Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.2015, Page 9

Bæjarins besta - 15.01.2015, Page 9
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 9 nganna mjög nærri mér skella mér í þetta. Svo sótti reynd- ar enginn lyfjafræðingur um starfið þannig að ég er hér einn eftir sem áður, nema hvað ég fæ í staðinn flakkara úr Reykjavík tvisvar í mánuði til að létta undir með mér.“ Mér fannst ég hafa brugðist – Núna ertu kominn með meira en hálfs árs reynslu af setu í bæj- arstjórn. Finnst þér það skemmti- legt, er það eitthvað frábrugðið því sem þú gerðir ráð fyrir? „Mér finnst það mjög gaman. Og svipað og ég bjóst við, nema að einu leyti: Ég stefndi auðvitað að því að vera í meirihluta! Það er náttúrlega ekki alveg það sama. Mig langaði til að taka þátt í prófkjöri bæði 2006 og 2010 en taldi mig ekki hafa tíma til að sinna störfunum sem af því gætu hlotist og sleppti því þar með. Núna ákvað ég sem sagt loksins að slá til. Það urðu mér því gríð- arleg vonbrigði, að þá galt Sjálf- stæðisflokkurinn hér afhroð. Þeg- ar ég legg eitthvað fyrir mig, þá geri ég það af einlægni. Ég tók úrslit kosninganna mjög nærri mér, enda fannst mér við sjálf- stæðismenn í Ísafjarðarbæ hafa sterka málefnastöðu og skila af okkur mjög góðu búi. Ég velti því mikið fyrir mér hvað ég hefði gert rangt, eða hvað ég hefði ekki gert, því að mér fannst ég hafa brugðist öllu því fólki sem studdi mig í prófkjör- inu.“ ast á svona litlum stað og það að þekkja fólkið í kringum mig. Þá er nálægðin við náttúruna og útivist mögnuð. Sem dæmi þá er ég ekki nema 11 mínútur á lög- legum hraða frá heimili mínu upp á skíðasvæðið. Og öll önnur útivist er ennþá nær, hvort sem það er hestamennska, fjallgöngur eða kajakróður. Þannig að ég er afar ánægður með að hafa skotið rótum hér fyrir vestan.“ Í ljósi þessara ummæla er kannski ekki óeðlilegt að Jónas sé spurður nánar um áhuga hans á útivist og hvort hann sé mjög duglegur í þessum greinum sem nefndar eru. Hann fær ekki varist hlátri. „Ég stunda nú ekki neitt af þessu sjálfur svo heitið geti, hvorki skíði, hestamennsku, fjall- göngur né kajakróður! Þarna var ég bara að svara því almennt hvað væri svo frábært við að búa á stað eins og hér. Það væri ekki nema örstutt að fara til að sinna hvers kyns útiveru. Þetta var kannski hugsað sem sölumenn- ska fyrir bæinn okkar, því að alls kyns útivist er inni í dag, ef svo má að orði komast. Það er nú samt kannski rétt að taka fram, að ég hef auðvitað farið á skíði og á hverju sumri fer ég á kajak með vinafólki okkar hjóna sem á sumarbústað í Ön- undarfirði. Það er eiginlega engu líkt að róa á kajak seint að kvöldi í algjörri kyrrð á sléttum Önund- arfirðinum með fugla syndandi í kringum sig.“ Jónas kveðst hins vegar fara í gönguferðir úti í náttúrunni, – „en ég reyni að drífa börnin mín í hitt allt saman.