Bæjarins besta - 30.07.2015, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 13
haldi af þessari umræðu um feður
hans tvo og afa hans tvo í sömu
ættina.
Treysti sér ekki til
að berjast um konuna
Og aðeins meira varðandi
kirkjubækurnar og það sem þar
stendur ekki.
„Amma mín, móðir Guðmund-
ar Guðna, sem hét Anna, var ekki
skilgetin, heldur dóttir Þórðar
Magnússonar alþingismanns í
Hattardal. „Ég held að hann sé
eini maðurinn á Alþingi Íslend-
inga sem hefur orðið gjaldþrota
meðan hann var þingmaður,“
segir Úlfar og hlær. „Hann fór
síðan til Vesturheims og þar er
nokkuð stór ættbogi frá honum.“
Úlfar er fæddur á Hlíðarenda á
Ísafirði, sem var hús Jóns And-
réssonar, raunverulegs afa hans.
„Þegar mamma var orðin
ófrísk að mér var hún komin til
að vera hjá Ágústi pabba mínum.
Þannig var, að í október 1939
kemur Ágúst Jörundsson frá Ísa-
firði á Strandir og sækir unnustu
sína, móður mína, sem þá var
trúlofuð Guðmundi Guðna á
Drangsnesi. Eftir því sem Guð-
mundur sagði mér, þá var hann
svo mikil gunga að hann treysti
sér ekki til að berjast um konuna
og lét bara undan og Ágúst fór
með hana. Móðir mín tók síðan
þá ákvörðun sjálf að þetta barn
skyldi vera barn Ágústar Jörunds-
sonar og ekkert röfl með það, þó
að hún vissi betur.“
Úlfar Snæfjörð
– Væntanlega vita ekki margir
fyrir hvað essið í nafninu Úlfar
S. Ágústsson stendur. Af hverju
heitirðu Úlfar Snæfjörð?
„Einhvern tímann spurði ég
mömmu um þetta, en hún vildi
ekkert útskýra það fyrir mér. En
eftir að ég vissi um uppruna minn,
þá fannst mér það sniðugt af
henni að gefa mér nafn sem ég
hefði getað notað í staðinn fyrir
föðurnafn. Ef það yrði eitthvert
vesen hvort ég væri Ágústsson
eða Guðmundsson, þá gæti ég
bara verið Úlfar Snæfjörð. Á
þessum tíma þótti fínt að heita
eftir fjörðum eða fjöllum.“
– Hefurðu nokkurn tímann
notað meira en bara essið í nafn-
inu, skrifað þig eða kallað Úlfar
Snæfjörð eða Úlfar Snæfjörð
Ágústsson?
„Nei, ég hef aldrei notað það,
að minnsta kosti ekki síðan ég
varð fullorðinn. Og eins og ég er
nú líkur Guðmundi Guðna, þá er
Ágúst alltaf faðir minn. Það var
hann sem ól mig upp. Guðmund-
ur Guðni vildi hins vegar endilega
að ég skipti um föðurnafn og
leiðrétti kirkjubækurnar.
En ég hef alltaf haft gaman af
því að á meðan ég heiti Úlfar S.
Ágústsson, þá er fangamarkið
mitt USA. Ég er alltaf einum
degi á undan USA. Ég á afmæli
núna í dag, þriðja júlí, en á morg-
un er þjóðhátíðardagur Banda-
ríkjanna.“
Fjölskyldan
Ína eiginkona Úlfars síðustu
55 árin heitir fullu nafni Jósefína
Guðrún Gísladóttir. Þau einuðust
fjóra syni. Þann elsta, sem hét
Gautur Ágúst, misstu þau í bíl-
slysi á Eyrarhlíðinni árið 1978
þegar hann var nýorðinn sautján
ára. Yngri synirnir eru Gísli Elís,
Úlfur Þór og Axel Guðni.
Varðandi tengdadæturnar og
barnabörnin segir Úlfar:
„Gísli og Ingibjörg Sólveig
Guðmundsdóttir kona hans byrj-
uðu á því að eignast tvíbura, dæt-
ur sem heita í höfuðið á ömmum
sínum, Ína Guðrún Gísladóttir
og Jóhanna Ósk Gísladóttir. Síð-
an eignuðust þau strák sem heitir
Gautur og svo stúlku sem heitir
Anna Margrét eftir langömmum
sínum. Úlfur og Anna Sigríður
Ólafsdóttir kona hans [Annska]
eiga tvo stráka, Fróða Örn og
Huga Hrafn. Axel og Thelma
kona hans eiga stelpu sem heitir
Ingibjörg og strák sem heitir