Bæjarins besta - 28.04.2004, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 200410
Krabbameinsfélagið Sigurvon fær milljón króna styrk frá Bónus
Hrærður yfir höfðinglegum styrk
Sigurður Ólafsson, formað-
ur Krabbameinsfélagsins Sig-
urvonar, veitti í síðustu
viku viðtöku einnar milljón
króna styrk frá versluninni
Bónus. Hann sagðist í samtali
við blaðið vera mjög þakklátur
og hrærður vegna þessa höfð-
inglega styrks. „Það er mjög
gleðilegt að hafa verið í þess-
um hópi sem hlaut styrk frá
Bónus. Allt eru þetta aðilar
sem eru að vinna að mikil-
vægum verkefnum hver á sínu
sviði og allir vel að styrkjunum
komnir. Að starf okkar skyldi
vekja áhuga forráðamanna
Bónuss er mjög ánægjulegt og
þessi mikli styrkur verður seint
fullþakkaður“, sagði Sigurður.
Jóhannes Jónsson, kaup-
maður í Bónus, afhendi nokkr-
um félögum styrki, samtals að
fjárhæð 15 milljóna króna, við
hátíðlega athöfn á Nordica hó-
tel í Reykjavík. Styrkirnir eru
veittir í tilefni af 15 ára afmæli
Bónuss.
„Sigurvon er gott nafn á fé-
lagi sem stofnað var fyrir rúm-
um tveimur árum á Ísafirði til
að styðja krabbameinssjúka á
norðanverðum Vestfjörðum.
Vonin um sigur þarf alltaf að
vera til staðar þegar barist er
við erfiðan sjúkdóm eins og
krabbameinið er. Varla er til
sú fjölskylda á Íslandi í dag
sem ekki þekkir með einhverj-
um hætti þennan vágest. Til-
gangur Sigurvonar er einfald-
ur, styðja í hvívetna baráttuna
gegn krabbameini og vill Bón-
us með einnar milljón króna
framlagi til félagsins styðja þá
baráttu“, sagði Jóhannes í
ræðu sem hann hélt við það
tækifæri.
Stjórn Sigurvonar hefur
ákveðið að styrkurinn verði
nýttur sem stofnframlag að
styrktarsjóði fyrir krabba-
meinssjúka á starfssvæði fé-
lagsins á norðanverðum Vest-
fjörðum. Sjóðurinn er í mótun
þessa dagana og verður til-
kynnt síðar um stofnun hans.
– hj@bb.is
Sigurður Ólafsson formaður Sigurvonar tekur við styrknum úr hendi Jóhannesar Jónssonar kaupmanns í Bónus.
Gagnrýna rík-
isstjórnina
Störf við launaútreikna hjá
Fjórðungssjúkrahúsinu á
Ísafirði verða ekki flutt
suður eins og til stóð. Þetta
kom fram hjá Guðna Geir
Jóhannessyni formanni
bæjarráðs Ísafjarðarbæj-
ar. Hann hefur þung orð
um núverandi ríkisstjórn
og finnst hún hvorki hlusta
á eða vinna fyrir Vestfirð-
inga. Framsóknarmenn á
norðanverðum Vestfjörð-
um kvöddu ráðherra og
framsóknarþingmenn
Norðvesturkjördæmiskjör-
dæmis vestur á dögunum,
þar sem þeir sögðu hug
sinn um lítinn gang mála,
sem varða byggðaaðgerðir
gagnvart svæðinu.
Öllum boðið á
ball í Víkinni
Heilsubærinn Bolungarvík,
íþróttamiðstöðin Árbær og
UMFB ætla að halda fjöl-
skyldudansleik í Bolungar-
vík sunnudaginn 2. maí og
bjóða öllum Vestfirðingum
frítt á ball. Benedikt Sig-
urðsson, einn af skipu-
leggjendum dansleiksins,
segir markið sett hátt og
vonir manna standi til þess
að slá nýlegt met Geir-
mundar Valtýssonar þegar
hann fékk 1.500 manns á
ball. Ætlunin er að dansa í
íþróttahúsinu kl. 15 -18 og
verður Jónsi Evróvísjón-
fari aðalnúmerið.