“ Lyfsala á Ísafirði í 180 ár Til fróðleiks og upprifjunar varðandi lyfsölu á Ísafirði skal tilfærð hér klausa úr áðurnefndu tímariti Lyfju. Lyfsala hefur verið starfrækt á Ísafirði síðan 1835 þegar fyrsti héraðslæknirinn settist að á Ísafirði, A. P. Jensen. Lyfsala var í höndum héraðslæknisins á Ísafirði allt til ársins 1910 er lyfsalan var falin sérfræðingi og greinin gerð að sjálfstæðum at- vinnurekstri. Fyrsti eiginlegi lyfsalinn á Ísa- firði var Gustav Rasmussen sem fékk lyfsöluleyfið 1910 en opnaði ekki Lyfjabúð Ísafjarðar fyrr en árið eftir. Rasmussen fór frá Ísafirði 1920 og í stað hans kom Gunnar Juul frá Danmörku. Hann rak Lyfjabúð Ísafjarðar til 1943 er hann varð bráðkvaddur um aldur fram. Við rekstri lyfjabúðarinnar tók danskur lyfsali sem starfrækti lyfsölu í Stykkishólmi, Hans Albert Svane. Svane rak lyfsöl- una í um 20 ár og árið 1964 tók loks íslenskur lyfsali við Lyfja- búð Ísafjarðar, Ásgeir Ásgeirs- son. Árið 1973 tók svo Hrafnkell Stefánsson við keflinu og starfaði sem lyfsali á Ísafirði til ársins 1984 þegar Ásbjörn Sveinsson tók við. Ásbjörn starfrækti lyfja- búðina allt fram til ársins 2003 er Lyfja keypti reksturinn af Ás- birni, en þá hafði nafn apóteksins verið Ísafjarðar apótek um margra ára skeið. Félagsmál eru helsta áhugasviðið Varðandi tómstundagaman segir Jónas að yfirleitt hafi tíminn farið mest í vinnu og að sinna börnunum og aðstoða þau í íþróttastarfi og félagsstarfi. Lítill tími hafi verið fyrir einhver áhugamál þar fyrir utan. „Nema það sem ég hef verið að taka þátt í samfélagsmálum. Ég var í þó nokkuð mörg ár formaður í foreldrafélagi í leik- skóla og svo hef ég verið gjald- keri í björgunarbátasjóðnum í tíu ár eða eitthvað þar um kring. Það má alveg segja að samfé- lagsmál og félagsmál almennt séu helsta áhugasviðið mitt. Reyndar hef ég gaman af spila- mennsku, hafði mjög gaman af því að spila brids, en svo hætti ég að gefa mér tíma í slíkt.“ Sektaður fyrir brot á lyfjalögum Eins og fram kom í fréttum féll skömmu fyrir jólin dómur í Héraðsdómi Vestfjarða, þar sem Jónas var sýknaður af fölsunar- ákæru en dæmdur til greiðslu sektar fyrir brot á lyfjalögum. Var honum gefið að sök að hafa Fólk saman í liði í flestum málum „En ég get ekki sagt að starfið í bæjarstjórn hafi komið mér neitt sérstaklega á óvart, þetta er mjög svipað því sem ég gerði ráð fyrir. Svo sit ég í fræðslunefnd Ísafjarð- arbæjar, það er málaflokkur sem er mér mjög hugleikinn. Ég átti líka um tíma sæti sem aðalmaður í þeirri nefnd fyrir nokkrum árum. Líka var ég á sínum tíma í um- hverfisnefnd. Þarna vinna allir saman sem einn hópur, skiptir engu hvar fólk er í pólitík.“ – Gildir það ekki líka í megin- atriðum um bæjarstjórnina sjálfa? „Það er helst að verið sé að takast á um einhver atriði eða áherslur varðandi fjárhagsáætlun eða slíkt. Í flestum málum held ég að fólk sé nú saman í liði að vinna í sameiningu að hagsmun- um bæjarfélagsins, hvort sem það er í bæjarstjórninni eða í nefnd- um.“ Stundar hvorki hesta- mennsku né fjallgöngur Fyrir tæpum þremur árum var stutt spjall við Jónas Þór í tímariti Lyfju, sem nefnist Lifið heil. Til- efnið var að gerðar höfðu verið miklar breytingar á húsnæði apó- teksins á Ísafirði og vöruúrvalið aukið. Í þessu spjalli segir Jónas m.a. aðspurður um það hvað það sé helst sem heillar við Djúpið: „Það er náttúran og fólkið. Ég kann ákaflega vel að meta þetta persónulega samband sem mynd-

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.