Bæjarins besta - 30.07.2015, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Fjölmiðlun á tímamótum
Stakkur hefur ritað viku-
lega pistla í Bæjarins
besta í mörg ár. Skoð-
anir hans á mönnum
og málefnum hafa oft
verið umdeildar og vak-
ið umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara saman
við skoðanir útgefenda
blaðsins. Þrátt fyrir það
bera ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á skrif-
um Stakks á meðan
hann notar dulnefni sitt.
Stakkur skrifar
Hvað eru fréttir? Einföld spurning sem kallar á flókið svar eða
öllu heldur flókin svör. Fréttir eru fregnir eða frásögn af einhverju
sem hefur gerst, er að gerast eða mun hugsanlega gerast og talið er
skipta máli fyrir almenning og kannski og ekki síður í sum til-
vikum fyrir fjölmiðla og fjölmiðlunga. Fréttamat manna er misjafnt
og einum þykir fréttnæmt það sem öðrum þykir lítils virði og ekki
eyðandi á prentsvertu eða tíma í útvarpi eða sjónvarpi. Hvert sækja
menn, konur eru líka menn jafnt og karlar, fréttir? Hver sér um að
koma þeim á framfæri og er öllum þeim treystandi sem þann starfa
hafa með höndum, sjálfviljugir eða launað starfsfólk annarra og
farandi þá eftir fyrirmælum í þeim mæli sem við hæfi þykir hverju
sinni eða þar að lútandi starfssamningur segir til um. Það er engan
veginn víst að allir sem stunda það að segja fréttir og afla þeirra
hafi sömu sýn á gildi þeirra. Eigendur sumra fjölmiðla falla í þá
gryfju að ganga erinda sinna eða hagsmuna bæði eigin og annarra.
Meðan pólitísku blöðin voru og hétu var oftast einfalt að greina
það sem að baki bjó. Kommúnistar á Íslandi og síðar sósíalistar
áttu Þjóðviljann og hann var hægt að lesa og greina kjarnann frá
hisminu. Tíminn heitinn studdi Framsóknarflokkinn, Alþýðublaðið
sinn flokk og Vísir var mjög tengdur við Sjálfstæðisflokkinn og
Morgunblaðinu var eignaður sá staður einnig.
Nú eru þessi gömlu blöð ýmist gengin inn í eilífð liðinnar blaða-
mennsku að Mogganum einum undnaskildum. DV er til enn þá
sem ,,dagblaðs bastarður“ þar sem það kemur ekki út á hverjum
degi. Það blað segist sjálft öðrum fremur leita sannleikans. Um ár-
angurinn verður ekki dæmt hér. Morgunblaðið er dagblað á göml-
um grunni. Fréttablaðið borgum við öll við búðarkassann því það
er rekið á auglýsingum að sögn. Við ráðum hins vegar hvort við
viljum Moggann eða ekki og borgum ef svo ber undir. Í því blaði
ber einna helst á því að mál séu brotin til mergjar. Sú breyting hef-
ur orðið að vefrit ýmiss konar hafa sprottið upp á Íslandi og of
langt mál er að telja þau. En sennilega er vaxandi kynslóð og sú
næsta vefneytandi fyrst og fremst, leitandi sjálf að því sem henni
er kærast og forvitnilegast.
Útvarp og sjónvarp kunna að tapa fyrir netinu nema að þau snúi
sér að því að vera á netinu. Óskiljanlegt er að ríkið skuli reka út-
varp og sjónvarp og Stöð 2 virðist einkum vera afþreying fremur
að kryfja málin. Allt er að breytast. En hver er þá framtíð héraðs-
blaðs eins og BB? Framtíðin ein sker úr um það, en gott er að hafa
fjölmiðil sem sinnir heimabyggð og því fjölbreytta mannlífi sem
Vestfirðir bjóða og Vestfirðingar lifa. Til þess að slíkur miðill lifi
þarf fólkið að standa með honum og það gerist vonandi um langa hríð.
treystu mér. Ég hafði talað menn
til þess að lána okkur meira og
meira, og ég gat hreinlega ekki
hugsað mér að labba frá þessu og
skella á allt þetta fólk sem hafði
treyst mér. Ég vildi því reyna að
leita samninga við alla lánar-
drottna, ekki nauðasamninga
heldur frjálsra samninga, yfirtaka
fyrirtækið og skuldirnar og breyta
þessu í minn einkarekstur.
En þegar þetta hafði verið rætt
og var að smella saman, þá ákvað
Heiðar að vera með mér í þessu.
