Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 03.11.2004, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 03.11.2004, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 20042 Bæjarskiltin á Óshlíðinni Bæjarskilti á Óshlíðinni sem bera nöfn Ísafjarðar og Bolungarvíkur urðu nýlega fyrir árekstri og grjótskriðu. Í síðustu viku var keyrt á Bolungarvíkur- skiltið sem skemmdist og verður því að fá nýtt skilti. Grjótskriða féll á Ísa- fjarðarskiltið sem er þó óskemmt en skipta þarf um undirstöður á því. „Búið er að moka hluta af skriðunni burt en skiltið verður ekki sett upp aftur fyrr en því er lokið. Hins vegar þarf að sérpanta nýtt Bolungarvíkurskilti og gæti tekið nokkrar vikur að framleiða það“, segir Geir Sigurðsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði. thelma@bb.is Kempurnar og Fúsíjama sigruðu Kempurnar (KFÍ-b) sigruðu Bolvíkinga í UMFB 94-52 á föstudag í íþróttahúsinu á Torfnesi. Sex leikmenn hjá Kempun- um skoruðu 10 stig eða meira og var Magnús Þór Heimisson stigahæstur með 18 stig. Ingólfur Hall- grímsson og Bjarni Jóns- son voru stigahæstir hjá UMFB með 14 stig hvor. Þá mættust UMFB og Fúsíjama í Bolungarvík á sunnudag og sigruðu Hnífsdælingar 61-84. Þórarinn Ólafsson var stigahæstur Fúsijama- manna með 21 stig en hjá UMFB var Sigurvin Guð- mundsson hæstur með 17 stig. Staðan í Vestfjarðariðl- inum er nú sú að Kemp- urnar og Fúsíjama eru efstir með 4 stig hvor. Næst á eftir kemur Hörður með 2 stig en Fúsijama-b og UMFB eru í 4-5 sæti með ekkert stig. – thelma@bb.is Ungur Bolvíkingur, Stefán Örn Finnbjörnsson, var í sigurliði í betadeild í for- ritunarkeppni framhalds- skólanna sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík á laugardag. Stefán Örn keppti fyrir hönd Iðnskól- ans í Reykjavík og er þetta annað árið í röð sem hann er í sigurliði í keppninni. Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir keppninni og var dómnefnd skipuð kennurum við tölvunar- fræðideild skólans. Þrír framhaldsskólanemendur eru í hverju liði og lið Stefáns Arnar bar nafnið X-Paradox. – thelma@bb.is Bolvíkingur í sigurliði í for- ritunarkeppni Skeljungur og Olís skiptu með sér viðskiptum á Ísafirði Í skýrslu Samkeppnisráðs um meint samráð olíufélag- anna kemur fram að Skeljung- ur og Olís hafi skipt með sér viðskiptum á Ísafirði í gegnum umboðsfyrirtæki sitt Olíufélag útvegsmanna á Ísafirði. Auk samráðs um skiptingu við- skipta telur samkeppnisráð að félögin hafi haft samráð um afslátt á olíusölu til Orkubús Vestfjarða í kjölfar náttúru- hamfaranna í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Í skýrslunni segir meðal annars: „Gögn málsins sýna að Olís og Skeljungur hafa haft með sér markaðsskiptingu á Ísa- firði. Fram til ársins 1997 var fyrirkomulagið með þeim hætti að allri sölu á staðnum var skipt til helminga en síðan var stórum viðskiptavinum skipt upp á milli félaganna en sölu til smærri aðila var áfram skipt til helminga.“ Tekist á um Gylli ÍS „Á Ísafirði hefur Olíufélag útvegsmanna (OÚ) verið sam- eiginlegur umboðsaðili Skelj- ungs og Olís. Í fundargerð framkvæmdastjórnar Skelj- ungs frá 11. janúar 1993 er bókað að OÚ hafi annast olíu- afgreiðslu til togarans Gyllis frá Flateyri. Síðan er bókað að ræða ætti við Olís „um sölu- skiptingu á staðnum“. Í fundargerð framkvæmda- stjórnar Skeljungs frá 26. októ- ber 1993 segir að ræða þyrfti við fulltrúa Olís um framtíðar- stefnu hvað varðar söluskipt- ingu og samstarf félaganna á Ísafirði. Í málinu er einnig að finna minnisblað forstjóra Skeljungs til formanns og varaformanns stjórnar fyrir- tækisins. Minnisblaðið er frá desember 1995 og í því er gerð grein fyrir hugsanlegum breyt- ingum á eignarhaldi OÚ og sérstaklega tekið fram að „hingað til hafi allri sölu þar á svartolíu og gasolíu verið skipt að jöfnu milli Olís og Skeljungs.