Bæjarins besta - 28.09.2005, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 200510
Lítill flutningur opinber
land versta dæmið um á
Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, tók við em-
bætti sjávarútvegsráðherra í gær af Árna Mathi-
esen. Óhætt er að segja að ráðherradóminn hafi
borið brátt að. Mörgum kom á óvart að Davíð
Oddsson skyldi segja stjórnmálaafskiptum sínum
lokið, þó vissulega hafi sá möguleiki verið í umræð-
unni, og ekki síður fannst mörgum óvænt að Einar
Kristinn yrði næsti sjávarútvegsráðherra þar sem
hann hefur oft verið upp á kant við þungavigtar-
menn innan flokksins í sjávarútvegsmálum.
Óhætt er að segja að ráðherradómur Einars
marki tímamót í vestfirskum stjórnmálum. Vest-
firðingar hafa ekki átt ráðherra síðan alþýðuflokks-
maðurinn Sighvatur Björgvinsson gegndi ráð-
herradómi í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks á árunum 1991-1995. Vestfirskir sjálf-
stæðismenn hafa ekki átt ráðherra síðan í ríkis-
stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á
árunum 1983-1987 þegar Matthías Bjarnason
gegndi fyrst embætti heilbrigðis-, tryggingamála-
og samgönguráðherra og síðar embætti samgöngu-
og viðskiptaráðherra. Þá má nefna að sjávarútvegs-
ráðherra hefur ekki komið úr röðum þingmanna
Vestfirðinga síðan Steingrímur Hermannsson
gegndi embætti sjávarútvegs- og samgönguráð-
herra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, sem skip-
uð var ráðherrum úr Sjálfstæðisflokki, Framsókn-
arflokki og Alþýðubandalagi á árunum 1980-1983.
Einar er Bolvíkingur, fæddur árið 1955, barna-
barn nafna síns, hins fræga útgerðar- og athafna-
manns sem byggði upp stórfyrirtæki á mælikvarða
síns samtíma, eins og flestir Vestfirðingar þekkja.
Einar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á
Ísafirði árið 1975 og síðan BA prófi í stjórnmála-
fræði frá University of Essex í Englandi árið 1981.
Hann starfaði sem blaðamaður á Vísi og vann
skrifstofustörf þar til hann tók við starfi útgerðar-
stjóra í Bolungarvík. Því starfi gegndi Einar til
ársins 1991 þegar hann var kosinn á þing fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Vestfjarðakjördæmi.
Víst er að Einar hefur mikla þekkingu á sjávarút-
vegsmálum og má segja þau hafi verið rauður
þráður í gegnum feril hans á þingi. Sumir fullyrða
meira að segja að hann hafi stefnt á stól sjávarút-
vegsráðherra um árabil. Aðrir benda á að honum
veiti ekki af áhuganum til að efla baráttuþrekið,
ráðuneyti sjávarútvegsmála sé pólitískt jarð-
sprengjusvæði og „sátt um sjávarútveginn“ í besta
falli markmið. Miklir hagsmunir séu í húfi og
menn víli fátt fyrir sér til að vinna að framgangi
þeirra. Víst má telja að ráðherradómurinn sé
hvalreki fyrir vestfirska stjórnamálaáhugamann
sem munu vafalítið spá í hvern leik hins nýja ráð-
herra.
Í næstu línum er ætlunin að leita viðbragða Ein-
ars Kristins sjálfs og fá fram skoðanir hans.
bætast við frá því sem áður
var, svo væntanlega eykst
vinnuálagið og fjarvistirnar
líka, en fjölskyldan er því
löngu vön og kippir sér ekki
upp við það. Krakkarnir eru
líka orðnir stórir og löngu orð-
in vön því að kallinn sé ekki
alltaf mættur við matarborð-
ið!“
– Ganga stjórnmálamenn að
því sem vísu að starfinu fylgi
mikið úthald?
„Já, í mínum huga er það
eðlilegur fylgifiskur. Maður
lifir ekki af pólitískt nema að
vera í sambandi við fólkið í
kjördæminu og það er líka
mikilvægur hluti þess að sinna
starfinu.“
– Sumarið er gjarnan sá tíma
sem menn nota til að fara um
kjördæmið – fórstu víða um í
ár?
„Já, ég náði nokkurn veginn
að fara um kjördæmið í megin-
atriðum og síðan hef ég líka
átt mínar stundir í fríum. Við
Sigrún kona mín tókum upp á
því fyrir um sex árum að sækja
í útivistir og það hefur eigin-
lega tekið hug minn. Ég er í
gönguhópi með valinkunnum
Vestfirðingum og við gengum
á okkar hefðbundnu slóðum á
Hornströndum og vorum á
gangi fimm daga í sumar. Það
er gífurlega gaman og frí af
þessu taginu fylla mann mikilli
orku – þannig finnast manni
allir vegir færir að þeim lokn-
um. Ég geri því ráð fyrir að ef
erfiðleikar steðji að í starfinu
skelli maður sér bara norður á
Strandir og sæki aukna orku.
