Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.07.2015, Síða 20

Bæjarins besta - 30.07.2015, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Laust starf Orkubú Vestfjarða óskar eftir að ráða í starf á veitusviði. Leitað er að laghentum einstakl- ingi í vinnuflokk sem er með starfsstöð á Ísa- firði. Starfssvið: · Daglegur rekstur dreifikerfis hitaveitu og kyndistöðvar. · Viðhald og nýframkvæmdir í veitukerfi. · Rekstur og viðhald díselvéla. · Bakvaktir. · Önnur tilfallandi verkefni á veitusviði. Hæfniskröfur: · Vélstjórnarmenntun mikill kostur. · Sjálfstæði í vinnubrögðum. · Reynsla af sambærilegu starfi kostur. · Almenn tölvufærni. Nánari upplýsingar um starfið veitir svæðis- stjóri á Ísafirði, hb@ov.is. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst og skal skila umsóknum til fram- kvæmdastjóra veitusviðs, hm@ov.is. Atvinna Fiskeldisþjónustan ehf. óskar eftir að ráða í starf sem meðal annars felur í sér atvinnuköfun, sjómennsku og ýmis störf í landi. Gerum kröfu um áreiðanleika, stundvísi og snyrtimennsku. Um framtíðarstarf er að ræða. Viðkomandi verður sendur í köfunarnámskeið erlendis í upphafi starfs og þarf því að vera með gott þrek og heilsu. Búseta í Ísafjarðar- bæ, Bolungarvík eða Súðavík er skilyrði. Fiskeldisþjónustan ehf. – sími 893 0583 Tólf mánaða skilorð fyrir að kveikja í húsi Karlmaður hefur verið dæmd- ur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í júlí 2011 kveikt í húsi með það að markmiði að svíkja út trygging- arbætur. Annar karlmaður var einnig ákærður í málinu en hann var sýknaður. Aðfaranótt mánu- dagsins 25. júlí 2011 barst lög- reglu tilkynning um eld í mann- lausu íbúðarhúsi. Fram kom að húsið væri alelda og nærliggjandi hús í hættu. Samkvæmt upplýs- ingum frá Orkubúi Vestfjarða var lokað fyrir rafmagn í húsinu og hafði húsið verið rafmagnslaust síðan 21. janúar 2002. Fljótlega vaknaði grunur um að kviknað hefði í húsinu af mannavöldum og beindist grunur að ákærðu. Húsið hafði verið mannlaust og ókynt í 10 ár og höfðu ákærðu ætlað að gera það upp. Eldurinn kviknaði út frá hitablásara auk þess sem bensíni hafði verið dreift í kringum hann. Rafmagn í hitablásarann hafði verið leitt frá nærliggjandi húsi. Fyrir dómnum lá fyrir hand- skrifað skjal þar sem því er lýst að kveikt skuli í húsinu og skuldir greiddar. „Við tökum 7 millz í lán. Við fáum 3 millz í styrk. Þessar 3 millz fara í að borga uppi þessar 7 millz þannig þá skuldum við 4 millz. Svo kviknar í húsinu og þá borgum við tessar 4 sem eru eftir og þá eigum við húsið skuldlaust og 4 millz auka“, stendur í skjalinu. – smari@bb.is 9.600 manns komu hingað til lands með skemmtiferðaskipum 30. júní. Á þeim degi má gera ráð fyrir að fyrirtæki í ferðaþjón- ustu hafi samanlagt þurft 130- 140 rútur ef miðað er við að um 60-70% farþega nýti sér hópferð- ir á ferðamannastaði. Kristín Sif Sigurðardóttir, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Atlan- tik, segir í samtali við Morgun- blaðið, að hlutfall farþega sem nýtir slíkar ferðir á því bili. Á þessum tiltekna degi komu 5.100 manns til Reykjavíkur, 1.800 manns til Ísafjarðar og 2.700 manns til Seyðisfjarðar. „Á stærstu dögum sumarsins koma fleiri þúsund manns. Það eru allt að 80 farartæki sem þurfa að vera tiltæk, eingöngu í Reykjavík,“ segir Kristín Sif. Um 2.400 manns komu til Ísa- fjarðar á mánudag í síðustu viku með AIDA Luna og Ocean Dia- mond. Búið var að gera ráð fyrir komu Queen Elizabeth með 2.500 farþega en skipið sneri frá þar sem óhagstæð skilyrði voru til að ferja farþega í land frá akk- erislæginu. Engu að síður var búið að panta rútur þangað til að ferja um 4.700 manns. „Innviðir eiga til að bresta þegar svo margir koma í einu. Erfitt er til að mynda að koma fólki á veitingastaði. Rútur eru keyrðar þangað frá Reykjavík og Akureyri og kostn- aður er gífurlegur við það að keyra tóma leggi aðra leið. Svo var ekkert skip á Ísafirði á þriðju- daginn en á miðvikudag komu 4.300 farþegar. Á milli þessara daga voru mjög margir í Reykja- vík eða 5.500 og 5.000 á Akureyri og það hefur ábyggilega verið skortur á rútum einhvers staðar,“ segir Kristín Sif. Hún segir það gerast að farþegar komist ekki í ferðir sökum þess að ekki er nægt framboð af rútum. Á annað hundrað rútur á álagsdögum Eignarhaldsfélagið Fiskihóll ehf. sem gerir út bátinn Hrólf Einarsson ÍS hefur verið selt. Í blaðinu Vestfirðir er greint frá að kvóti útgerðarinnar sé liðlega 100 tonn og verður hann flutt- ur á bát á Hornafirði en Hrólfur verður seldur til Noregs. Gunn- ar Torfason, annar af eigendum Fiskihóls, segir í samtali við blaðið að málalyktir hafi valdið vonbrigðum en fyrirtækið sóttist eftir Byggðastofnunarkvóta á Flateyri, þaðan sem Hrólfur hefur verið gerður út. Hann segist hafa mætt velvilja hjá heima- mönnum og sérstaklega hjá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar en Byggðastofnun hefði haft aðrar hugmyndir. Gunnar er ekki hættur afskiptum af útgerð á Vestfjörðum og gerir enn út rækjubátinn Halldór Sigurðsson ÍS. – smari@bb.is Hrólfur Einars- son ÍS seldur Hrólfur Einarsson ÍS.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.