Bæjarins besta - 28.09.2005, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 5
Náttúrusvið Umhverfisstofnunar
Leggst hart gegn því að Leiru-
fjarðarvegur standi fram á vor
Forstöðumaður náttúru-
verndarsviðs Umhverfis-
stofnunnar, Árni Bragason,
segir út í hött að veita land-
eiganda í Leirufirði frest
fram á vor til að lagfæra veg-
slóða sem lagður var niður í
Leirufjörð um síðustu versl-
unarmannahelgi. Unnið hef-
ur verið við gerð varna gegn
landbroti í Leirufirði, og hefur
landeigandi haft uppi óskir um
að fara aftur með jarðýtu um
Dalsheiði niður að Jökulsá til
þess að ljúka verkinu.
Telja náttúruverndarsinnar
hins vegar að vegslóðinn brjóti
gegn lögum um náttúruvernd,
auk þess sem Umhverfisstofn-
un hefur lagst hart gegn slóð-
anum, og telur að ekki sé „þörf
á slóðagerð vegna aksturs jarð-
ýtu þessa leið“, eins og segir í
bréfi Umhverfisstofnunar til
yfirvalda Ísafjarðarbæjar.
Landgræðsla ríkisins hefur
síðan mótmælt harðlega allri
jarðýtuumferð yfir gróið land
á Dalsheiði.
– eirikur@bb.is Hluti vegslóðans í Leirufjörð.
Rækjutogarinn Andey ÍS-
440, sem landaði í Súðavík
á fimmtudag í síðustu viku,
sigldi til hafnar á Ísafirði
daginn eftir með flaggað í
hálfa stöng. Ástæðan var sú,
að sögn Jónatans Ásgeirs-
sonar skipstjóra, að skipinu
hefur verið lagt. Skipverjar
fengu allir uppsagnarbréf
fyrir viku síðan. „Enginn
okkar er búinn að fá vinnu,“
segir Jónatan. „Og sumir
okkar hafa stundað sjó-
mennsku í aldarfjórðung.
Okkur þótti þetta aldeilis til-
efni til að flagga í hálfa
stöng. Þetta er sorgardagur.“
Skipverjar vinna nú að því
að taka saman veiðarfæri og
þrífa skipið. Engar ákvarð-
anir hafa verið teknar um
útgerð eða sölu Andeyjar,
að sögn Sverris Péturssonar,
útgerðarstjóra hjá Hrað-
frystihúsinu – Gunnvöru.
Rækjuvinnsla og útgerð
rækjutogara hefur átt undir
högg að sækja síðastliðin ár,
aflabrögð hafa verið slök og
afurðaverð hefur farið lækk-
andi auk þess sem sterkt
gengi krónunnar hefur reynst
útflytjendum þungur baggi.
„Þetta er bein afleiðing af
gengismálunum,“ segir
Sverrir. „Sterkt gengi krón-
unnar er hægt og hægt að
murka úr okkur lífið. Það
segir sig sjálft að ef þeir sem
versla í erlendum gjaldeyri
fá ekkert fyrir gjaldeyrinn,
þá er þetta vonlaust.“
Öðru skipi HG, Framnes-
inu, var lagt í fyrr í mánuðin-
um auk þess sem starfs-
mönnum Frosta var sagt upp
í lok ágústs. – eirikur@bb.is
Flaggað í hálfa
stöng á Andey
Skipverjar á Andey flögguðu í hálfa stöng.
Már Óskarsson vélstjóri kveður. Myndir: Bartek Kopczewski.
Guðmundur Kristjánsson
hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar og
Már Óskarsson, vélstjóri
lögðu á fimmtudag af stað á
Sturlu Halldórssyni, nýjum
lóðsbáti Ísafjarðar, frá Gdansk
í Póllandi áleiðis til heima-
hafnar á Íslandi.
„Við lögðum af stað á há-
degi og erum nú á fullri sigl-
ingu á Eystrasalti“, sagði Guð-
mundur þegar haft var sam-
band við hann upp úr hádegi í
dag. „Hér er logn, sól og 20
stiga hiti. Báturinn reyndist
vel í prufusiglingum og stóð
vel undir væntingum, er kraft-
mikill og gangmikill. Við er-
um að sigla á 10 mílna hraða,
en hann kemst hraðar“, segir
Guðmundur á fimmtudag í síð-
ustu viku, sem efar það að
honum og Má eigi eftir að
leiðast á siglingunni.
„Ef allt gengur að óskum á
ferðin eftir að taka átta til tíu
daga. Við siglum til Skagen í
Danmörku, þaðan til Shet-
landseyja, svo til Færeyja og
að lokum til Íslands.“ Sturla
Halldórsson er því væntanleg-
ur til heimahafnar á Ísafirði
um helgina. – halfdan@bb.is
Guðmundur Kristjánsson,
hafnarstjóri vinkar bless.
Nýr hafnsögubátur
á leið til Ísafjarðar
Erfiður rekstur hjá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf.
„Bærinn hefur ekki lagt félaginu
til nægilegt rekstrarfjármagn“
Halldór Halldórsson bæjar-
stjóri Ísafjarðarbæjar segir
ljóst að bærinn hafi hingað til
ekki lagt Fasteignum Ísafjarð-
arbæjar ehf. til nægilegt rekstr-
arfjármagn. „Við höfum ekki
gætt þess nógu vel. Á árinu
2004 var félaginu lagt til 8,7
milljónir króna sem er einfald-
lega ekki nóg.
Í ár er gert ráð fyrir 20 millj-
óna króna fjármagni sem er
heldur ekki alveg nóg. Sam-
þykkt hefur verið að bærinn
yfirtaki 61 milljónar króna
yfirdrátt sem félagið nýtti sér
og má því segja að með því sé
verið að leggja félaginu til 61
milljón“, segir Halldór. Að-
kaupir 18 íbúðir í eigu félags-
ins á Árvöllum í Hnífsdal“,
segir Halldór.
Auk 500 þúsund króna
hlutafjárframlags þegar félag-
ið var stofnað lagði Ísafjarð-
arbær því í árslok 2003 til hús-
næðið við Fjarðarstræti 7 til 9,
svokallaða kennarablokk.
Verðmæti íbúðanna er talið
nema 66 milljónum króna.
„Þær íbúðir voru ekki í félags-
lega íbúðakerfinu og voru þess
vegna ekki undir húsnæðis-
nefnd þegar Fasteignir Ísa-
fjarðarbæjar ehf. var stofnað“,
segir Halldór Halldórsson bæj-
arstjóri, Ísafjarðarbæjar.
– halfdan@bb.is
spurður segir hann að það sé
augljóslega kostnaðarsamt að
reka fyrirtæki á yfirdrætti sem
þessum og því sé brýnt að bær-
inn leggi til aukið rekstrarfé í
framtíðinni. Þess þurfi að gæta
við gerð næstu fjárhagsáætl-
unar.
Eins og kunnugt er var fé-
lagið stofnað sumarið 2003.
Tilgangur þess var að yfirtaka
og reka íbúðarhúsnæði í eigu
bæjarsjóðs sem áður heyrði
undir húsnæðisnefnd bæjarins.
Sá rekstur er þungur og var
alltaf ljóst að félagið myndi
tapa fé. „Staðan mun batna,
en hún mun batna hægt. Við
sjáum fyrir okkur að íbúðum í
eigu félagsins muni smám
saman fækka og tapið vonandi
minnka. Til dæmis mun það
að líkindum laga stöðuna
nokkuð þegar Ofanflóðasjóður
39.PM5 6.4.2017, 09:495