Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.09.2005, Page 20

Bæjarins besta - 28.09.2005, Page 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk www.bb.is – daglegar fréttir á netinu Stoppleikhópurinn sýnir leikritið Hrafnkelssaga Freys- goða í Hömrum kl. 20 annað kvöld. Leikurinn er eftir Val- geir Skagfjörð sem einnig leik- stýrir. Leikarar eru Eggert Kaaber og Sigurþór Albert Heimisson. Hægt er að panta miða í síma 891-7025. Hrafnkelssaga Freysgoða er ein af þekktustu Íslendinga- sögunum og segir frá því þegar Hrafnkell Freysgoði drepur Einar Þorbjarnarson smala- mann fyrir þá sök að ríða hest- inum Freyfaxa í leyfisleysi. Í kjölfarið stefnir Sámur Bjarna- son Hrafnkeli fyrir vígið og dregur það mál dilk á eftir sér. Leiksýningin er ætluð ung- mennum í efstu bekkjum grunnskóla og nemum á fram- haldsskólastigi. Miðasala fer fram í Hömr- um á sýningardag frá kl. 19:30. – thelma@bb.is Hrafnkelssaga Freysgoða í Hömrum Gunnlaugur kosinn formaður Eldingar Gunnlaugur Finnbogason. Elding, félag smábáta- eigenda á norðanverðum Vestfjörðum, hélt aðalfund sinn á Hótel Ísafirði í gær. Eins og kom fram á bb.is fyrir helgi gaf formaðurinn Hálfdán Kristjánsson á Flat- eyri ekki kost á sér til endur- kjörs, en í hans stað var kosinn Ísfirðingurinn Gunn- laugur Á. Finnbogason. Gunnlaugur segir formanns- starfið leggjast vel í sig, og fundurinn hafi annars farið stórtíðindalaust fram. – eirikur@bb.is Grunnskóla- börn á Þingeyri hlupu 230 km Nemendur Grunnskólans á Þingeyri hlupu alls 230 km í skólahlaupi GÞ á föstudag. Nemendur voru allir ræstir af stað saman kl. 10:30 við kirkjuna og þaðan var hlaupið eftir gangstéttum bæjarins áleiðis inn fjörðinn. Veðrið var mjög gott þó færðin hefði mátt vera betri. Eftir hlaupið stóð nemend- um til boða að fara í sund. Nemendur í 1.-4. bekk hlupu 2,5 km og fóru þar með sigur af hólmi Patrekur Í. Steinarsson og Jóhanna J. Steinsdóttir. Nemendur í 5.- 10. bekk hlupu 5 km þar sem Guðbjartur S. Kon- ráðsson og Klara A. Birgis- dóttir voru hraðskreiðust. Nemendur í 8.-10. bekk gátu valið að hlaupa 10 km og þar sigruðu Ólafur A. Stein- þórsson og Dýrleif H. Sig- mundsdóttir. Sigurvegar- arnir hlutu verðlaunapening og farandbikar til varð- veislu. – thelma@bb.is Flutningskostnaður og sam- göngur hafa neikvæðustu áhrifin í rekstri fyrirtækja í Ísafjarðarbæ að mati 31% atvinnurekenda. Þetta kemur fram í atvinnulífsskönnun Ísafjarðarbæjar. Er það nærri tvöfalt hærra hlutfall en í samsvarandi könnun sem gerð var 2003. Veiði á rækju og þorski dregst saman á meðan veiði á ýsu og steinbít eykst 64 milljónir og 190 þúsund fyrri hluta árs 2005, og dregst verðmæti aflans því meira saman en aflinn sjálfur eða um rúm 72 prósent. Aflaverð- mæti rækju á landinu öllu dróst saman um 74 prósent. Þorskveiðar drógust sömu- leiðis saman, en veidd tonn fyrri hluta árs 2004 voru 14.148, á miðað við 11.732 fyrri hluta árs 2005. Það er samdráttur um 17 prósent. Samkvæmt nýrri skýrslu frá Hagstofu Íslands hefur rækju- veiði á Vestfjörðum dregist saman um tæp 67 prósent á einu ári, miðað við heildarafla fyrstu sex mánuði síðustu tveggja ára. Frá janúar út júní árið 2004 veiddust 2.567 tonn af rækju, en á sama tímabili í ár veiddust aðeins 856 tonn. Verðmæti aflans var 230 milljónir og 959 þúsund fyrri hluta ársins 2004, miðað við Verðmæti þorskaflans fyrri hluta árs 2004 voru 1.463 milljónir, miðað við 1.197 milljónir á sama tímabili árið áður. Það er samdráttur um 18 prósent. Á landinu öllu var samdráttur á verðmæti þorsk- aflans 10,8 prósent. Veiðar á ýsu og steinbít jukust nokkuð milli ára. Fyrri hluta árs 2004 veiddust 2.621 tonn af ýsu, en á sama tímabili í ár veiddust 3.665 tonn. Verðmæti aflans fyrri hluta árs 2004 var 155 milljónir miðað við 221 milljón í ár, sem er aukning á aflaverðmæti um 43 prósent. Fyrri hluta árs 2004 veiddust 2.884 tonn af steinbít en 3.665 tonn á sama tímabili í ár. Aflaverðmæti steinbíts var 172 milljónir fyrri hluta árs 2004, en 199 milljónir fyrri hluta árs 2005, sem er aukning um 15,6 prósent. – eirikur@bb.is Flutningakostnaður og samgöngur neikvæðustu áhrifin á fyrirtækjarekstur Þá svöruðu 11% að skortur á sérhæfðu starfsfólki væri neikvæðastur og sama hlutfall sagði að aðgengi að fjármagni væri neikvæðasti þátturinn. 9% sögðu það vera gengis- þróun, 9% opinber gjöld og álögur og 31% svöruðu að aðrir þættir hefði neikvæðust áhrif. – thelma@bb.is Flutningaskipið Jaxlinn. 39.PM5 6.4.2017, 09:4920

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.