Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 28.04.2004, Qupperneq 12

Bæjarins besta - 28.04.2004, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 200412 STAKKUR SKRIFAR „Björn síns tíma“ Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Smáauglýsingar Óska eftir að kaupa Trip Trap stól. Uppl. í síma 456 4494. Óska eftir pústgrein á Buhk báta- vél. Einnig óskast sleði undir Dancall farsíma. Upplýsingar í síma 894 1829. Til sölu eru dekk og álfelgur af Toyota Landcruiser árg. 1998. Uppl. í síma 695 8171. Ósóttir vinningar í páskaeggja- happdrætti Vestra óskast sóttir sem fyrst. Ósótt vinningsnúmer eru: 66,70,306,375 og 476. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 456 3547 og 862 6088. Til sölu er Dísargufl og búr fyrir kr. 10 þús. Upplýsingar í síma 456 4645. Spilavist er í Guðmundarbúð á föstudagskvöld kl. 20. Til sölu er MMC Lancer árg. 94, ekinn 128 þús. km. Upplýsingar í síma 861 8980. Lumar þú á hamar og sög sem þú notar ekki lengur? Sé svo hefur Holt friðarsetur not fyrir slíkt í skógrækt og smíðavöll á sumar- námskeiðum. Upplýsingar gefnar í síma 868 3636. Ungan mann bráðvantar ísskáp. Uppl. í síma 845 2685. „Sólin sendir yl“ verður lag Sæluhelgarinnar 2004 Lag Sæluhelgarinnar árið 2004 var valið við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu á Suð- ureyri á sumardaginn fyrsta. Sex lög kepptu um útnefning- una og varð lagið „Sólin sendir yl“ eftir Súgfirðingana Siggeir Siggeirsson í Reykjavík og Steinunni Þórhallsdóttur í Kópavogi, fyrir valinu. Tæp- lega 100 manns fylgdist með flutningi laganna og giltu at- kvæði úr sal 40% en mat dóm- nefndar 60%. Félagskapurinn Mansavinir stendur að Sæluhelginni sem er árviss viðburður í Súganda- firði í júlí. Ævar Einarsson, einn af forsprökkum félagsins, segir áhorfendur og dómnefnd hafa verið samdóma um val lagsins. Lögin höfðu verið hljóðrituð á geisladiska og voru flutt í hljóðkerfi. Ævar segir keppnina smám saman hafa verið opnast, framan hafi forvígismenn Sæluhelgarinnar ráðið höfunda til verksins en í fyrra hafi í fyrsta skiptið verið efnt til samkeppni þar sem al- menningi gafst kostur á að senda inn lög. „Við höfum smám saman verið að opna þetta og nú tók- um við skrefið að leyfa fólkinu að hlusta á og kjósa. E.t.v. verða lögin flutt lifandi næst – við tökum eitt skref í einu. Hver veit nema síðan verði gefinn út diskur með Sælu- helgarlögum síðustu ára.“ Sig- geir sér sjálfur um flutning sigurlagsins, sem verður hljóð- ritað við fullkomnar aðstæður í stúdíói, og segir Ævar stefnt á að það komist í spilum sem fyrst. Sigurvegurunum er að Súgfirðingarnir Steinunn og Siggeir áttu sigurlagið sjálfsögðu boðið á Sæluhelgi og fengu að launum flugfar sem Fiskvinnslan-Íslandssaga gefur. Sjö manna dómnefnd var skipuð fulltrúum nágranna- byggðarlaga Suðureyrar og sigurvegurum keppninnar frá því í fyrra þeim Snorra Sturlu- syni og Einar Erni Konráðs- syni. Ævar segir fyrirkomu- laginu ætlað að efla tengslin við nágrannabyggðalögin. Formaður dómnefndar var Hulda Bragadóttir frá Ísafirði og með henni störfuðu þau Lena Sigurðardóttir, Suður- eyri, Erna Thorlacius Önund- arfirði, Pálína Vagnsdóttir, Bolungarvík, og Sigmundur Þórðarson, frá Þingeyri. Ævar segir Mansavini vilja þakka fyrir góðar móttökur, góð lög og góða mætingu á fyrstu opnu keppnina um Sæluhelgarlagið sem hann vonar að verði árviss viðburð- ur á sumardaginn fyrsta. Hulda Bjarnadóttir, fulltrúi sigurvegaranna, tekur við viðurkenningu frá Ævari Einarssyni. Á milli þeirra sést Magnús Há- varðarson sem átti lag í keppninni. Mynd: Páll Önundarson. Ásgeir Ásgeirsson, verk- fræðingur, hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Póls hf. af Halldóri Hall- dórssyni, viðskiptafræð- ingi, sem hefur