Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.04.2004, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 28.04.2004, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 15 > Stöð 2: 1. maí kl. 21:30 Madonna leikur aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Swept away, sem segir frá Amber Leighton sem er fertug frekjudós. Hún er vön að fá öllu sínu fram og í skemmtisiglingu á Miðjarðarhafi fær áhöfn skipsins það óþvegið. En þá skellur stormur á og atvikin haga því þannig að Amber og einn úr áhöfninni lenda á eyðieyju... Frekjudósin Madonna Sælkeri vikunnar er Hulda Guðmundsdóttir á Ísafirði Fiskur í karrýsósu og kókos- pilaf Sportið í beinni Sýn: Miðvikudagur 28. apríl: Kl. 16:45 – Landsleikur. Lettland – Ísland. Kl. 20:00 – Meistaradeildin: Deportivo – AC Milan Laugardagur 1. maí: Kl. 11:20 – Enski boltinn: Arsenal – Birmingham. Kl. 19:50 – Spænski boltinn: Deportivo – Real Madrid Sunnudagur 2. maí: Kl. 12:50 – Enski boltinn: Bolton – Leeds Kl. 14:55 – Enski boltinn: Liverpool – Middlesbrough Þriðjudagur 4. maí: Kl. 18:30 – Meistaradeildin: Deportivo – Porto Stöð 2: Laugardagur 1. maí.: Kl. 14:00 – Enski boltinn: Chelsea – Southampton Canal+ Nordic: Laugardagur 1. maí: Kl. 14:00 – Enski boltinn: Chelsea – Southampton Sunnudagur 2. maí: Kl. 13:00 – Enski boltinn: Bolton – Leeds United Kl. 15:00 – Enski boltinn: Liverpool – Middlesbrough Canal+ sport: Laugardagur 1. maí: Kl. 11:30 – Enski boltinn: Arsenal – Birmingham. Kl. 14:00 – Enski boltinn: Blackburn – Man. Utd. Sunnudagur 2. maí: Kl. 13:00 – Enski boltinn: Bolton – Leeds United TV2 Danmark: Miðvikudagur 28. apríl: Kl. 18:00 – Landsleikur: Danmörk – Skotland Kanal 5 Svíþjóð: Miðvikudagur 28. apríl: Kl. 19:15 – Landsleikur: Portúgal – Svíþjóð. Laugardagur 1. maí: Kl. 13:30 – Þýski boltinn: W. Bremen – Hamburg TV4+ Svíþjóð: Laugardagur 1. maí: Kl. 20:00 – Spænski boltinn: Deportivo – Real Madrid Sunnudagur 2. maí: Kl. 13:00 – Ítalski boltinn: AC Milan – Roma Kl. 15:30 – Spænski boltinn: Valencia – Real Betis Kl. 19:30 – Spænski boltinn: Barcelona – Espanyol skrifa.com Upplýsingavefur gervihnattafólksins Afruglarar · kort · brennarar og allt annað til að fullnýta búnaðinn. Símar 893 5804 og 482 3929 alla virka daga frá kl. 13-23 Bifhjólakennsla Bifhjólakennsla verður á Ísafirði í byrjun maí. Fræðilegt námskeið verður helgina 8.- 9. maí og verklega kennsla helgina á eftir. Upplýsingar gefa Arnór í síma 848 6933 eða Eggert í síma 893 4744. Hringið ódýrt til útlanda 1cellnet býður ódýr símtöl með nýrri TLC tækni. Hringið út um allan heim með heima- síma, GSM eða tölvu fyrir $ 0.10 á mínútu (ca. 7,35 kr.). Áttu ættingja eða vini erlendis? Ertu í viðskiptum? Lækkaðu símareikninginn. Skoðið nánar á slóðinni: http://1cellnet.com/dane. Allar upplýsingar og aðstoð. Hafið sam- band. Daníel Engilbertsson, Sími 847 3422 Netfang: dane@strik.is Smíðavinna! Get bætt við mig verkefnum. Gluggar og fög, útihurðir, innréttingar, sólpallar og parket eða hvað annað sem þörf er á. Halldór Antonsson, Aðalstræti 16, símar: 456 3041 og 690 2202. Það er alltaf til ýsa í fryst- inum og stundum hefur mér fundist skorta uppskriftir sem gera hana spennandi. Í upp- skriftabók með réttum úr Kara- bíska hafinu, rakst ég hins veg- ar á uppskrift sem ég hef heim- fært upp á ýsuna, en að sjálf- sögðu geta aðrar fisktegundir, eins og t.d þorskur eða stein- bítur, komið í hennar stað. Þessi uppskrift á það sameigin- legt með seinni uppskriftinni að kókosmjólkin kemur við sögu, en kryddnotkunin er einfaldari. Ég kasta henni hér fram eftir minni. 