Bæjarins besta - 30.07.2015, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620
Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560
Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is
Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson.
Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is
Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is
Prentvinnsla: Litróf ehf.
Upplag: 2.200 eintök
Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili
á norðanverðum Vestfjörðum
Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis
Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði
ISSN 1670-021X
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum
fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.
Ritstjórnargrein
Tímamót
Spurning vikunnar
Finnst þér umgengni ferðafólks um landið vera ábótavant?
Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur
látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.
Alls svöruðu 330.
Já sögðu 236 eða 72%
Nei sögðu 51 eða 15%
Veit ekki sögðu 43 eða 13%
Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Sama gildir um við-
fangsefni sérhvers einstaklings í gegnum lífshlaupið. Þau verða
til, mörg hver, fyrir tilviljun og líftími þeirrra mörgu háður,
margt ræður för. Framansagt á við um útgáfu Bæjarins besta.
Hver hefði spáð litla fjórblöðungnum, sem leit dagsins ljós 14.
nóvember 1984, þeim vexti og viðgangi, sem raun varð á?
Með þessu tölublaði BB lýkur endanlega aðkomu stofnenda
blaðsins að útgáfu þess. Frá og með næsta blaði hefur nýr eig-
andi tekið við kyndlinum. Þar með lýkur leiðaraskrifum s.h. í
blaðinu; leiðaraskrifum sem í upphafi voru ekki tekin hátíðlegri
en svo að ef þannig ,,stóð á“ féllu þau niður. Frá og með 1992
hafa þau verið fastur liður. Þessi er nr. 1.412.
,,Menn mun ávallt greina á um efnistök blaðsins í einstökum
málum, hjá því verður ekki komist, en ég tel að BB hafi sannað
í gegnum tíðina að hér fer sjálfstætt blað sem tekur hverju sinni
afstöðu eftir málefnum en ekki eftir því hverjir eiga hlut að
máli. Það er mikilsvert fyrir hnignandi byggð á Vestfjörðum
að það skuli takast að halda úti góðum fjölmiðli, sem heldur á
lofti merki byggðarinnar og flytur landsmönnum og heims-
byggðinni allri fréttir héðan að vestan.“ (Ummæli í 20 ára af-
mælisblaði)
Hvernig tekist hefur að feta sig þessa vandförnu línu í leið-
araskrifum blaðsins er hverjum og einum eftir látið um að
dæma. Hvað þetta varðar skal vitnað í leiðara í 20 ára afmælis-
blaðinu, þar sem undirstrikað var að blaðið myndi, hér eftir
sem hingað til, bregðast hart við þegar það teldi vegið að hags-
munum Vestfirðinga. Þessari grundvallar afstöðu hefur blaðið
reynt að vera trútt.
Um leið og ég þakka stofnendum BB fyrir það mikla traust
sem þeir sýndu mér með þessari aðkomu minni að blaðinu, vil
ég tjá þakklæti fyrir tækifærið sem mér gafst með þessu til að
leggja lóð á vogarskálina til endurgjalds fyrir öll mín ógleym-
anlegu Vestfjarðaár.
Þótt náttbólið sé nú í 201 liggur heimleiðin alltaf vestur.
Nýjum eiganda BB árna ég allra heilla.
s.h. (Siggi Hanni) Sigurður Jóhann Jóhannsson.
597 sumarhús á Vestfjörðum
Meirihluti sumarhúsa lands-
manna er á Suðurlandi og eru
þau langflest í Grímsnes- og
Grafningshreppi. Þetta kemur
fram í samantekt á heimasíðu
Samtaka sunnlenskra sveitarfé-
laga. Í árslok 2013 voru skráð
alls 12.574 sumarhús á landinu,
samkvæmt Fasteignamati ríkis-
ins. Af þeim voru 6.446 á Suður-
landi eða 51% allra sumarhúsa.
Á Vesturlandi voru 2.605 sumar-
hús og á höfuðborgarsvæðinu
voru þau 1.123. Á Vestfjörðum
eru samkvæmt úttektinni 597
sumarhús, eða 4,7 prósent af
heildarfjöldanum.