gegnt starf- inu síðastliðið ár. Marel hf. tók formlega við rekstri Póls hf. þann 1. apríl síð- astliðinn í kjölfar áreiðan- leikakönnunar um kaup félagsins á Póls hf. Ásgeir mun áfram gegna starfi sínu sem framkvæmda- stjóri vöruþróunar hjá Marel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Póls hf. Nýr stjóri hjá Póls á Ísafirði Vart verður dregið í efa að Björn Bjarnason ráðherra dóms- og kirkjumála sé nú einn umdeildasti stjórnmálamaður á Íslandi. Svo langt hefur gengið að pólitískir andstæðingar Björns hafa tekið að hrósa honum fyrir störf hans fyrrum í ráðuneyti mennta og menningar. Slíkt hrós heyrðist ekki áður, en nú liggur mikið við. Hæst hefur látið nú nýverið vegna ummæla ráðherrans í tengslum við umdeilda skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í dómarasæti Hæstaréttar. Stjórnmálamenn eru misjafnir og það eru lögfræðingar einnig. Björn er lögfræðingur og það eru þeir félagar Ólaf- ur Börkur og Jónas Jóhannsson héraðsdómari í Hafnarfirði, áður á Ísafirði, einnig. Hann ritaði um síðustu helgi langa grein í Fréttablaðið og gagnrýndi skipun skólafé- laga síns Ólafs Barkar í Hæstarétt, en taldi hann þó hinn vænsta dreng. Allir telja sig nú eiga veiðirétt á Björn, en er það sanngjarnt og réttmætt? Og í framhaldinu mætti spyrja, hvað er jafnrétti kynjanna? Af umfjöllun blaða, útvarps og sjónvarps að dæma hefur hver og einn sína skoðun á því. Mönnum er hugsanlega brugðið við það að dómsmálaráðherra lætur ekki deigan síga í þessu máli, en nú koma einnig menn fram á völl fjölmiðlanna og lýsa Ólafi Berki sem vænsta manni. Hann virðist hafa unnið sér það til sakar að vera ungur og efnilegur og að auki karl- kyns. Verst er þó af öllu vondu að hann skuli vera frændi Davíðs Oddssonar, sem verið hefur forsætisráðherra um langt skeið. Björn hefur réttilega bent á ýmislegt máli sínu til stuðnings, eins og það að hann fari með skipunarvaldið og einnig að Hæstiréttur hafi talið Ólaf Börk hæfan til dómarastarfa. Hæfasta taldi þó rétturinn tvo karla, sem ekki voru skipaðir, en Hjördís Hákonardóttir, sem nú leitar réttar síns á grundvelli laga um jafnrétti kynjanna, kom þar að baki. Vissulega er rétt að hún er hæf og mæt kona og að sjálfsögðu lögfræðingur. Björn Bjarnason hefur lýst skoðun sinni á hreinskilinn og beinan hátt og það virðist koma andstæðingum hans í stjórnmálum mjög á óvart, því jafnréttismál hafa ekki þolað mikla pólitíska gagnrýni og verið rædd í snyrtilega afmörkuðum bás síðustu árin. Þar með er því ekki haldið fram að jafnrétti eigi ekki rétt á sér. Það á svo mikinn rétt á sér að ekki ætti að þurfa að setja um það sérstök lög. Nægir að nefna hörmungarnar sem á dundu í framhaldi ráðningar leikhússtjóra á Akureyri og leiddu til þess að forstöðumaður jafnréttismála íslenska ríkisins hvarf frá störf- um. Hver dæmdi í því máli annar en Hæstiréttur? Þjóðin og stjórnmálamenn höfðu kveðið upp sína dóma, en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að karlmaðurinn sem ráðinn var leikhússtjóri væri til þess hæfur. Björn Bjarnason er vissulega umdeildur og kannski eins gott því hann tekur ákvarðanir og stendur við þær. Hann er reiðubúinn að taka niðurstöðu þar til bærra dómstóla um verk sín, og reyndar er ekki víst að þeir dæmi með sama hætti og þjóðin, fjölmiðlafólk og alþingismenn, sem eins og venjulega reyna að koma höggi á pólitíska andstæðinga. En Björn er hins vegar barn síns tíma, okkar tíma, og óhræddur við tjáningarfrelsið og að koma skoðunum sínum í verk. Það mættu fleiri, bæði kollegar hans í stjórnmálum og aðrir taka sér til fyrirmyndar. Þjóðinni er þörf lifandi umræðu og nú er komið að því að skilgreina hvort jákvæð mismun- un sé rétta leiðin.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.