Þetta er eiginlega ólýsanlegt.
Í gönguferðum, með tjald, við-
legubúnað og bakpoka á bak-
inu verður amstur hversdags-
ins og erillinn í nútímalífinu
svo óskaplega ómerkilegur og
í svona góðra vina hópi mynd-
ast alveg einstök upplifun, sem
er mér og okkur Sigrúnu alveg
ómetanleg.“
Útvegurinn þarf að
vera samkeppnisfær
– Nú bar þetta brátt að...
„Já, það gerði það og ég átti
ekki von á að til þessa myndi
koma – ekki á þessu hausti að
minnsta kosti. Hins vegar hef
ég hef verið formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins á
þessu kjörtímabili og neita því
ekki að ef kæmi til uppstokk-
unar á ráðherraliði þá teldist
ég líklegt ráðherraefni. Ákvör-
ðun formanns Sjálfstæðis-
flokksins um að hætta í ríkis-
stjórn og gefa ekki kost á sér
sem formaður að nýju kom
mér í opna skjöldu. Tillaga
hans um að ég tæki að mér
starf sjávarútvegsráðherra bar
líka mjög brátt að.“
– Er það rétt metið að þetta
sé sá ráðherrastóll sem þú hafir
mestan áhuga á?
„Jú það er alveg rétt, það er
fátt ef nokkuð sem ég hef eins
mikinn áhuga á og sjávarút-
vegsmálin. Ég er náttúrlega
alinn upp í þessum jarðvegi,
frændfólk mitt, faðir og afi
stóðu fyrir miklum sjávarút-
vegsrekstri svo maður er alinn
upp við þessa umræðu. Sjálfur
starfaði ég á þessum vettvangi
og er að taka við starfi sem ég
hef mikinn áhuga á og tel það
heilmikinn styrk. Mér finnst
einfaldlega sjávarútvegurinn
svo skemmtileg atvinnugrein.
Þar er öflugt og kraftmikið
fólk og afskaplega mikið að
gerast á vettvangi greinarinnar
– meira en margir gera sér í
hugarlund.“
– Þær breytingar hafa átt
sér stað á síðustu tíu árum eða
svo að sjávarútvegurinn er
ekki lengur sú miðja íslenska
efnahagslífsins sem hann var
áður – að minnsta kosti er ekki
horft til hans sem slíks.
„Það er rétt og að mörgu
leyti held ég að það sé mjög
gott fyrir sjávarútveginn. Það
er ekki þægilegt að starfa innan
atvinnugreinar sem hefur þá
sérstöðu að vera mjög ráðandi
fyrir eitt þjóðfélag. Auðvitað
skiptir það miklu máli fyrir
okkur að fá fleiri stoðir undir
efnahagslífið en það þýðir ekki
að vægi sjávarútvegsins hafi
minnkað í sjálfu sér en hlut-
fallslegt vægi hans minnkar
þegar nýjar greinar koma inn.
Hins vegar mun sjávarútveg-
urinn verða hryggjarsúlan í ís-
lensku efnahagslífi um fyrir-
sjáanlega framtíð, þrátt fyrir
mikla uppbyggingu í stóriðju,
vöxt í ferðaþjónustu og aukin
umsvif fjármálaþjónustu svo
öflugar vaxtargreinar séu
nefndar.
Síðan er mjög greinilegt
hversu hratt sjávarútvegurinn
er að breytast. Hann þarf að
keppa um fólk og fjármagn
svo það er mjög mikilvægt
fyrir okkur í hinni pólitísku
forystu hvernig við getum
stuðlað að því að greinin sé
samkeppnisfær. Ef hún getur
ekki laðað til sín fjármagn á
hagstæðum kjörum og ráðið
til sín besta fólkið þá verður
hún einfaldlega undir. Ég lít
svo á að þetta sé annað af
þeim höfuðmarkmiðum sem
ég mun setja mér á stóli sjáv-
arútvegsráðherra.“
ig vil ég fylgja eftir því sem
fyrirrennari minn í starfi lagði
upp með að það yrði efnt til
umfangsmikillar umræðu um
þessi mál. Ég vil auka mjög
tengslin við starfandi fólk í
sjávarútvegi varðandi þennan
þátt og það er eitt af þeim
áhersluatriðum sem ég mun
láta koma fram í mínu starfi,
fyrr en síðar.“
– Nú hafið þið Einar Oddur
talað fyrir því að þessir hlutir
verði hugsaðir upp á nýtt,
mega menn eiga von á upp-
stokkun á starfsemi Hafrann-
sóknastofnunar eða endur-
skoðun á hlutverki hennar?
