Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.09.2005, Side 1

Bæjarins besta - 28.09.2005, Side 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Miðvikudagur 28. september 2005 · 39. tbl. · 22. árg. Nýr og glæsilegur flugturn var formlega tekinn í notkun við hátíðlega athöfn á Ísa- fjarðarflugvelli á laugardag. Meðal gesta voru sveitar- stjórnarmenn á norðanverðum Vestfjörðum, þingmenn, flug- menn á Ísafirði, starfsmenn Flugmálastjórnar og Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sem klippti á borða og tók þannig hinn nýja flugturn formlega í notkun. Séra Stína Gísladóttir blessaði mann- virkið sem talið er að muni auka flugöryggi á svæðinu. Meðal þeirra sem tóku til máls við vígsluna voru auk samgönguráðherra þeir Guð- björn Charlesson, um- dæmisstjóri Flugmálastjórnar á Ísafirði, Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar, og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Ræddu þeir meðal annars um mikilvægi innanlandsflugs á Íslandi og nauðsyn Reykjavíkurflugvall- ar í því sambandi. Umhverfisnefnd Ísafjarðar- bæjar veitti byggingarleyfi fyrir flugturninum í ágúst árið 2002 og var upphaflega ráð- gert að hann yrði tilbúinn fljót- lega á árinu 2003 en af ýmsum ástæðum hefur framkvæmdin tafist, bæði á útboðsstigi og á framkvæmdastigi. Í byrjun ágúst 2004 var sagt að turninn yrði tekinn í notkun á næstu vikum, líklega í september. Bið varð þó á því, aðallega vegna anna tæknimanna Flug- málastjórnar. Nýi flugturninn þykir glæsi- legur en hann er sambyggður húsi Flugmálastjórnar á Ísa- fjarðarflugvelli og setur sterk- an svip á flughlaðið. Kol og salt ehf. sá um hönnun turnsins en verktaki við byggingar- framkvæmdirnar var Ágúst og Flosi ehf. – halfdan@bb.is Hjólbarðaverkstæði Ísa- fjarðar hefur keypt hjólbarða- deild Bílaverkstæðis Ísafjarðar og var samningurinn undirrit- aður um helgina. „Við eigum hjólbarðadeildina frá og með deginum í dag. Við ætlum að bæta úrvalið og reyna að sinna viðskiptavinum enn betur en við gerum nú“, sagði Guð- mundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hjólbarðaverk- stæðis Ísafjarðar, þegar við hann var rætt á mánudag. Fyrirtækið er nú eina hjól- barðaverkstæðið á Ísafirði en þrír aðilar í Ísafjarðarbæ og einn í Súðavík veita slíka þjón- ustu. „Kaupin leggjast mjög vel í okkur en við ætlum að reyna halda lága verðinu á dekkjunum og sama verð verður á þjónustunni, en það hefur haldist óbreytt frá árinu 2004,“ segir Guðmundur. – thelma@bb.is Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar kaupir hjólbarðadeild Bílaverkstæðis Ísafjarðar Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar. Glæsilegur flugturn formlega tekinn í notkun Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tók hinn nýja flugturn í notkun. Með honum standa Guðbjörn Charlesson (t.v.) og Þorgeir Pálsson. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson. 39.PM5 6.4.2017, 09:491

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.