Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 03.11.2004, Qupperneq 11

Bæjarins besta - 03.11.2004, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 11 Smáauglýsingar Óska eftir ræstingum eða annarri aukavinnu virka daga og/eða um helgar. Uppl. í síma 847 3049. Til sölu er raðhúsið Hafraholt 10 á Ísafirði. Húsið er endaraðhús, 167fm að stærð með innb. bílskúr. Uppl. í síma 456 4681. Til sölu er Opel Vectra, sjálfsk. árgerð 1998, ekinn 95 þúsund km. Góður bíll og gott verð. Uppl. í síma 456 4181. Til sölu eða leigu 3ja herb íbúð í Pólgötu 6. Söluverð um 4 m kr. og leiguverð 32 þúsund á mánuði.Uppl í síma 849 2341. Sveinbjörg. 848 0876. Jóhann. Óska eftir ódýru, góðu rúmi. Stærð 140X200. Uppl. í síma 848-4313. MMC Lancer ́ 94 til sölu. Uppl. í síma 861 8980. Vestfirðingar. Ef þið þurfið að fara til Reykjavíkur höfum við góða íbúð í 101 handa ykkur. Uppl. í síma 554 6396 og 487 8944. Amma óskast. Óska eftir góðri ömmu á Ísafirði til að passa mig einn og einn dag í viku. Uppl. í síma 867 2694. Sá sem tók skófluna við húsið hjá Dísu Alberts að Sundstræti 33, skili henni aftur á sama stað. Óska eftir að kaupa notaðan ferðanuddbekk fyrir lítið verð. Uppl. í síma 847 3050. Til sölu er barnarúm úr tré, 76 x 176 cm. Dýna fylgir.Verð kr. 6.000 - Uppl. í síma 840 4008. Sveitarstjóri Súðavíkur um athugasemdir umboðsmanns Ósáttur við að ekki var leitað skýringa hreppsnefndar Ómar Már Jónsson sveitar- stjóri Súðvíkurhrepps segir það sérkennilegt að umboðs- maður Alþingis skuli ekki hafa kallað eftir sjónarmiðum Súðavíkurhrepps vegna um- fjöllunar um úthlutun hrepps- ins á byggðakvóta. Í áliti umboðsmanns segir að sú ákvörðun sjávarútvegs- ráðuneytisins að fallast á til- lögur hreppsnefndar Súða- víkurhrepps um úthlutun byggðakvóta til tveggja skipa hafi ekki verið í samræmi við þær reglur er settar höfðu verið við úthlutunina. Um byggðakvótann sóttu þrjú skip og samþykkti hrepps- nefndin að skipta þeim á milli tveggja skipa. Það þriðja fékk ekki úthlutun þar sem það var ekki talið uppfylla þær reglur sem settar voru vegna úthlut- unarinnar. Umboðsmaður Alþingis segir í áliti sínu að ekkert þessara þriggja skipa hafi uppfyllt reglurnar og því hafi ráðuneytinu borið að skipta aflaheimildunum á milli þeirra skipa sem gerð voru út frá Súðavík þegar kvótanum var úthlutað. Ómar segir það einkennilegt að embætti umboðsmanns Alþingis hafi ekki leitað eftir sjónarmiðum Súðavíkur- hrepps í málinu. Hann segir það hinsvegar grundvallar- atriði að ekki hafi verið brotinn réttur á því skipi sem enga úthlutun hafi fengið. Ákvörð- un um að úthluta því skipi ekki kvóta hafi því verið rétt. Um úthlutun til hinna skip- anna tveggja sagði Ómar að hreppsnefndin hafi vitað að ekki var formlega búið að skrá skipin í Súðavík af ýmsum tæknilegum ástæðum. „Þessir bátar höfðu hins vegar um skeið verið gerðir út frá Súðavík og eigandi þeirra var hér búsettur. Hreppsnefnd vissi að til stæði að skrá skipin í Súðavík og þar eru þau skráð í dag. Það hefur því staðið það sem til stóð á þeim tíma og að því leyti var úthlutun okkar rétt. Hins vegar uppfylltum við ekki nákvæmlega öll tæknileg atriði og það munum við taka til athugunar í framtíðinni. Úthlutun veiðiheimilda verður aldrei hávaðalaus. Það má hinsvegar ekki koma í veg fyrir þann möguleika að koma byggðarlögum til aðstoðar vegna skerðinga í veiðiheim- ildum. Við