Bæjarins besta - 15.01.2003, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 3
Lausasöluverð Bæjarins besta hækkar úr 200 í 250 krónur
Verð blaðsins hefur verið
óbreytt í fimm og hálft ár
– mikið vantar á að verð blaðsins fylgi kostnaðarhækkunum og almennum verðhækkunum
Verð Bæjarins besta hef-
ur nú verið hækkað í annað
sinn frá því að farið var að
selja blaðið árið 1990 eða
fyrir þrettán árum. Á miðju
ári 1997 var lausasöluverð-
ið hækkað úr 170 krónum í
200 krónur. Það verð hefur
verið óbreytt í fimm og hálft
ár en fer nú í 250 krónur.
Því fer fjarri að þessar
tvær hækkanir fylgi al-
mennum verðhækkunum
og gríðarlegum hækkunum
á pappír og öðrum aðföng-
um til vinnslu blaðsins á
þessu tímabili. Þannig hefur
launavísitala hækkað rétt
um 100% frá 1990. Síðan
var virðisaukaskattur lagð-
ur á söluverð blaða en áður
voru þau undanþegin hon-
um. Útsöluverð Bæjarins
besta var ekki hækkað við
tilkomu virðisaukaskatts-
ins. Póstburðargjöld hafa
einnig hækkað gríðarlega á
þessu tímabili. Söluverð blað-
sins hefur ekki verið hækkað
í takt við þær heldur hefur
blaðið sjálft tekið þær hækk-
anir á sig.
Hækkun lausasöluverðsins
úr 200 í 250 krónur er 25%.
Hefði verið tekið mið af launa-
vísitölu frá síðustu verðhækk-
un árið 1997 hefði lausasölu-
verðið átt að hækka núna um
69% eða í 338 krónur. Ef tekið
er mið af hækkun launavísi-
tölu og tilkomu virðisauka-
skatts frá því að byrjað var að
selja blaðið árið 1990 ætti
lausasöluverðið að vera 382
krónur. Ef hækkun póstburð-
argjalda væri tekin með í
reikninginn ætti verðið að
vera nokkuð á fimmta hundr-
að krónur.
Jafnframt því sem lausa-
söluverð blaðsins er hækkað
er óhjákvæmilegt að hækka
einnig áskriftarverð. Eins og
áður er veittur afsláttur ef
greitt er með gíróseðli og
nokkru meiri afsláttur ef greitt
er með greiðslukorti. Einnig
er elli- og örorkulífeyrisþeg-
um í áskrift veittur verulegur
aukaafsláttur eins og verið
hefur.
Póstburðargjald fyrir Bæj-
arins besta var 4 krónur árið
1990. Fyrir síðustu áramót var
gjaldið 24 krónur fyrir ein-
takið innan Vestfjarða og 34
krónur utan Vestfjarða. Gjald-
ið hjá Íslandspósti hækkaði
núna um áramótin og varð þá
jafnframt hið sama hvort sem
er innan Vestfjarða eða utan
fjórðungsins. Gjaldið fer síð-
an stighækkandi allt þetta ár
þangað til það verður komið í
50 krónur á eintak í árslok.
Það er vel yfir tífalt meiri
hækkun en sem nemur hækk-
un launavísitölu sl. 13 ár.
Flest héraðsfréttablöð
landsins kosta nú 250 krónur
í lausasölu og hafa sum gert
það lengi, jafnvel þótt þau séu
mörg hver smærri í sniðum,
efnisminni og veigaminni en
Bæjarins besta.
Núna eftir áramótin voru
þrjú ár liðin frá því að frétta-
vefurinn bb.is hóf göngu sína.
Aðgangur að honum kostar
ekki neitt og aðgangur að öllu
efni hans frá upphafi er einnig
ókeypis. Rekstur bb.is hefur
aldrei staðið undir sér pen-
ingalega enda var ekki við því
búist í upphafi. Þegar vefurinn
hóf göngu sína var það ekki
síst til gamans gert. Aðstand-
endur hans og Bæjarins besta
gerðu sér enga grein fyrir því
hversu mjög vefurinn myndi
vaxa og eflast. Tilvist hans
hefur valdið því að eitthvað
hefur dregið úr sölu Bæjarins
besta. Hins vegar er góð sala
á blaðinu ein af forsendum
þess að hægt sé að halda vefn-
um úti. Undirtektir þeirra sem
lesa og nota bb.is hafa verið
með þeim hætti, að áfram
hefur verið haldið á sömu
braut.
Auglýsingatekjur bb.is
eru ekki í neinu samræmi
við hina geysimiklu notkun
hans og ekki heldur í neinu
samræmi við það sem ger-
ist hjá öðrum stórum vefj-
um hérlendis. Lítilsháttar
tekjur hafa öðru hverju
fengist frá auglýsendum á
landsvísu. Nánast einu
tekjurnar hafa verið frá að-
ilum í heimabyggð sem
hafa verið með fastar aug-
lýsingar á forsíðu bb.is og
tengingar í heimasíður sín-
ar. Þessir aðilar eru og hafa
verið undirstaðan. Það er
þeim að þakka að bb.is er
yfirleitt til í dag, að minnsta
kosti í núverandi mynd.
