Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.2003, Side 8

Bæjarins besta - 15.01.2003, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 Hæfileg blanda af sveigjanleika og festu – rætt við Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði Í ávarpi Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, við brautskráningu nemenda 28. desember, vakti hún máls á já- kvæðum teiknum sem eru að koma fram í innra starfi skólans og rekstri hans. Einna mestu tíðindin hljóta að teljast að brottfall nemenda úr skólanum hefur minnkað marktækt eða úr 17,4% í 5,9% á einu ári. Annað sem eftirtekt vekur er að þetta var stærsta jólaútskrift Menntaskólans hingað til. Á meðan þessar jákvæðu fréttir berast af innra starfi skólans hefur rekstur hans batnað til muna, svo að athygli og viðurkenningu hefur vakið. En hverju þakkar skólameistari verulega miklu minna brottfall milli ára? „Ég þakka það fyrst og fremst markvissum aðgerðum sem við gripum til í því skyni að auka viðveru og bæta námsárangur nemenda. Í haust breyttum við reglum um skólasókn og námsmat, þann- ig að ákvæði um skólasókn voru hert um leið og gefinn var kostur á því að umbuna nemendum fyrir góða ástund- un með svokallaðri 95% reglu. Hún felur það í sér að ef nem- andi er í eigin persónu við- staddur í 95% af öllum kenn- slustundum áfanga og er auk þess með námseinkunn 8,0 eða þar yfir, þá á hann þess kost að sleppa við lokapróf í áfanganum. Þetta kemur í framhaldi af aðgerðum sem við gripum til í fyrra og fólust í efldri umsjón með nemendum og eftirfylgni við heimanám þeirra og mæt- ingu. Við jukum verulega samskipti við foreldra, annars vegar með stofnun foreldrafé- lags og hins vegar með því að senda foreldrum ólögráða nemenda hálfsmánaðarlega upplýsingar um fjarvistastöðu þeirra. Jafnframt breyttum við reglum um árekstraleyfi og utanskólanám. Þessar aðgerðir virðast nú þegar hafa bætt ástundun og námsárangur fjölmargra nem- enda í Menntaskólanum. Brottfall hefur minnkað um 67% á milli ára, sem er auð- vitað afar gleðilegur árangur og mun meiri en við þorðum að vona.“ Bjartsýni, metnaður og tiltrú – Áttu von á því að þetta sé varanlegur árangur? „Það hlýt ég að vona. En það krefst auðvitað árvekni að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur, þannig að björn- inn er auðvitað ekki unninn þó að þessi fyrstu skref lofi góðu. Það er ýmislegt í um- hverfi skólans sem er hagstætt um þessar mundir. Innan veggja hans ríkir bjartsýni og metnaður. Út í frá verð ég vör við tiltrú á skólanum. Þetta tvennt skapar óskaskilyrði til góðra verka og árangurs í samræmi við það.“ – Hvernig er stjórnunarstíll þinn? Hefurðu t.d. beitt þér fyrir auknum aga í skólanum? „Það vill nú þannig til að nemendur Menntaskólans á Ísafirði eru almennt séð afar kurteist og ábyrgt fólk sem ánægjulegt er að umgangast og starfa með. Það reynir því sem betur fer ekki mikið á agaviðurlög í skólanum. Ég dreg hins vegar enga dul á það að mér finnst mikils um vert að ungt fólk tileinki sér sjálfsaga og ábyrg vinnu- brögð. Slíkan aga er ekki hægt að berja ofan í fólk – hann vex samhliða eðlislægum áhuga og virðingu fyrir viðfangsefn- unum. Faðir minn sagði alltaf að formlegt vald væri ágætt að hafa, en þá væri best með það farið þegar maður þyrfti ekki að beita því. Ég er sammála þessu. Ég ber virðingu fyrir nemendum skólans og for- eldrum þeirra, og ég ætlast til þess að sú virðing sé endur- goldin skólanum og starfs- fólki hans. Mér er raun að því að refsa fyrir agabrot og vil helst ekki þurfa að gera það. En ég viðurkenni fúslega að ég er hörð í horn að taka ef brot eru þess eðlis að þau kalla á viðurlög, til dæmis ef velferð annarra nemenda er í húfi. Þá hika ég ekki – og það vita nemendur.