2-3 ýsuflök, roðlaus limesafi 50 g smjör 1 laukur, sneiddur 1 msk karrý 1 msk hveiti 3 tsk kóríander (má sleppa) 400 ml kókósmjólk 1 grænn chili salt og svartur pipar úr kvörn kóríanderlauf eftir smekk Laukurinn er mýktur í smjörinu. Eftir 2-3 mínútur er karrý og hveiti bætt út á pönn- una og hrært duglega í. Einnig er gott að krydda með kóríand- er. Kókosmjólkinni er hellt út á og hrært vel í. Söxuðu chili er bætt út í, með eða án fræja, og piprað og saltað að smekk. Sósan er látin malla í nokkrar mínútur. Á meðan er fiskurinn settur í mót, gott er að skera hvert flak í 3 bita, og limesafa dreypt yfir. Þegar fiskurinn hefur hvít- nað aðeins er sósunni hellt út á og álpappír settur yfir mótið. Rétturinn er bakaður í ofni í u.þ.b. 12 mínútur og ferskt kóríander rifið yfir. Þar sem ferskt kóríander er dýrt og alls ekki alltaf til er hægt að sleppa því eða láta steinselju koma í þess stað. Með þessu er gott að bera fram hrísgrjón, snittubrauð og mango-chutney, eða það sem magi og hugur girnist. Kókos-pilaf með kjúklingi Þegar kemur að góðum ind- verskum hversdags/spariréttum er af nógu að taka. Best er að rétturinn uppfylli bæði skilyrðin og sé jafnboðlegur í matarboð- inu og hvunndags. Það gildir um uppskriftina sem hér kemur á eftir. grænmetisolía til steikingar 1 úrbeinuð, skinnlaus kjúkl- ingabringa (að sársaukalausu má nota meira af kjúklingi eða afganga af t.d. lamba- kjöti) 2 laukar, sneiddir 1 tsk cuminfræ (broddkúmen) 1 kanilstöng fræ úr 4 grænum kardi- mommubelgjum 3 negulnaglar 1 tsk túrmerik 200 g basmati hrísgrjón 400 ml dós af kókosmjólk ½ bolli vatn ½ bolli pistasíuhnetur, rist- aðar og saxaðar ¼ bolli af rúsínum salt og svartur pipar úr kvörn. Skerið kjúklingabringurnar í bita, steikið, saltið og piprið. Haldið heitu. Laukurinn er mýktur í olíunni við miðlungshita í u.þ.b. 4 mínútur Kryddinu bætt út í og hrært saman við í 2 mín- útur. Hrísgrjónin eru þessu næst sett út í og áfram hrært í mínútu til. Kókósmjólkinni og vatninu er hellt út í og suðan látin koma upp. Mér hefur fundist ágætt að setja ekki allan vökvann út í í einu og bæta frekar við á eldunartímanum. Eins get- ur verið ágætt að nota meira vatn, á kostnað kókosmjólk- urinnar, en það er smekks- atriði. Látið malla undir loki í u.þ.b. 20 mín, eða þar til vökvinn hefur gufað upp og hrísgrjónin eru orðin mjúk. Saltið og piprið eftir smekk. Bætið kjúklingnum við hrísgrjónin síðustu 5 mínút- urnar og hrærið hnetunum og rúsínunum saman við rétt áður en maturinn er borinn fram. Með þessum rétti er gott að búa til/hita Naan-brauð. Annað meðlæti er óþarft. Uppskriftirnar hafa tekið smávægilegum breytingum í mínum meðförum, enda nauðsynlegt að smakka sig til og gera uppskriftirnar að sínum. Njótið vel. Það tilheyrir þeim heiðri að vera matgæðingur í BB að fá að kasta boltanum áfram. Mér dettur í hug að Inga Bára Þórðardóttir, fyrrum samstarfskona mín á Skólaskrifstofu Vestfjarða heitinni, geti boðið upp á einhverjar spennandi upp- skriftir. Halldór Karl hlutskarpastur í Norð- urlandakeppni matreiðslunema Bolvíkingurinn Halldór Karl Valsson, matreið- slunemi á Hótel Sögu, varð hlutskarpastur ásamt félaga sínum Sigurði Daða Friðrikssyni, matreiðslunema á Tveimur fiskum, í Norður- landakeppni framreiðslu- og matreiðslunema sem lauk á mánudag í Gautaborg í Svíþjóð. Danir urðu í öðru sæti og Finnar í því þriðja en Svíar og Norðmenn deildu fjórða sætinu. Ís- lensku framreiðslunemarnir höfnuðu í þriðja sæti. Íslensku keppendurnir voru þeir sem stóðu sig best í keppninni um besta framreiðslu- og matreiðslunema ársins 2003 á Íslandi, sem hald- in var á Akureyri fyrir ári. Keppendurnir hafa síðan varið miklum tíma til æfinga. Halldór Karl Valsson fyrir miðju ásamt félögum sínum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.