„Ég vil sjá að það skapist
alvöru umræður um fiskveiði-
ráðgjöfina og að þátttakendur
í henni verði ekki bara úr Haf-
rannsóknastofnun sjálfri held-
ur komi víðar að úr vísinda-
samfélaginu. Álíka hluti höf-
um við séð gerast víðar í þjóð-
félaginu. Hér áður fyrr var
efnahagsumræðan bundin við
þrjá til fjóra menn, núna er
hún á bullandi ferð af því það
eru svo margir sem hafa burði
til að tjá sig um þetta. Það eru
líka æ fleiri á þessu sviði sem
starfa víðar í þjóðfélaginu og
ég tel mikilvægt að þeir komi
að umræðunni – sömuleiðis
sjómenn með mikla reynslu.
Ég mun leggja mikla áherslu á
það í haust að þessi umræða
fari af stað, því að í mínum
huga náum við aldrei neinum
árangri nema að fara í gegnum
umræðu þar sem margvísleg
sjónarmið koma fram.“
„Sjávarútvegs-
ráðherra, punktur!”
– Sjávarútvegsumræðan er
afskaplega hagsmunadrifin og
Hlóð batteríin á
Hornströndum
Telja má víst að starfið sé
heljarmikið að vöxtum – áður
en farið er út í harða pólitíkina
er við hæfi að spyrja hvernig
fyrirhugaðar breytingar leggist
í fjölskylduna, hvað segja kon-
an og börnin?
„Ég held að því sé svipað
farið með þau eins og mig, að
ekkert okkar hefur fengið al-
mennilegt ráðrúm til að íhuga
að nokkru ráði hvað þetta felur
í sér í breyttum högum fyrir
fjölskylduna. Síðustu dagarnir
hafa einkennst af því að ég hef
verið að fá mjög margar góðar
kveðjur, bæði frá vinum mín-
um að vestan og víða annars
staðar að. Þannig hefur tíminn
ekki síst farið í að samgleðjast
með vinum okkar í þessum
skilningi og við erum lítið farin
að hugleiða þessi mál praktískt
séð.Við höfum aðeins sest nið-
ur við eldhúsborðið með börn-
unum okkar Sigrúnu Maríu og
Guðfinni og velt þessu fyrir
okkur.
Hins vegar er það þannig að
þingmennskan hefur alltaf
verið erilsöm hjá mér og ég
hef alltaf lagt mikla áherslu á
það, eins og menn vita, að
vera mikið á ferðinni í mínu
kjördæmi, þó manni finnist al-
drei nóg gert í þeim efnum,
svo ég held að fjölskyldan sé
ágætlega við því búin að sætta
sig við fjarvistir. Hingað til
hafa þær ferðir þó beinst mest
inn á mitt kjördæmi og þær
slóðir en núna má búast við
óskum um að fara víðar um
landið, og það hefur þegar
komið fram. Þannig verða
ýmsir fundir og slíkt sem
Fiskveiði-
stjórnin í skoðun
– Ertu farin að leggja drög
að breytingum á sjávarútvegs-
stefnunni í þinni ráðherratíð?
Hverju mega menn eiga von
á?
„Ég vil orða það þannig að
ég verð ekki sjávarútvegsráð-
herrann sem leiðir greinina inn
í einhverja kollsteypu og ég
verð heldur ekki sjávarútvegs-
ráðherrann sem snýr klukk-
unni til baka. Auðvitað munu
koma fram nýjar áherslur með
nýjum manni. Mitt áhugasvið
mótast af því sem ég hef verið
að fást við og það sem ég tel
vera megin viðfangsefnin.
Þannig er ég auðvitað sprott-
inn upp úr vestfirskum jarð-
vegi og skil vel hvernig sjávar-
útvegurinn, landsbyggðin og
byggðamálin tvinnast mikið
saman en maður má hins vegar
aldrei missa sjónar á því, sem
er stóra málið, að þessi at-
vinnugrein verður að vera eins
arðvænleg og hugsast getur.
Ein forsenda þess er að það
ríki friður innan greinarinnar,
og í garð hennar, meiri friður
en oft hefur verið svo stjórn-
endur og starfsfólk þurfi ekki
að einbeita sér að átökum held-
ur geti sett kraftana í reksturinn
sjálfan.
Eitt af því sem maður hlýtur
að horfa til er fiskveiðiráð-
gjöfin. Við erum í þeirri öm-
urlegu stöðu að okkur gengur
ekki neitt við uppbyggingu
okkar helsta nytjastofns þorsk-
sins, þó ýmsir aðrir stofnar
hafi eflst. Þessi staða þorsksins
er náttúrlega óskaplegt áhygg-
juefni og eitthvað sem ég ætla
að sökkva mér niður við. Þann-
39.PM5 6.4.2017, 09:4910