“ Afsláttur vegna náttúruhamfara „Þann 5. janúar 1996 er bók- að í fundargerð hjá Skeljungi að Orkubú Vestfjarða hafði óskað eftir afslætti vegna við- skipta á árinu 1995 sem hefðu verið margföld vegna náttúru- hamfaranna í Súðavík og Flat- eyri. Fram kemur að fram- kvæmdastjóri markaðssviðs stórviðskipta myndi gera til- lögu til Olís um afslátt til Orkubúsins „þar sem Olís hefur helming viðskipta á Ísa- firði“. Þann 15. febrúar 1996 sendi framkvæmdastjórinn hjá Skeljungi bréf til fram- kvæmdastjóra markaðssviðs smásölu hjá Olís og gerði grein fyrir beiðni Orkubúsins um af- slátt vegna náttúruhamfaranna í Súðavík og á Flateyri. Gerði framkvæmdastjórinn tillögu um tiltekinn afslátt sem „Olís og Skeljungur hf. skipta með sér að jöfnu í takt við skiptingu viðskipta...“ Viðræður um nýja markaðsskiptingu á Ísafirði „Í lok árs 1996 og á árinu 1997 áttu sér stað viðræður milli Olís og Skeljungs um nýja markaðsskiptingu. OÚ kom einnig að þeirri umræðu. Greint er frá þessu í tölvupósti sem ritari forstjóra Olís sendi fyrir hans hönd til m.a. fram- kvæmdastjóra markaðssviða smásölu og stórnotenda hjá félaginu. Þar segir m.a. þetta: Í samráði við Skeljung og Olíufélag útvegsmanna á Ísa- firði hefur verið ákveðið að skipta upp viðskiptum félag- anna á Ísafirði þannig að Olís og Skeljungur geri beina samninga um viðskiptakjör við stærri notendur á svæðinu. Ekki er endanlega ákveðið hvernig skiptum verður háttað þar sem m.a. er beðið eftir niðurstöðu hugsanlegrar sameiningar Hrannar og Sam- herja. Þó hefur þegar verið ákveðið að Olís þjónusti Gunnvöru hf. með Júlíus Geirmundsson ÍS og Framnes ÍS...“ Hjá Olís fundust gögn frá OÚ sem dagsett eru í október og nóvember 1996. Þar komu fram hugmyndir um skiptingu stórra viðskiptavina á Ísafirði milli Olís og Skeljungs. Í einu gagninu er t.d. við það miðað að Orkubú Vestfjarða og Ís- húsfélag Vestfirðinga (á senni- lega að vera Íshúsfélag Ísfirð- inga. Innskot: BB) verði í við- skiptum við Olís og í öðru gagni er lagt til að þessir aðilar verði hjá Skeljungi. Tengjast þessi skjöl framan- greindri markaðsskiptingu. Þann 7. janúar 1997 sendi Skeljungur tölvupóst til Olís og óskaði eftir fundi til að ræða viðskipti á Ísafirði. Þann 12. febrúar 1997 sendi forstjóri Olís tölvupóst til m.a. fram- kvæmdastjóra markaðssviða smásölu og stórnotenda hjá félaginu og gerði grein fyrir umræðum um Ísafjörð. Fjallaði hann m.a. um bók- haldslega útfærslu á nýju fyrir- komulagi og tók fram að „aðrir smærri notendur sem skráðir verði viðskiptavinir Olís skv. samkomulagi við Skeljung verði áfram í við- skiptareikningi“ hjá OÚ. Rætt var einnig um bók- haldsmál þessu tengd í skjali frá Skeljungi sem tekið var saman í október 1997. Þar var sagt að ræða þyrfti við Olís um „fyrirkomulag útskuldunar hjá OÚ m.t.t. viðskiptavina sem ekki eiga að vera í skipti- sölu“. Á þessum tíma var einnig umræða um það hvort Skelj- ungur myndi halda áfram samstarfi sínu við OÚ. Skelj- ungur ákvað að halda sam- starfinu áfram og greindi for- stjóri Olís frá þessu í tölvupósti til samstarfsmanna sinna hjá félaginu. Þar kemur einnig fram að Olís hafi rætt við OÚ og þar hafi þetta komið fram: Vorum sammála um að stórnotendur gengju óskiptir til þess sem hefur viðskiptin, en síðan gæti OÚ verið með einhvern safn- reikning fyrir tilfallandi smærri kúnna, sem skipt yrði til helminga milli Olís og Shell. „Orkubúið í okkar hlut“ Á árinu 1998 kom upp um- ræða milli Skeljungs og Olís um fyrirkomulag á samstarfinu á Ísafirði. Skeljungur setti fram þá hugmynd að fyrir- tækið myndi annast alla dreif- ingu fyrir OÚ og Olís. Olís gat ekki sætt sig við það og vildi óbreytt fyrirkomulag. Annars gæti Olíudreifing (ODR) tekið við því hlutverki sem OÚ hefði sinnt fyrir Olís. Þessi mál voru rædd á fundi Skeljungs og Olís 23. júlí 1998. Framkvæmdastjóri markaðssviðs stórviðskipta grein fyrir sendi forstjóri Skeljungs þann 21. september 1999 tölvupóst til forstjóra Olís og var efni hans „slæmar fréttir“. Í honum kvartaði hann yfir tilboðum Olís til m.a. Þor- bjarnar-Fiskaness í Grindavík og