Og án hinna fjölmörgu
tryggu kaupenda Bæjarins
besta væri hvorki blaðið
né vefurinn til í dag.
Sæmundur Kr. Þorvaldsson
framkvæmdastjóri í Dýrafirði
mun gegna starfi aðalfulltrúa
Samfylkingarinnar í bæjar-
stjórn Ísafjarðarbæjar fram í
miðjan maí.
Á fundi bæjarstjórnar í
síðustu viku var lagt fram bréf
frá Bryndísi G. Friðgeirsdótt-
ur bæjarfulltrúa, þar sem hún
óskaði tímabundinnar lausnar
vegna anna. Við síðustu kosn-
ingar fékk Samfylkingin tvo
bæjarfulltrúa kjörna en Sæ-
mundur sem skipaði þriðja
sætið á lista flokksins er fyrsti
varamaður. Hann var aðal-
maður í bæjarstjórn á liðnu
kjörtímabili og hefur mikla
reynslu af bæjarmálum.
Sæmundur
Kr. leysir
Bryndísi af
Ísafjarðarbær
Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Útgerðarfélagið Hlunnar og Fiskverkun E.G. á Flateyri
Hjá systurfyrirtækjunum
Fiskverkun E.G. og útgerðar-
félaginu Hlunnum á Flateyri,
sem starfrækja beitningaskúr,
línuútgerð og harðfiskverkun,
eru 7 af 9 starfsmönnum kon-
ur. Þær beita, fara á sjóinn,
verka fisk og ganga í hvað
eina sem til fellur. Einu karl-
mennirnir hjá fyrirtækjunum
eru Birkir Einarsson skipstjóri
á bátnum Blossa ÍS og fram-
kvæmdastjórinn Einar Guð-
bjartsson sem unir hag sínum
vel. Hann segir þetta bara hafa
atvikast svona að mikill meiri-
hluti starfsfólksins skuli vera
konur.
Einar á og rekur fiskverk-
unina í félagi við Guðrúnu
Pálsdóttur eiginkonu sína en
útgerðina reka þau í félagi við
son sinn, skipstjórann Birki.
Segjast þau mjög sátt við
kynjahlutfallið en fyrst og
fremst ánægð með að hafa á
að skipa svo öflugu starfs-
fólki.
Kristín Ágústsdóttir beitir
og segir enga sérstaka kvenna-
menningu vera ríkjandi í skúr-
num. Það sé þó mjög fínt að
vinna með eintómu kvenfólki
og andinn góður. Aðspurð seg-
ist hún ekki kannast við að
kvenfólkið sé betri starfskraft-
ur en karlpeningurinn. „Það
eru eintómir karlar hérna í
næsta skúr og þeir eru þræl-
duglegir. Það er kannski held-
ur minna kæruleysi í kven-
fólkinu. Annars er það liðin
tíð í beitningunni að menn
séu að mæta bara einhvern
tíma og einhvern tíma. Þetta
er bara vinna og fólk tekur
það alvarlega“, segir hún.
Allmargir beitningarskúrar
eru á Flateyri og stendur skúr
þeirra EG-manna (kvenna) hjá
tveimur öðrum. Kristín segir
að það sé nokkur samgangur
á milli skúra og beitningar-
mennirnir beri saman bækur
sínar í pásum. Aftur segir hún
enga samkeppni eða meting á
milli skúra. „Nei, ekkert svo-
leiðis. Þetta fer allt fram í friði
og spekt. Annars er það liðin
tíð að það séu einhverjir heil-
miklir kaffitímar og kjafta-
gangur“, segir Kristín. Hún
segir þó að ekki verði hjá því
komist, að þar sem beitningar-
skúrar eru annars vegar fari
sögur á kreik, margir líti inn
og ýmislegt fljúgi um þjóð-
málin og náungann. „Já, menn
koma og spjalla. Annars held
ég að það sé miklu meira hjá
köllunum. Þeir eru miklu
meiri kjaftakerlingar“, segir
hún.
Kristín unir hag sínum vel í
beitningunni og segir mjög
gott að vinna hjá Fiskverkun
E G. Hún kveðst hafa skroppið
á grásleppu með Einari en
öðru leyti hafi hún ekki í hygg-
ju að leggja fyrir sig sjósókn.
„Ég var einu sinni kokkur á
stóra Gylli í gamla daga en ég
held að ég sé of sjóveik fyrir
þessa litlu koppa“, segir hún.
Sjö af níu starfsmönnum eru konur
Kristín Ágústsdóttir (nær) og Margrét Kristjánsdóttir (fjær) slá ekki slöku við í beitningarskúrnum á Flateyri. Með þeim er Ingibjörg Heba Halldórsdóttir
sem beitir með þeim þó að hún hafi ekki verið að vinna þegar myndin var tekin.
02.PM5 18.4.2017, 10:143