Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.07.2015, Side 10

Bæjarins besta - 30.07.2015, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Nýr skipstjóri á skútuna! Eftir ríflega þrjátíu ár við stýrið á Bæjarins besta er komin tími til að söðla um finna sér nýtt að stússast. Sigurjón J. Sigurðsson ritstjóri og annar stofnenda blaðs- ins, hefur nú eftirlátið flateyrsk- um Hvergerðingi það merkilega verkefni að bera Vestfirðingum fréttir af sjálfum sér og öðrum. Nýr ritstjóri og eigandi Bæjarins besta og bb.is er Bryndís Sigurð- ardóttir viðskiptafræðingur, fædd í Ölfusi, uppalin í Hveragerði en búsett á Flateyri frá 2013. Hún tekur við rekstrinum 1. ágúst nk. Ekki er reiknað með miklu fjölmiðlafári kringum stólaskipt- in enda engar stórkarlalegar breytingar fyrirhugaðar, aðeins eðlileg þróun og stefnan verður hér eftir sem hingað til að bera vandaðar fréttir milli manna í fjórðungnum og ekki síður að færa umheiminum fréttir að vest- an. Sigurjón þakkar lesendum BB samfylgdina í þrjá áratugi. Sigurjón býður Bryndísi velkoma til starfa. Símaklefinn í Súðavík hef- ur fengið nýtt hlutverk en Dagbjört Hjaltadóttir, kenn- ari í Súðavíkurskóla, hefur komið upp skiptibókasafni í klefanum. „Þetta er farið að virka strax á öðrum degi. Ég sá að bókum hafði verið býtt- að þannig að þetta er að fæð- ast,“ segir Dagbjört. Skiptibókasafnið virkar á þá leið að fólk getur náð sér í lesningu í símaklefann og skilið eftir lesnar bækur fyrir aðra. „Ég hef gert þetta frá því að ég var ung kona. Þegar ég var í skóla í Skotlandi þá fann ég bók í strætó og í henni var miði sem sagði að það væri velkomið að taka bókina og lesa hana og að lestri loknum ætti ég að koma henni til næsta manns. Síðan hef ég skilið eftir bækur á Hlemmi, í strætóum og víð- ar,“ segir hún. „Við íslendingar erum sí- fellt að kaupa hluti, bækur sem annað, og því ekki að deila með náunganum því sem þú ert búin að nota og bækur á að lesa. Ég er alin upp við mikinn bóklestur og á mínu heimili voru bækur lesnar upp til agna,“ segir Dagbjört. Hún bendir á að bókaskipti sem þessi víkki sjóndeildar- hringinn. „Bókin sem ég tók í strætó í Skotlandi á sínum tíma var science fiction bók eftir Isaac Asimov. Fram að því hafði ég aldrei lesið sci- ence fiction og hefði kannski aldrei gert nema fyrir þetta.“ – smari@bb.is Skiptibóka- safn í símaklefa „Hér er búið að vera fjörugt í sumar,“ segir Stella Guðmunds- dóttir sem á og rekur ferðaþjón- ustuna í Heydal í Mjóafirði í Ísa- fjarðardjúpi ásamt syni sínum Gísla Pálmasyni. Hún segir að þrátt fyrir kuldalegt sumar hafi 20% fleiri ferðamenn lagt leið sína í Heydal í sumar samanborið við síðasta sumar. Ferðaþjónust- an í Heydal er opin allt árið og getur tekið við fimmtíu manna hópum í gistingu. Hún tekur þó fram að þetta séu ferðamenn sem vilji gistingu en ekki tjalda. „Það er meira um það að fólk komi og dvelji í nokkra daga og nýti sér alla afþreyinguna sem hér er í boði svo sem að fara í hestaferðir, gönguferðir, hjólabáta veiði, kajaka og liggja í heitu lauginni.“ Stella Guðmundsdóttir er frek- ar svartsýn á berin í ár. „Sumarið er búið að vera svo kalt að berin er komin mjög stutt á veg. En það er aldrei að vita, núna hefur hlýnað svo mikið að það er engu líkara en að sumarið sé komið“ segir hún og hlær. „Það er farið að örla á því í seinni tíð að fjöl- skyldur komi hingað í þeim til- gangi að tína ber á haustin.“ Fjörugt sumar í Heydal í Mjóafirði Melrakkasetur Íslands í Súða- vík nýtur æ meiri vinsælda meðal ferðamanna. Ríflega tólf þúsund gestir hafa sótt setrið síðan í maí. Melrakkasetrið var stofnað árið 2007 í þeim tilgangi að safna saman á einn stað, allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast mel- rakkanum í nútíð og fortíð. Setrið, sem mun vera eina refasafnið í heiminum, er til húsa í elsta húsi Súðavíkur, Eyrardalsbænum. Að sögn Stephen Midgley, forstöðu- manns safnsins kemur áhugafólk um refi allan ársins hring til Súða- víkur. Síðastliðinn vetur komu nokkrir ferðamenn frá Reykja- vík í þeim tilgangi að kynna sér safnið og rannsóknirnar sem tengjast því. Þegar skemmtiferðaskip koma til Ísafjarðar er það orðinn fastur rúntur að fara og skoða Melrakka- setrið og þá koma allt að þrjár rútur fullar af ferðamönnum á dag. Stephen Midgley segir að sýn- ingarsvæðið hafi tekið nokkrum breytingum, búið sé að stækka svæðið og koma fyrir nýjum sýn- ingarhlutum. Tvær nýjar íslensk- ar heimildarmyndir um refi og refaveiðar eru sýndar daglega. Mikið er lagt upp úr því að segja fólki frá refaveiðahefðinni og hvernig refaveiðar eru nauðsyn- legar samfélaginu. Sýnt er hvern- ig legið er á grenum. Þá getur fólk kynnt sér þær rannsóknir sem eru í tengslum við setrið. Melrakkasetrið í Súðavík nýtur æ meiri vinsælda

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.