“ Vil að fólk njóti sann- mælis og málsbóta – Jón Baldvin Hannibals- son segir frá því í nýútkominni ævisögu sinni að hann hafi haft afar stífan aga í sinni skólameistaratíð, meðal ann- ars lokað heimavist öll kvöld kl. 22 en leyft bióferðir einu sinni í viku til 23. Er stjórnun- arstíll þinn að einhverju leyti afturhvarf til þeirra reglna er voru í gildi við upphaf skól- ans? „Nei, – það er alveg fráleitt. Við Jón Baldvin erum afar ólíkar persónur að flestu leyti, með fullri virðingu fyrir okkur báðum. Skólinn sjálfur er auk þess mikið breyttur frá því sem var fyrir tuttugu og fjórum árum og viðhorf til menntunar og skólagöngu er allt annað en þá var. Ég vil vissulega vera föst fyrir á vissum svið- um án þess þó að vera óbil- gjörn eða ósveigjanleg. Ég trúi ekki á hótanir og hörku – ansa slíku aldrei sjálf – en legg upp úr því að fólk njóti sannmælis og málsbóta. Sömuleiðis finnst mér sjálfsagt að taka tillit til ýmissa sjónarmiða þegar verið er að taka ákvarð- anir og marka stefnu. Hins vegar eiga menn að standa við ákvarðanir sínar og ekki hringla með þær eftir að nið- urstaða er fengin. Ætli það sé ekki minn stjórnunarstíll í hnotskurn – að sýna sveigjan- leika á meðan hlutir eru í vinn- slu, en standa fast á ígrunduð- um ákvörðunum og leikregl- um.“ – Hvernig hafa nemendur tekið breytingum á reglum um skólasókn og námsmat? „Nemendur hafa tekið breytingunum vel – og for- eldrar hafa tekið þeim fagn- andi. Það kom þó upp ákveð- inn misskilningur á haustönn- inni varðandi útfærslu á 95% reglunni sem ég nefndi hér að framan. Einhverjir nemendur stóðu í þeirri trú að heimilaðar fjarvistir á borð við veikindi og leyfi yrðu tekin til greina gagnvart þessari reglu. Slík forföll eru þó einungis tekin til greina ef hindra þarf að nemandi falli út úr skóla þegar mæting er komin að 80% mörkum. Þegar hins vegar kemur að því að meta hvort verðlauna eigi nemanda með því að láta hann komast hjá lokaprófi, þá gengur ekki að taka forföll með í reikninginn. Það er ekki réttur nemandans að komast hjá prófi, heldur er það umbun sem honum hlotn- ast með góðri ástundun og heppni. Það segir sig sjálft að ef nemandi er löglega forfall- haldið fram til skamms tíma að hún væri úrelt fyrirbæri. „Aðsókn að heimavistinni hefur aukist mikið frá því ég kom til starfa. Vorið 2001 voru 6 nemendur á heimavist, en skömmu eftir að ég tók til starfa, haustið 2001, urðu þeir 11, svo 23 á vorönn í fyrra og 20 nú í haust. Ég er ekki sam- mála því að heimavistir séu úrelt fyrirbæri, síst hér á Vest- fjörðum þar sem samgöngur eru með þeim hætti sem við þekkjum – nema fólk haldi að það sé eftirsóknarvert að senda börnin sín suður til Reykjavíkur og láta þau búa þar eftirlitslaus í leiguhúsnæði eða inni á vinum og vanda- mönnum. Heimavistir bjóða upp á ákveðið öryggi og eftirlit með nemendum. Þar eru starfrækt mötuneyti og nemendum gert að hlíta ákveðnum umgengn- isreglum líkt og heima hjá sér. aður í 3-4 vikur á önn, til dæm- is vegna langvarandi veikinda, þá hefur hann engar forsendur til þess að sleppa við próf. Sjónarmiðið er einfaldlega þetta: Nemendur eru ekki látn- ir gjalda lögmætra fjarvista þannig að þeir falli á mætingu – en þeir eru heldur ekki látnir njóta fjarvista sinna þegar við- vera er metin inn í námsárang- ur. Meirihluti nemenda skilur þetta ágætlega – en það var ákveðinn hópur sem mis- skildi, og sá hópur var hávær um tíma. Það er hins vegar engin spurning að þessi regla hefur nú þegar sannað gildi sitt fyrir ástundun og námsár- angur fjölda nemenda, og það er auðvitað mest um vert.“ Heimavistin hefur ótvíræða kosti – Hvernig er reynslan af heimavist skólans? Því var Auk þess er eiginlega ódýrara að hafa ungling á heimavist heldur en heima. Heimavistar- gjald í Menntaskólanum á Ísa- firði er 16.000 krónur fyrir alla önnina en maturinn kostar um 900 krónur á dag og ekki þarf að borga akstur milli heimilis og skóla þegar nem- andi er á heimavist. Þetta fyr- irkomulag hefur því ýmsa ótvíræða kosti sem fólk mætti nýta sér betur en verið hefur.“ Ákvarðanir fjárveitingavaldsins vega þyngst – Nú hefur fjárhagslegur rekstur skólans gengið vel en það er ekkert launungarmál að skólameistarar um allt land sjá þyngri róður í rekstri fram- haldsskólanna. Hvernig hygg- st þú bregðast við? „Ég hyggst halda mínu 02.PM5 18.4.2017, 10:148

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.