nýs fyrirtækis á Vestfjörð- um, Hraðfrystihússins-Gunn- varar hf. Það fyrirtæki varð til við samruna Gunnvarar hf. og Hraðfrystihússins hf. Daginn eftir svaraði forstjóri Olís tölvupósti forstjóra Skeljungs. Í svari hans mótmælti hann því að hafa gert umrætt tilboð. Varðandi hið nýja fyrirtæki á Vestfjörðum sagði forstjóri Olís þetta: Varðandi Vest- fjarðafyrirtækið vil ég auk þess taka fram að í þeirri heim- sókn óskaði ég eingöngu eftir að við fengjum að halda þeim tveimur skipum, sem við höfum þjónustað, svo sem við höfum áður rætt að þínu frumkvæði. [...] Legg til að við höldum okkur við það, eins og áður rætt, að tala saman áður en við trúum einhverju [sic!], sem á okkur er logið. Legg jafn- framt til að þú hringir þegar þú kemur heim. „Samkeppnisstofnun hefur spurt forstjóra Olís um þessi samskipti við Skeljung. Í svari hans segir m.a. þetta: Varð- andi Hraðfrystihúsið Gunnvör sem minnst væri á í nefndum bréfaskriftum milli KB og EB sagði EB að það tengdist um- boði og birgðastöð sem Olís og Skeljungur rækju sameigin- lega á Ísafirði. Þar hafi fyrirkomulagið áður verið svo að öllum viðskiptunum var skipt jafnt milli félaganna. Fé- lögin hafi hins vegar orðið sammála um að þetta gengi ekki og ákveðið nýtt fyrir- komulag. Nú væri því fyrir- komulagið þannig að Olís og Skeljungur hefðu í aðal- atriðum sína viðskiptamenn, að því undanskildu að við- skiptum við nokkra smærri báta væri skipt milli félag- anna. Þessi gögn sýna skýrlega fram á viðræður milli Olís og Skeljungs um skiptingu á við- skiptum við Hraðfrystihúsið- Gunnvöru og staðfesta mark- aðsskiptinguna á Ísafirði. Þegar þetta og önnur framangreind gögn eru virt telur Samkeppnisstofnun ljóst að frá gildistöku samkeppnis- laga og fram á árið 1997 hafi Olís og Skeljungur skipt til helminga allri sölu fyrir- tækjanna á Ísafirði. Frá 1997– 2001 hafi fyrirkomulagið verið með þeim hætti að stórum viðskiptavinum hafi verið skipt upp á milli félaganna samkvæmt samkomulagi þeirra á milli en sölu til smærri aðila áfram verið skipt til helminga. Fara þessar aðgerðir Olís og Skeljungs ótvírætt gegn 10. gr. samkeppnislaga.“ hjá Skeljungi tók saman minnispunkta eftir þann fund og sendi þá framkvæmdastjóra markaðssviðs stórnotenda hjá Olís. Í lýsingu á niðurstöðu fund- arins kemur þetta m.a. fram: Niðurstaða fundar. JH/Olís telur ekkert því til fyrirstöðu að ODR taki við dreifingu og afgreiðslum fyrir hönd Olís við Djúp, svo framarlega sem ekki næst saman með aðilum um óbreytt fyrirkomulag. Skeljungur myndi þá alfarið sjá um eigin þarfir fyrirtækis- ins með Dreifi. Þetta hefði í för með sér eftirfarandi: Dreif- ing á vegum OÚ myndi falla niður eins og fyrirliggjandi tillögur gera ráð fyrir - Stórum samningsbundnum kúnnum er skipt eins og gildandi samn- ingar segja til um. Smærri aðilum er skipt að jöfnu. Gert er ráð fyrir að ekki verði ágreiningur um smærri kúnna sem skipt er að jöfnu. Ekki verður séð við ákvörðunum stærri samningsbundinna kúnna (útboð, breytt eignar- aðild etc.) Þetta gagn staðfestir þá markaðsskiptingu sem Olís og Skeljungur náðu samkomulagi um og sýnir að félögin hafi ákveðið að sú skipting myndi halda áfram þrátt fyrir hugsan- lega breytingu á samstarfi við OÚ. Tölvupóstur framkvæmda- stjóra markaðssviðs stórvið- skipta hjá Skeljungi til for- stjóra félagsins frá október 1998 staðfestir þetta einnig. Í honum var framkvæmdastjór- inn að rökstyðja endurnýjun Skeljungs á olíutönkum fyrir Orkubú Vestfjarða. Í tölvu- póstinum segir m.a. að í „uppskiptum viðskipta milli okkar og Olís hjá OÚ á sínum tíma kom Orkubúið í okkar hlut en var skipt að jöfnu áður.“ Hér má einnig vísa til tölvupósts framkvæmdastjóra markaðssviðs stórnotenda hjá Olís til forstjóra félagsins þar sem lýst er fundi með Skeljungi.“ Slæmar fréttir „Eins og gerð hefur verið Olíuflutningaskipið Kyndill kemur með olíu til Ísafjarðar. 44.PM5 12.4.2017, 10:462

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.