Bæjarins besta - 15.01.2003, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003
Allir tilbúnir að gera
góðan bæ enn betri
– segir Einar Pétursson, hinn
nýi bæjarstjóri Bolvíkinga
Bolvíkingar hafa nú fengið
nýjan bæjarstjóra en Ólafur
Kristjánsson lét nýverið af
störfum eftir að hafa setið við
völd í sextán ár. Sá sem við
hefur tekið er Einar Pétursson,
þrjátíu og þriggja ára rekstrar-
fræðingur frá Bifröst. Einar
er fæddur og uppalinn Bolvík-
ingur, sonur Péturs Guðna
Einarssonar heitins og Helgu
Aspelund, en hún starfar á
bæjarskrifstofunni og er því
orðin samstarfsmaður sonar-
ins.
Einar bjó í Bolungarvík
þangað til hann var tvítugur
að aldri. „Ég fór í Menntaskól-
ann á Ísafirði og var þar í tvö
ár. Þá tók ég mér frí frá skóla
og vann í frystihúsinu í Bol-
ungarvík og keyrði vörubíl
þangað til ég ákvað að skella
mér aftur í skóla. Ég kláraði
stúdentspróf á Akureyri árið
1993 og flutti þá suður til
„Já, ég á frekar von á því.
Ég er ekki kjörinn bæjarfull-
trúi og kem að þessu frekar
sem framkvæmdastjóri. Ég er
vissulega ráðinn af meirihlut-
anum en það var samt nokkuð
góð sátt um mína ráðningu.
Ég lít ekki á mig sem pólitísk-
an bæjarstjóra og það er mín
ósk að hlutverk mitt verði
frekar að sameina krafta bæj-
arbúa til góðra verka. Ég vona
og trúi því að menn eigi eftir
að taka höndum saman og
vinna sameiginlega að þeim
málum sem koma upp. Ég veit
að fyrir öllum bæjarfulltrúun-
um vakir það sama, að bæta
bæinn og gera hér enn blóm-
legra samfélag. Vissulega geta
menn karpað um það hvaða
leiðir sé best að fara en á end-
anum er markmið allra það
sama. Ég vona að sem mest
sátt verði um þau mál sem
upp koma til þess að skapa
vinnufrið til góðra verka.“
Ólafur er hafsjór
af fróðleik
Þegar þetta er ritað er Einar
nýkominn og vart búinn að
koma sér almennilega inn í
starfið.
„Ég er rétt að byrja að setja
mér inn í málin. Ég geri mér
grein fyrir að fjöldi mála er
mikill og geri því ráð fyrir að
það taki mig nokkurn tíma að
koma mér inn í starfið. Sem
betur fer hefur Ólafur Krist-
jánsson fráfarandi bæjarstjóri
boðist til að vera mér innan
handar og það munar um
minna. Ólafur er hafsjór af
fróðleik og reynslu sem gott
er að geta sótt í.
Vissulega hef ég nú þegar
mínar eigin hugmyndir um
stjórnun sveitarfélagsins. Ég
tel ekki tímabært að vera með
yfirlýsingar um það sem ég
vil gera, það sér fólk ef af því
verður. Það er kjörinna fulltrúa
að móta stefnu í helstu mála-
flokkum og mitt verk vinna
að framkvæmd hennar og
koma með tillögur að því
hvernig skuli framfylgja þeirri
stefnu.
Það er mikilvægt að fá sem
flesta til þess að koma með
sínar hugmyndir og svo er það
okkar að vinna úr þeim. Það
má til gamans geta að þegar
skólafélagar mínir fréttu af því
að ég tæki við þessu starfi, þá
var eins og 40 ráðgjafar hefðu
sprottið upp í kringum mig og
margar hugmyndir settar
fram.
Ég er á því að við eigum að
nýta okkur unga fólkið til þess
að ná í nýjar hugmyndir og
það er til dæmis hægt með
góðum tengslum við háskól-
ana. Ég hef fullan hug á að
nýta mér þau tengsl sem ég
hef við Viðskiptaháskólann á
Bifröst til þess að fá nemendur
þar til að vinna verkefni tengd
málefnum Bolungarvíkur.“
Líst vel á vera
kominn aftur
– Hvernig er fyrir gamlan
Víkara að vera kominn aftur
heim?
„Mér líst mjög vel á það og
okkur hjónunum báðum. Við
settum okkur það markmið
fyrir mörgum árum að flytja
út á land þegar hefðum lokið
námi. Konan mín, Aníta Ól-
afsdóttir, er úr Hnífsdal, svo
að höfum alist upp við svip-
aðar aðstæður. Við vildum
gefa börnunum okkar kost á
því að njóta svipaðs umhverfis
og við ólumst upp við.“
– Hvernig er staða mála í
Bolungarvík? Hver er þín til-
finning fyrir því?
„Ég held að staða mála sé
að mörgu leyti góð. Undan-
farin ár hafa orðið miklar
breytingar í bænum og áföll
dunið yfir. En Bolvíkingar eru
harðgert fólk og það hefur tek-
ist vel að vinna vel úr vanda-
málunum. Nú held ég að það
sé kominn ákveðinn stöðug-
leiki í atvinnulífið, meðal ann-
ars í smábátaútgerð, en meiri
fjölbreytni er þörf eins og
annars staðar á landsbyggð-
inni. Ég er viss um að nú séu
allir tilbúnir að fara að sækja
verulega fram og gera góðan
bæ ennþá betri.“
Reykjavíkur og hef búið þar
síðan meira og minna. Reynd-
ar hef ég nokkur sumur komið
til Bolungarvíkur og keyrt
vörubíl. Áður en ég hóf nám í
Viðskiptaháskólanum á Bif-
röst starfaði ég hjá Landflutn-
ingum -Samskipum við akst-
urs- og flutningastjórnun. Ég
kláraði rekstrarfræði síðast-
liðið vor og hafði ætlað mér
að halda áfram og ljúka við-
skiptafræði nú í vor. Þegar ég
síðan sótti um og fékk bæjar-
stjórastöðuna ákvað ég að taka
það sem vantaði upp á í fjar-
námi.“
– En hvernig kom það til að
þú sóttir um þessa stöðu?
Gamall draumur?
„Já, það má eiginlega segja
það. Mig dreymdi kannski
ekki um þetta þegar ég var að
alast hér upp en á seinni árum
og í mínu námi velti ég því oft
fyrir mér að þessi starfsvett-
vangur gæti hentað mér. Þegar
ég hafði svo gert það upp við
að ég vildi slíkan vettvang lá
beint við að sækjast eftir ein-
mitt þessari stöðu, því að hér
þekki ég til staðhátta og kann
best við mig.“
Ekki pólitískur
bæjarstjóri
Einar segist eiga von á því
að starfa sem framkvæmda-
stjóri sveitarfélagsins en ekki
sem pólitískur bæjarstjóri.
02.PM5 18.4.2017, 10:144