Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 03.11.2004, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 03.11.2004, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 20048 Sökk til botns og spyrnti í hann eins fast og ég gat – segir Hallgrímur Sveinn Sævarsson, útibússtjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar í Súðavík, grunnskólakennari og hlaupagikkur sem ánetjaðist læknadópi í kjölfar bílslyss Hallgrímur Sveinn Sævarsson lenti í bílslysi tvítugur að aldri. Við fyrstu sýn voru meiðsli hans talin lítils háttar en fljót- lega komu í ljós áverkar bæði á hálsi og hrygg sem áttu eftir að hafa alvarlegar afleiðingar. Hann leið mikla verki og ánetjaðist verkjalyfjum. Í sex ár barðist hann við lyfjafíknina án þess að gera sér grein fyrir skaðanum sem hann olli sjálfum sér og ást- vinum sínum. Hann náði sér á strik og hófst þá ný barátta. Óöruggur en með von í hjarta fór hann út í samfélagið á ný. Hann hóf störf í Öldu- selsskóla og undi sér vel í kennarastarfinu en líkaminn var illa á sig kominn af áralangri lyfjanotkun, hreyfingarleysi og ofáti. Hallgrímur Sveinn fór þá að hlaupa og ári seinna lauk hann Reykjavíkurmaraþoni. Í sumar var hann fyrstur Íslendinga undir þrítugu til að ljúka mara- þoninu undir fjórum mínútum og hlaut fyrir vikið farandbikar og flugmiða til útlanda. Þá voru að- eins tvö ár liðin síðan hann fór fyrst að hlaupa og þrátt fyrir að vera með skaddaðan hryggjarlið og hálsliði eftir bílslysið náði hann þessum árangri. Hallgrímur Sveinn er nú búsettur í Súðavík ásamt unnustu sinni, Maríu Hrönn Kristjáns- dóttur, þar sem þau kenna við Grunnskólann. Auk þess tók hann að sér starf útibússtjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar í Súðavík. Hann féllst á að segja frá sigrum sínum og þrautum á einlægan og heiðarlegan hátt. Við hefjum frásögn- ina eftir bílslysið þegar afleiðingar þess eru farnar að segja til sín. „Ég var með króníska verki og leið vítiskvalir alla daga. Ég stóð frammi fyrir mögu- leikanum á því að fara í erfiða spenningaraðgerð. Um helm- ingslíkur voru á að hún tækist, hvort ég yrði betri eða hrein- lega verri eftir á. Ég þorði ein- faldlega ekki að taka áhættuna og svo voru tveir af mínum helstu læknum ósammála um hvort ég ætti að fara í þessa aðgerð eða ekki. Eini kosturinn á móti var að halda áfram að taka lyf til að deyfa kvalirnar. Það gerði ég. Minnugur þess að læknir sagði, þegar ég kvartaði yfir því að mér liði illa, að ég væri heppinn að þurfa ekki að stýra hjólastól með tungunni, þá þorði ég aldrei í aðgerðina. Líka man ég eftir einu tilviki þegar ég var staddur á endur- hæfingardeildinni uppi á Gren- sás. Mér var illt í bakinu, ég var pirraður og sveittur, og beið eftir sjúkraþjálfaranum. Þá opnast lyftan fyrir framan mig og út kemur sjúkrarúm sem hjúkrunarkona ýtti. Ég sé að ljóshærð myndarleg stúlka á mínum aldri liggur í rúminu undir hvítri sæng. Þegar sjúkraþjálfarinn kemur spyr ég hvað hafi komið fyrir þessa stelpu í rúminu. Hún hafði lent í bílslysi eins og ég en ekki verið eins heppin. Hún væri lömuð frá hálsi og niður úr og gæti í raun bara hreyft augun. Öll hugsun og andlegt heil- brigði væri í fullkomnu lagi en augun væru það eina sem nýttist henni. Þá hætti ég að væla. Að minn- sta kosti í bili. Seinna varð mér ljóst að hver á við „sitt“ að eiga. Hver og einn upplifir „hans versta“ eða „mesta“ og enginn get- ur borið sín vandamál sam- an við vandamál einhvers annars. Eins og til dæmis hve ógeðfelldur „botninn“ hjá einhverjum kann að vera til að hann leiti sér hjálpar getur verið mjög misjafnt. Hafa skal það í huga og manni ber að virða það. Sá tími frá því að slysið varð 25. október 1995 og fram til 10. október 2001 þegar ég sný við blaðinu mætti í heild- ina draga saman í eitt orð: Eymd. Frá því að vera