Bæjarins besta - 15.01.2003, Blaðsíða 1
Allir tilbúnir að gera
góðan bæ enn betri!
Miðvikudagur 15. janúar 2003 • 2. tbl. • 20. árg.
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Veffang: www.bb.is • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 250 m/vsk
– sjá viðtal við Einar Pétursson, nýráðinn
bæjarstjóra í Bolungarvík á bls. 4.
Sveinbjörn kjörinn
íþróttamaður ársins
Kajakræðarinn Sveinbjörn
Hrafn Kristjánsson var út-
nefndur íþróttamaður ársins
2002 í Bolungarvík í hófi sem
haldið var í Víkurbæ á sunnu-
dag. Sveinbjörn er aðeins 19
ára gamall og er í allra fremstu
röð kajakræðara á landinu um
þessar mundir. Hann er mjög
vel að titlinum kominn en
hann vann öll þau mót sem
stóðu kajakræðurum á Íslandi
til boða á síðasta ári. Sjá nán-
ar frétt á bls. 9.
3X-Stál á Ísafirði gerir stórsamning í Kanada
Leiðandi í stærri verkefnum
í kanadískum rækjuiðnaði
Tæknifyrirtækið 3X-Stál
á Ísafirði, sem sérhæfir sig í
vinnslulausnum fyrir sjávar-
útveg, hefur undirritað sölu-
samning við kanadíska sjáv-
arútvegsfyrirtækið Fishery
Product International um
endurbyggingu tveggja
rækjuverksmiðja. Fyrir-
tækið er eitt hið stærsta á
austurströnd Kanada og rek-
ur fjölþætta starfsemi í Nova
Scotia, á Nýfundnalandi og á
Labrador.
3X-Stál hefur tekið umtals-
verðan þátt í hönnunarferli
þessarra verksmiðja og nýttist
þar mikil reynsla fyrirtækisins
í hönnun og smíði á vinnslu-
línum fyrir rækjuverksmiðjur,
bæði hér heima og í Kanada.
„Það má segja að þessi
samningur staðfesti enn ár-
angur okkar í rækjuiðnað-
inum í Kanada. Við höfum
verið leiðandi vélabúnað-
arframleiðandi og hönnuðir
í flestum stærri verkefnum
sem unnin hafa verið í kana-
dískum rækjuiðnaði frá því
að uppbygging hans hófst
um 1998“, segir Jón Páll
Hreinsson markaðsstjóri.
Höfuðstöðvar 3X-Stál við Sindragötu á Ísafirði.
02.PM5 18.4.2017, 10:141