Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.2003, Side 2

Bæjarins besta - 15.01.2003, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 ÚTGÁFAN ISSN 1670 - 021X Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður Sími 456 4560, Fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is Blaðamaður: Kristinn Hermannsson sími 863 1623 kristinn@bb.is Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon sími 892 2240 hlynur@bb.is Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson sími 894 6125, halldor@bb.is Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson Fréttavefur: www.bb.is Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði Umboðsaðilar BB: Eftirtaldir aðilar sjá um dreifingu á blaðinu á þétt- býlisstöðum utan Ísa- fjarðar: Bolungarvík: Sólveig Sigurðardóttir, Hlíðarstræti 3, sími 456 7305. Súðavík: Sólveig Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími 456 4106. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðalgötu 20, sími 898 6328. Flateyri: Gunnhildur Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Anna Signý Magnúsdóttir, Hlíðargötu 14, sími 456 8233. RITSTJÓRNARGREIN Nú verða hendur að standa fram úr ermumbb.is pú lsi nn fy rir ve sta n Sölustaðir á Ísafirði: Hamraborg, Hafnarstræti 7, sími 456 3166. Flug- barinn, Ísafjarðarflugvelli, sími 456 4772. Bónus, Ljóninu, Skeiði, sími 456 3230. Bókhlaðan, Hafn- arstræti 2, sími 456 3123. Bensínstöðin, Hafnarstræti, sími 456 3574. Samkaup, Hafnarstræti 9-13, sími 456 5460. Krílið, Sindragata 6, sími 456 3556. Lausasöluverð er kr. 250 eintakið m.vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Af reynslu liðinna ára ætti Vestfirðingum að vera orðið ljóst við upphaf þriðja árs nýrrar aldar, að fyrst og síðast verða þeir að stóla á eigið ágæti til að hefja Vestfirði á ný til þeirrar virðingar, sem íbúar fjórðungsins nutu á árum áður fyrir hlutdeild sína í þjóðarbúskapnum. Bæjarins besta fagnaði því þegar heimamenn tóku af skarið og gerðu sína eigin byggðaáætlun, þegar framsýni stjórnvalda var ekki meiri en svo að slá því föstu að hér héldi byggð áfram að hnigna. Enda Vestfirðir utan sjónarhorns stjórnvalda svo sem „hringvegurinn“ um hluta landsins ber órækt vitni. Engum blöðum er um það að fletta, að horft er til Vestfjarða á mörgum sviðum. Óvíða eru meiri sóknarfæri í ferðaþjónustu, fegurð Vestfjarða er rómuð um víða veröld. Öðrum landshlutum fremur hefur hér þróast samfé- lag fólks af ólíkum uppruna; menning stendur á gömlum merg og við get- um vissulega státað okkur af góðu og vaxandi skólakerfi og heilbrigðisþjón- ustu til jafns við bæjarfélög af líkri stærð. Áratugum saman máttu vestfirskar byggðir horfa á eftir sonum sínum og dætrum til náms í öðrum landshlutum eftir að grunnskólanámi lauk. Fæstir komu aftur. Þrátt fyrir breyttar aðstæður, m.a. til aukinnar menntunar, blasir hið sama við: Okkur helst ekki á unga fólkinu. Fólksfjölgun á Vestfjörðum er lífsnauðsyn. Enginn vafi er á því að fjöldi ungs fólks er til- búinn til að setjast hér að ef því býðst vinna og kjör ámóta og bjóðast í stærri sveitarfélögum. Það veit að hér er gott að búa og hér er gott að ala upp börn. En þetta nægir ekki þegar at- vinnuna vantar. Fjölbreytt og vel launuð atvinna er forsenda fólksfjölgunar. Takist okkur að stækka þessa undirstöðu bæjarfélagsins fylgir hitt sjálfkrafa í kjölfarið. Bæjaryfirvöld eiga almennt ekki að vafrast í atvinnurekstri, allra síst þegar vel árar og eftirspurn er eftir vinnuafli. Þegar hins vegar horfir sem nú gerir eiga þau skilyrðislaust að láta til sína taka. Því er mál til komið að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar bretti upp ermarnar, stuðli að stofnun nýrra fyrirtækja og vinni markvisst að því að fá fyrirtæki til bæjarins. Í bænum eru hundruð fermetra af atvinnuhúsnæði sem bíða