vonum svo sannarlega að byggðakvóta verði áfram úthlutað. Megin málið er að við þessa úthlutun var ekki brotið á rétti neins er um kvótann sóttu“, segir Ómar Már Jónsson. – hj@bb.is Súðavík. Hjálmar Árnason um mótmæli framsóknarfélaga „Hlustum á fólk“ ekki ræða þetta mál“. Eins og áður segir hafa mörg félög framsóknarmanna á Vestfjörðum og á Snæfellsnesi samþykkt ályktanir þar sem mótmælt er þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarflokks- ins að útiloka Kristin frá setu í þingnefndum á vegum þing- flokksins. Flestar eru ályktanirnar mjög harðorðar þegar haft er í huga að þarna eru flokksfélög að álykta um störf síns eigin þingflokks. Meðal þess sem félögin hafa nefnt er að með samþykkt þingflokksins hafi verið vegið að lýðræði í flokknum, skert hafi verið vægi flokksmanna og kjós- enda og að ákvörðunin sé mannréttindabrot gagnvart Kristni og kjósendum flokks- ins. Þá er einnig nefnt að sam- þykkt þingflokksins sé atlaga að landsbyggðinni. Þá er í nokkrum tilvikum þingflokkurinn krafinn tafar- lausra skýringa á þessari ákvörðun og jafnframt skorað á hann að endurskoða ákvörð- un sína. Jafnfram er í flestum þessara samþykkta lýst yfir fullum stuðningi við málflutn- ing Kristins H. Gunnarssonar og sagt að hans málflutningur hafi verið í góðu samræmi við almennan vilja flokksmanna í öllum meginmálum. Aðspurður í viðtali við vef- inn þann 29.september sagði Hjálmar Árnason formaður þingflokks Framsóknarflokks- ins að svo sársaukafull ákvörð- un og að útiloka þingmann frá setu í nefndum á vegum þingflokksins væri ekki tekin nema að vandlega athuguðu máli. Þegar Hjálmar var spurð- ur að því hvort þessi ákvörðun hafi verið tekin í samráði og með stuðningi flokksmanna í kjördæmi Kristins vildi hann ekki svara því að öðru leyti en því að mál þetta hafi verið vel undirbúið. Í viðtali við Magnús Ólafs- son formann Kjördæmissam- bands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi kom fram þennan sama dag að ekkert samráð hefði verið haft við hann vegna þessarar ákvörðunar þingflokksins en að hann hefði verið látinn vita skömmu fyrir fund þingflokks- ins hvað til stæði. Ekki náðist í Magnús Stef- ánsson varaformann þing- flokks Framsóknarflokksins og þingmann Norðvesturkjör- dæmis. – hj@bb.is Hjálmar Árnason formaður þingflokks Framsóknarflokks- ins vill aðspurður lítið tjá sig um samþykktir flokksfélaga í Norðvesturkjördæmi sem eitt af öðru hafa undanfarna daga mótmælt því að Kristinn H. Gunnarsson þingmaður haldi ekki sætum sínum í fasta- nefndum þingsins. Aðspurður hvort að þær samþykktir sem borist hafa að undanförnu frá flokksfélögum bendi ekki til þess að málið hafi ekki verið eins vel undir- búið og látið var í skína á sínum tíma segir Hjálmar að það verði hver og einn að meta fyrir sig. „Hið endanlega ákvörðunarvald var í höndum þingflokksins og það var hann sem tók sína ákvörðun“. Aðspurður hvort þessar samþykktir flokksfélaga væru ekki mikið vantraust á þing- flokkinn sagði Hjálmar: „Ég geymi það hjá mér hvernig ég lít á það mál og vil ekki tjá mig meira um það“. Aðspurður með hvaða hætti þingflokkurinn myndi bregð- ast við áskorunum flokksfé- laga um að endurskoða um- rædda ákvörðun þingflokksins sagði Hjálmar: „Við hlustum á fólk en að öðru leyti vil ég Gerist áskrifendur í síma 456 4560 44.PM5 12.4.2017, 10:4611

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.