Við Heiðar tókum því á okkur
persónulega allar skuldir fyrir-
tækisins og síðan skiptum við
því á milli okkar, að vísu ekki
jafnt, því að ég tók 75% af súp-
unni og hann 25%. Við skiptum
í samræmi við þá veltu sem var í
þeim rekstri sem hvor fékk í sinn
hlut.“
Á myndum frá þessum árum
er Úlfar Ágústsson sérlega hár-
prúður. Hann hafði svipaðan hátt
á og Haraldur hárfagri forðum:
Hét því að láta ekki skerða hár
sitt fyrr en hann væri búinn að
borga allar síðar skuldir.
Um tíma rak Úlfar Hótel
Hamrabæ á Ísafirði. „Það var að
mörgu leyti mjög skemmtilegur
tími en feikilega erfiður. Þar tókst
mér í annað sinn að eyða aleig-
unni. Þegar því ævintýri lauk árið
1985 var ég orðinn ámóta skuld-
settur og snauður og þegar ég tók
Hamraborg upp á mína arma árið
1971. Ég var í allmörg ár að
vinna mig út úr því.“
Og til að gera langa sögu stutta,
þeir Úlfar S. Ágústsson og Heiðar
Sigurðsson héldu báðir verslun-
arrekstri áfram, borguðu allar sín-
ar skuldir og urðu smátt og smátt
prýðilega bjargálna á ný, og Úlfar
tvisvar. Og þess má geta, að núna
í haust verða 48 ár liðin frá stofn-
un verslunarinnar Hamraborgar
á Ísafirði.
Baráttan við þunglyndið
Mjög snemma í þessu viðtali
sagðist Úlfar vera að eðlisfari
mjög glaðsinna og hamingjusam-
ur maður. Fólk sem kynntist hon-
um náið sem verslunarmanni og
í margvíslegu félagsstarfi þekkti
ekki annað. Vissi ekki um það
sem hann átti við að stríða en bar
ekki utan á sér. Alltaf var Úlfar
brosandi og bráðhress og gaman-
samur. Þess vegna mun það hafa
komið flestum á óvart þegar hann
greindi fyrst opinberlega frá bar-
áttunni við veikindi sín í viðtali
sem undirritaður átti við hann á
sínum tíma.
Það sem þarna er um að ræða
er alvarlegt skammdegisþung-
lyndi, sem hefur fylgt honum
mjög lengi. Það er helsta ástæða
þess, að á síðari árum hefur Úlfar
dvalist mikið í suðrænni löndum
yfir vetrartímann.
Einn af þessum félags-
lega vitfirrtu mönnum
– Þú hefur alltaf verið félags-
málatröll, eins og það er kallað.
„Ég er áreiðanlega einn af
þessum félagslega vitfirrtu mönn-
um. Líklega er ég að því leyti
ekkert ólíkur einum ágætismanni
sem hér var búsettur mestallt sitt
líf, honum Ella á Bjargi. Um
hann var sagt, að hann væri í
öllum félögum á Ísafirði nema
kvenfélögunum og formaður í
helmingnum.
Það er kannski ekkert langt frá
því að ég hafi náð þessu, því að
ég hef verið í fjöldamörgum
félagasamtökum og haft gaman
af. Nema í kvenfélögunum.“
– Ína þín hefur séð um það ...
„Jújú, og hefur bara gert það
nokkuð vel. Hún hefur starfað í
Kvenfélaginu Hlíf og Sjálfstæð-
iskvennafélaginu og fleiri kvenna-
samtökum. Hún stofnaði ásamt
öðrum konum Zontaklúbb Ísa-
fjarðar og gegndi þar flestum
trúnaðarstörfum.
Það fyrsta sem ég man eftir
félagsstarfi hér var þegar ég gekk
í barnadeild Slysavarnafélagsins,
sem hét að mig minnir Norðurljós
og var stjórnað af Kristjáni Krist-
jánssyni hafnsögumanni, miklum
ágætismanni.
Mér er minnisstætt frá veru
minni í barnadeildinni, að þar
voru haldin skemmtikvöld fyrir
krakkana. Einu sinni lék Gvendur
golli dverg, sat uppi á borði og
sagði okkur sögu, og ég var lengi
að brjóta heilann um það hvernig
hægt væri að breyta Gvendi golla
í dverg.
Svona hef ég alltaf verið mikið
barn í mér,“ segir Úlfar Snæfjörð
Ágústsson.
– Hlynur Þór Magnússon.