lítil eymd til algjörrar eymdar og vonleysis. Einn dag átta ég mig svo á því að ég er að dauða kominn – félagslega, andlega og einnig líkamlega. Ég var illa á mig kominn og fitnaði hratt. Fannst allir hafa snúið við mér bakinu en í raun var það ég sem skreið í burtu, eins langt út í horn og ég gat. Ég svaf ekki vegna martraða og verkja. Verkirnir orsökuðu martraðir og vítahringurinn var alger. Ég svaf ekki nema með svefnlyfjum. Fór í fjöld- ann allan af svefnrannsóknum og í ljós kom að í kjölfar slyss- ins hafði ég hætt að ná eðli- legum djúpsvefni og hvíldist því nánast ekkert. Ég var í daglegri neyslu og orðinn dóp- isti þó ég hefði lyfseðil fyrir lyfjunum. Ég var orðinn mor- fínsjúklingur og þreifst á mor- fínskyldum lyfjum og svefn- lyfjum til að lina þjáningarnar og í raun til að deyfa mig frá umhverfinu. Ég gat ekki horfst í augu við sjálfan mig eins og ég var orðinn. Ég þekkti ekki lengur sjálfan mig, hvorki í útliti né atferli. Þarna var ég byrjaður að gera mér grein fyr- ir stöðu minni. Eymdin var alger.“ Náði botninum og spyrnti í hann „Einn dag gafst ég upp fyrir þessu öllu. Féll fram á hnén í algjöru vonleysi og bað al- mættið um hjálp. Ég hafði allt- af haft fordóma gagnvart sér- trúarsöfnuðum og að fara í meðferð. Það var eitthvað fyrir rónana á Hlemmi en ekki mig. Ég drakk ekki kardimommu- dropa, ég átti fínar, dýrar bæk- ur og gluggaði meira að segja stundum í þær. Ég var með læknisvottorð til að sýna fram á að ég væri slasaður og þyrfti á lyfjunum að halda. Þannig réttlætti ég það og þess vegna var ég ekki að vinna eins og aðrir, enda var ég óvinnufær. Raunin var sú, að eftir áralanga neyslu magnaðist þolið svo ég þurfti sífellt meira af lyfjunum. Tímabundið geta verkjalyf vissulega hjálpað. En þegar um er að ræða viðvarandi verki lækna lyfin ekki meiðslin. Ég fékk enga lausn og sökk til botns. Afneitunin var svo sterk og hún er eitt sterkasta og öfl- ugasta afl sem ég hef nokkru sinni kynnst sem mannlegur máttur býr yfir. Á þessum degi þegar ég gefst upp fer ég og ræði við ókunnugan mann sem staddur var hjá móður minni. Hann hafði svipaða sögu að segja og ég. Þá áttaði ég mig á því að ég var ekki einn. Eins og hulu hefði verið svipt frá aug- unum sá ég möguleikann á því að fleiri hefðu upplifað það sama. Kannski væru aðrir sem líka hefðu lent í bílslysi og ánetjast verkjalyfjum. Seinna komst ég að því að allt að tveir þriðju þeirra sem þurfa að taka sterk verkjalyf í lengri tíma ánetjast þeim. Ég hélt að ég væri sá eini í heiminum sem væri svona og var farinn að trúa því að ég væri versti maður í heimi. Gott fólk reyndi að hjálpa mér á meðan ég sökk dýpra og dýpra. Ég skaðaði það mikið. Ég var orðinn óheiðarlegur og faldi lyfjanotkun mína þrátt fyrir að allir vissu að ég hefði lent í slysi og væri að taka lyf. Þá var magnið orðið slíkt að ég gat ekki annað en leynt því fyrir fólki, fannst mér. Ég gerði fólki slæma hluti, bæði fjár- hagslega og með öðrum hætti. Meðal annars lánaði fólk mér peninga og reyndi þannig að styðja bakið á mér því ég bjóst alltaf við háum tryggingabót- um og hafði enga innkomu. En aldrei komu bæturnar sem áttu að dekka lánin sem þetta góða fólk gekkst í ábyrgðir fyrir. Tryggingafélagið fór vægast sagt mjög illa með mig. Bara það að eiga ástvin sem er eins fyrir komið og mér á þessum tíma er hræðilegt. Þar með var ég að skaða fjölskyldu mína rosalega. Í mínum huga vildi ég bara vera í friði og gat ekki séð að ég væri að angra þau neitt. Enda hélt ég mig í eins mikilli fjarlægð frá þeim og ég mögulega gat.“ Dauðinn var aldrei valkostur „Daginn eftir fór ég í með- ferð. Uppgjöfin var slík að ég var tilbúinn að gera hvað sem var. Í dag veit ég að það er nauðsynlegt. Maður þarf að 44.PM5 12.4.2017, 10:468

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.