Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.09.2005, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 28.09.2005, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 20056 ritstjórnargrein ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ orðrétt af netinu bjorn.is – Björn Bjarnason Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Fréttastjóri: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, halfdan@bb.is – Blaðamenn: Halldór Jónsson, sími 892 2132 hj@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, sími 849 8699, thelma@bb.is · Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Svein- björnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. ISSN 1670 - 021X Aðeins ein leið er fær Mörg atvik verða brotin til mergjar, þegar lagt verður mat á stjórnmálaferil og störf Davíð. Í flokki sérkennilegra atvika er eftirleikur þess, að Davíð bauð Hallgrími Helgasyni rithöfundi að hitta sig í skrifstofu sinni, eftir að Hallgrímur hafði skrifað samsærisgrein gegn Davíð í þágu eins viðskiptaveldis í þjóð- félaginu. Hallgrímur virðist ekki samur maður eftir þetta samtal og nú skilst mér, að hann undrist skrif mín hér á vefsíðuna vegna Baugsmálsins svonefnda og telji þau utan velsæmis fyrir mig sem dómsmálaráðherra ef ekki eittvað enn verra. Rithöfundur gegn málfrelsi er einkennilegt fyrirbrigði og sýnir hve langt er gengið, ef miklir hagsmunir eru taldir í húfi. Rithöfundur gegn málfrelsi Undirmönnuð og óánægð hjá Svæðisútvarpi Vestfjarða Mikil óánægja ríkir hjá starfsmönnum Svæðisútvarps Vestfjarða gagnvart yfirmönn- um Ríkisútvarpsins en nú er útlit fyrir að skorið verði niður hálft stöðugildi hjá útvarps- stöðinni. „Það er orðið helvíti hart þegar óbreyttir starfsmenn þurfa að tala við yfirmenn sína í gegnum lögfræðinga, en svo er nú komið. Við erum undir- mönnuð í sumarleyfum og öðrum leyfum þrjá mánuði á ári, en er ætlað að skila sama framlagi án þess að okkur sé það umbunað að neinu leyti. Þegar við mögluðum um að vera keyrð áfram undirmönn- uð, bótalaust, var okkur hegnt fyrir það með því að skorið var niður hálft stöðugildi hjá stöðinni. Og skyndilega stóð Sigríður Ásgeirsdóttir frammi fyrir því um síðustu mánaða- mót, án nokkurrar aðvörunar, að verða atvinnulaus einstæð móðir á Ísafirði“, segir Finn- bogi Hermannsson, forstöðu- maður Svæðisútvarps Vest- fjarða. „Þetta er ótrúleg framkoma við fólk, en vinnureglan hjá Ríkisútvarpinu er sú að fólki er tjáð með a.m.k. mánaðar fyrirvara að samningur verði ekki endurnýjaður. Þetta var ekki gert. Þegar ég ítrekaði hálfs árs samning Sigríðar, fékk ég þau svör að samningur hennar væri „á hold“, eins og það var orðað. Eins og staðan er í dag vinnur hún út mánuð- inn. Við erum að vinna á fullu bæði í útvarpi og í sjónvarpi. Það sem af er árinu höfum við sent frá okkur 163 sjónvarps- fréttir sem slagar hátt upp í framlag þeirra á Egilsstöðum þar sem eru þrjú stöðugildi, svo sjá má að við höfum staðið okkar plikt sjónvarpsmegin“, segir Finnbogi. ,,Þar fyrir utan höfum við fyrri skyldur við Útvarpið og aðrar dagskrár- deildir og hefur engu verið létt af okkur í þeim efnum.