokkra stund á Ísafirði skömmu fyrir hádegi í gær. Að sögn Kristjáns Haraldssonar Orkubússtjóra varð bilun í svokallaðri Vesturlínu, en þegar rætt var við hann var óvíst hvað nákvæmlega fór úrskeiðis. Líklegt var þó talið að ísing ætti sök að máli. Rafmagn komst á aftur um klukkan tólf á hádegi. – eirikur@bb.is 39.PM5 6.4.2017, 09:492

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.