þess að þar verði á ný iðandi mannlíf þar sem hugur og hönd leggja lóð á vogarskálarnar fyrir stærri og betri bæ. Ábyrgð bæjaryfirvalda er ætíð mikil. En þá fyrst reynir á áræði, dugnað og framsýni þeirra, þegar á móti blæs. Bæjarstjórninni ber skylda til að ganga fram fyrir skjöldu og vera í fylkingarbrjósti í baráttu okkar til að hefja höfuðstað Vestfjarða á ný til þess vegs, sem hann áður naut og honum ber. Það er ekki eftir neinu að bíða! s.h. Rammi hinnar nýju kjördæmaskipunar er þegar sprunginn Þingmenn Norðvesturkjördæm- is einum fleiri en ætlast var til Suðvesturkjördæmi er fjöl- mennast allra kjördæma og Norðvesturkjördæmi fámenn- ast, samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofu Íslands. Rúm- lega 48 þúsund manns eru í Suðvesturkjördæmi og 11 þingmenn en tæplega 22 þús- und manns eru í Norðvestur- kjördæmi og 10 þingmenn. Samkvæmt því eru liðlega helmingi færri kjósendur á bak við hvert þingsæti í Norð- vesturkjördæmi en í Suðvest- urkjördæmi. Ramminn sem settur var við samþykkt breytt- rar kjördæmaskipunar er því sprunginn. Munurinn má ekki vera meiri en tvöfaldur. Frá þessu var greint í Fréttablað- inu á föstudag. Við breytinguna á kjör- dæmaskipan var munurinn mestur 1 á móti 1,85 en ekki var talið útilokað að þessi staða gæti komið upp, jafnvel áður en kosið yrði samkvæmt nýrri kjördæmaskipan. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar eru líkur á að eitt kjördæmissæti verði fært frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis. Þing- menn Norðvesturkjördæmis yrðu þá níu en Suðvesturkjör- dæmis tólf. Þetta getur þó ekki gerst fyrr en að loknum kosningum í vor. Þingmannafjöldinn verður óbreyttur kjörtímabilið 2003 til 2007, þannig að Norð- vesturkjördæmi mun hafa sína tíu þingmenn næstu fjögur ár- in. Í kosningalögunum segir að landskjörstjórn skuli eftir hverjar alþingiskosningar reikna út fjölda kjósenda að baki hverju þingsæti. Sé mun- urinn tvöfaldur milli þess stærsta og þess minnsta getur landskjörstjórn breytt fjölda kjördæmissæta í kjördæmum. Þessi heimild landskjörstjórn- ar nær þó aðeins til þeirra kjör- dæmissæta sem eru umfram stjórnarskrárbundið lágmark, sem er sex kjördæmissæti í hverju kjördæmi, samkvæmt frétt í Fréttablaðinu. Fyrsta barn ársins á fæðingardeildinni á Ísa- firði kom í heiminn 20 mínútur yfir eitt aðfara- nótt mánudags. Stúlkan er þriðja barn þeirra Guð- bjargar Rósar Sigurðar- dóttur og Hannesar Hrafns Haraldssonar, sem búsett eru á Ísafirði. Fyrir eiga þau tvo stráka, Sigurð Arnar, þriggja ára, og Harald Jóhann, sex ára. Að sögn móðurinnar gekk fæðingin ljómandi vel og vó stúlkan þegar hún kom í heiminn tæpar 14 merk- ur og mældist 52 cm á lengd. Munu þegar vera komnar upp ýmsar hug- myndir um það í hvorn ættlegginn stúlkan sækir útlit sitt en Guðbjörg Rós segir hana bara líkjast bræðrum sínum. Hún segir ekki vera búið að finna nafn á stúlkuna. Fyrsta barnið á fæðingardeildinni á Ísafirði í ár Þriðja barn foreldra sinna Guðbjörg Rós með nýfædda dóttur sína. Öldungadeild – Meistaranám MÍ Húsasmiðir, málarar, pípulagningamenn. Áfangarnir: – Útboð, tilboð og verksamningar. – Tilboðsgerð byggingamanna. verða kenndir á vorönn sem hluti af fag- námi meistara í bygginga- og tréiðngrein- um. Hægt er að skrá sig í síma 450 4400. Skólameistari. Skíðavikan 2003 Bæjarstjórinn í Ísafjarðar- bæ hefur óskað eftir því við Flugmálastjórn, að starfs- menn hennar á Ísafjarðar- flugvelli verði til staðar á föstudaginn langa og páska- dag, þannig að Flugfélagið geti haldið uppi áætlunar- flugi alla daga Skíðaviku. Tvenna síðustu páska hefur ekki verið hægt að fljúga til Ísafjarðar þessa daga enda þótt flogið hafi verið til ann- arra helstu staða á landinu. Flogið verði alla daga 02.PM5 18.4.2017, 10:142

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.