“, segir Finnbogi. Enginn yfirmaður svæðis- stöðva RÚV eða Rásar 2 hefur verið að störfum frá því í vor er Jóhann Hauksson lét af störfum. Ráðinn var nýr stjóri í ágúst, Sigríður Stefánsdóttir, en áætlað er að hún komi til starfa um næstu áramót. – thelma@bb.is Svæðisútvarp Vestfjarða er til húsa við Aðalstræti á Ísafirði. Liðsmenn reru af kappi í róðrarkeppni MÍ en foreldar fóru með sigur af hólmi. Það var djúpt tekið í árinni og líflegt um að litast á Pollin- um í síðustu viku þegar róðrar- keppni Menntaskólans á Ísa- firði fór þar fram í stafalogni, fimmta árið í röð. Áttust við níu keppnislið nemenda, tvö kennaralið og eitt lið foreldra. Fyrsta viðureignin var í kvennaflokki og sigruðu Ólín- urnar, róðrarsveit kennara með tímann 2.01.40. Nemendaliðið Pjásurnar hafnaði í öðru sæti og nem- endaliðið Sódóma hafnaði í þriðja sæti. Í karlaflokki fóru leikar þannig að foreldrar sigr- uðu með besta tíma mótsins, 1:32:46. Í öðru sæti voru Víkarar en Stúdínur höfnuðu í því þriðja. Róðrarkeppni Menntaskólans á Ísafirði hefur verið fastur liður í félagslífi skólans frá haustinu 2001. Fyrsta árið keppti eingöngu kvennalið kennara, en síðan hafa kennarar jafnan keppt í bæði karla- og kvennaflokki. Foreldrar hófu þátttöku fyrir tveimur árum. Skipulagning og undirbúningur keppninnar að þessu sinni var í höndum Stellu Hjaltadóttur, nýráðins verkefnisstjóra forvarnar- og félagsmála. Foreldrar reru til sigurs í róðrarkeppni Menntaskólans Ólínurnar sigruðu í kvennaflokki. Allt fram undir miðja síðustu öld áttu Bolvíkingar tveggja kosta völ ef þeir þurftu að leggja leið sína til Ísafjarðar: Fara fótgangandi um Óshlíð eða fara sjóleiðina. Stígar göngufólks um Óshlíð eru ekki lengur sjáanlegir. Spjöld sögunnar geyma frásagnir af þessum oft á tíðum erfiðu og hættulegu ferðalög- um, hvar sumir ferðalanganna báru bein sín. Vegurinn um Óshlíð í dag á fátt sameiginlegt með veginum sem opnaður var fyrir hálfum sjötta áratug. Einbreiði malar- vegurinn, með útskotum til mætinga hér og þar, stenst ekki samanburð við tvíbreiða, malbikaða þjóðbraut með vegskál- um á nokkrum stöðum, sem nú liggur á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Eitt er þó með sama hætti og áður: Óshlíðin. Jarðgöngin í Arnarneshamrinum eru jafn gömul Óshlíðar- veginum. Segja má að þessi fyrstu veggöng á Íslandi hafi verið nauðvörn. Ekki var talið unnt að koma á vegasambandi milli Ísafjarðar og Súðavíkur með öðrum hætti. Sé borin saman tækni við jarðgangagerð í dag og á þeim tímum er Arnarnesgöngin voru gerð, má segja að þau hafi verið ,,boruð“ með hamri og meitli! Því þarf ekki að undra þótt jarðgöng á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur hafi ekki þótt álitlegur kostur á þessum tíma. Brýnt var engu að síður að koma á vegasambandi milli tveggja stærstu byggða á norðanverðum Vestfjörðum. Því var Óshlíðin valin. Óshlíðin hefur í engu breyst. Síðan vegurinn var opnaður hefur hún stöðugt minnt á hættuna sem faðmlag við hana felur í sér. Undan því hefur stundum illa sviðið þótt blessunar- lega hafi oft tekist betur til en á horfðist. Óshlíðarvegurinn sem slíkur er ágætur. Hinu verður ekki horft fram hjá: Öryggi varna, sem settar hafa verið upp til að vernda vegfarendur fyrir grjóthruni, er falskt. Og áratuga reynsla ætti að hafa fært okkur heim sanninn um að útilokað er að búa svo um hnútana að þeim sé treystandi. Hvernig sem það kann að hljóma þá eru jarðgöng eina færa leiðin fyrir Bolvíkinga til að komast í vegasamband við önn- ur byggðarlög með viðunandi hætti. Um staðarval þeirra er hægt að deila. Mannslíf verða aldrei metin til fjár. Þau skipta meira máli en nokkrar mínútur í tímalengd á milli byggðalaga. Það er með öllu óviðunandi að Bolvíkingar þurfi að búa við sama óöryggið á ferðum sínum til Ísafjarðar og þeir máttu þola meðan þeir áttu ekki annarra kosta völ en að ganga Óshlíðina. s.h. 39.PM5 6.4.2017, 09:496

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.