Skráðum sumarhúsum fjölgaði
um 5.057 frá árinu 1997 til árs-
loka 2013 eða um 67%. Sam-
kvæmt línuriti varð mest fjölgun
sumarhúsa árið 2000 þegar þeim
fjölgaði um 6,9% á einu ári. Sum-
arhúsum fjölgaði einnig mikið á
árunum frá 2005 til 2008. Á því
tímabili var fjölgunin stöðugust
á tímabilinu og fjölgaði sumar-
húsum um 411 til 519 á ári, eða
4,1% til 4,8%. Eftir hrunið dró
mjög úr fjölgun sumarhúsa og
bættust fæst við árið 2011 á tíma-
bilinu þegar þeim fjölgaði ekki
nema um 1,2%. Í Grímsnes- og
Grafningshreppi voru skráð
2.642 sumarhús í árslok 2013
eða 21% allra sumarhúsa á land-
inu. Næst flest voru sumarhúsin
í Bláskógabyggð eða 1.881 tals-
ins sem samsvaraði 15% allra
sumarhúsa í landinu. Samtals
voru þessi tvö sveitarfélög með
70% allra sumarhúsa á Suður-
landi og 36% sumarhúsa á lands-
vísu. Í þriðja sæti yfir landið var
Borgarbyggð með 1.303 sumar-
hús (10%). Þar á eftir komu Kjós-
arhreppur, með 544 sumarhús,
og Skorradalshreppur, með 527.
Skipstjórar eru ósáttir við stað-
setningu á sjókvíum í Önundar-
firði og sem eru í innsiglingar-
leiðinni að höfninni á Flateyri.
Rune Andreassen, skipstjóri á
skemmtiferðaskipinu Fram, sendi
bréf til Ísafjarðarhafna þar sem
fram kemur að þegar skipið kom
til Flateyrar í maí, hafi sjókvíar
þrengt verulega að innsigling-
unni. Í bréfinu segir Rune að í
óhagstæðum vindáttum geti
Fram ekki lagst upp að á Flateyri
og hann muni hætta við komur
til Flateyrar við þær aðstæður.
Rune segir einnig að kvíarnar
komi ekki fram á sjókortum og í
fyrra hafi kvíarnar verið fjær inn-
siglingunni en í ár.
Páll Halldórsson, skipstjóri á
Páli Pálssyni ÍS segir staðsetn-
ingu kvíanna algjörlega út úr
korti. „Þetta er stórhættulegt og
mjög ámælisvert. Það er hægt að
komast inn í höfnina í sumarblíðu
en það þarf að gæta ítrustu
varúðar. Það er útilokað að koma
stærri skipum þarna að ef eitthvað
er að veðri og skyggni lítið. Skip
þurfa að geta leitað hafna í öllum
veðrum,“ segir Páll sem þekkir
höfnina á Flateyri vel en hann
var skipstjóri og stýrimaður á
Gylli ÍS um árabil.
„Mér er spurn hverjum datt í
hug að staðsetja þessar kvíar
þarna. Ég átti ekki eitt einasta
orð þegar ég sá þetta.“
– smari@bb.is
Segja staðsetningu kvía
í Önundarfirði hættulega
Ísfell ehf. í Hafnarfirði og Fisk-
eldisþjónustuna ehf. hafa sótt um
lóð fyrir þvotta- og þjónustustöð
fyrir fiskeldispoka á Þingeyri.
Fyrirtækin eru búin að fjárfesta í
þvottavél frá Noregi sem getur
þvegið 160m fiskeldispoka en
það eru stærstu pokarnir sem eru
í notkun hér við landi. Ísfell er
öflugt fyrirtæki á sviði veiðar-
færaþjónustu og sölu á útgerðar-
vörum og með starfstöðvar víða
um land en Fiskeldisþjónustan
er rekin af ísfirska kafaranum
Kjartani Haukssyni.
„Ef leyfismálin ganga hratt og
vel fyrir sig ásamt öðrum undir-
búningi þá er stefnt að því að
hefja starfsemi á Þingeyri í
haust,“ segir Magnús Eyjólfsson,
markaðsstjóri Ísfells. Þingeyri er
valin þar sem þorpið er miðsvæð-
is og hentar til að þjónusta fisk-
eldi á suður- og norðursvæði
Vestfjarða.
Aðspurður hvort að starfsemin
krefjist húsnæðis segir Magnús
svo vera. „Þvottavélin sjálf getur
staðið úti, þetta er í raun risa-
tromla. En annað sem fylgir
þessu, eins og yfirferð og við-
gerðir á möskvum er betra að
gera innivið. Hvað við gerum í
húsnæðismálum á eftir að koma
í ljós.“ Fiskeldisþjónustan hefur
upp á síðkastið þrifið sjókvíar
með búnaði sem þrífur þær án
þess að þurfi að taka þær á land.
Magnús segir að samkvæmt
reglugerð verði að taka alla poka
á land á 18 mánaða fresti til yfir-
ferðar og vottana. – smari@bb.is
Setja á fót nótaþvottastöð
Þingeyri er miðsvæðis og hentar því best fyrir nótaþvottastöð.