Bæjarins besta - 15.01.2003, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 11
Íbúð til sölu!
Til sölu er 4ra herbergja íbúð á 3. hæð að
Stórholti 7. Íbúðin er 117m² í góðu ástandi.
Mjög fallegt útsýni.
Upplýsingar í símum 456 4643 og 899
0743.
Hjartalæknir
Davíð Arnar sérfræðingur í hjartasjúkdóm-
um verður með móttöku á Ísafirði dagana
21. - 24. janúar.
Tímapantanir í síma 450 4500, á milli kl.
08:00 og 16:00 alla virka daga.
Í sumar er von á fjórtán
skemmtiferðaskipum með
samtals um 4000 farþega inn-
anborðs til Ísafjarðar. Þetta er
fjórum skipum og liðlega þús-
und farþegum fleira en var á
nýliðnu ári. Fjöldi skipa og
farþega hefur verið nokkuð
breytilegur á milli ára en í
heildina er greinilegt er að
stefnan hefur verið upp á við.
Til samanburðar má nefna
að sumarið 1995 komu til
Ísafjarðar 6 skip með um 1700
farþega. Hefur því fjöldi skipa
og farþega meira en tvöfaldast
á síðastliðnum 8 árum. Rúnar
Óli Karlsson, ferðamálafull-
trúi Ísafjarðarbæjar, segir að
hafnirnar í Reykjavík, á Ísa-
firði og á Akureyri hafi átt
langt og farsælt samstarf við
aðila í ferðaþjónustu um
kynningu þeirra erlendis og
ætlunin sé að auka það sam-
starf enn frekar.
Nú stendur yfir undirbún-
ingur fyrir komandi sumar og
verið er að vinna að hugmynd-
um um móttöku ferðamann-
anna. Rúnar Óli segir Ísafjarð-
arbæ hafa fengið góða um-
sögn frá farþegum skemmti-
ferðaskipa fyrir skemmtilegt
og líflegt viðmót. Jafnan hefur
verið staðið fyrir sérstökum
uppákomum í tilefni af komu
skipanna, gestunum og íbúum
bæjarins til mikillar ánægju.
Einnig segir Rúnar að verið
sé að vinna að því að bæta
merkingar í bænum þar sem
ábendingar hafi borist þess
efnis, að ferðamenn sem skoði
bæinn eigi erfitt með að finna
áhugaverða staði á borð við
Sjóminjasafnið og Sundhöll-
ina.
„Það er mjög virtur ráðgjafi
að meta frammistöðu hafn-
anna þriggja í móttöku far-
þega. Hann hefur metið það
svo að hér sé vel staðið að
skipulögðum ferðum sem far-
þegarnir notfæra sér. Þeir sem
kjósi að skoða bæinn upp á
eigin spýtur lendi hins vegar í
vandræðum með rata á rétta
staði“, segir Rúnar Óli Karls-
son.
Guðmundur Kristjánsson
hafnarstjóri á Ísafirði segir
mikinn hug í mönnum og
stefnt sé á frekari sókn á
vettvangi skemmtiferðaskip-
anna. Segir hann áðurnefndar
þrjár hafnir hafa unnið saman
í átta ár og nú sé unnið að
frekara samstarfi í víðari
skilningi. Ætlunin sé að tengj-
ast hagsmunaðilum í ferða-
þjónustunni enn frekar og
segir Guðmundur unnið að því
með Ferðamálaráði og fagað-
ilum að þróa þetta samstarf.
„Við stefnum að því að starfa
saman undir einu vörumerki
enda eru hafnirnar ekki að
keppa innbyrðis“, segir Guð-
mundur Kristjánsson.
Komur skemmtiferðaskip-
anna skila umtalsverðum tekj-
um til Ísafjarðarhafnar. Guð-
mundur segir þann kostnað
sem höfnin leggi út vegna
markaðssetningar skila sér
margfalt í tekjum af skipun-
um.
Meðal þeirra skipa sem
væntanleg eru í sumar er 800
farþega skip frá félaginu Hol-
land - American Cruise Line.
Fulltrúar þess komu til Ísa-
fjarðar á liðnu hausti til að
skoða aðstæður og létu mjög
vel af þeim.
Von er á 14 skemmti-
ferðaskipum í sumar
Komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar fjölgar
Skemmtiferðaskip við legu á Skutulsfirði.
Norðvesturkjördæmi
Prófkjör D-lista gilt
en ágallar harmaðir
Ekki er forsenda til að
ógilda prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins í Norðvesturkjör-
dæmi, að mati stjórnar kjör-
dæmisráðs. Stjórnin harmar
hins vegar ágalla á fram-
kvæmd prófkjörsins. Fram
kom í fréttum Ríkisútvarps-
ins að stjórnin fjallaði um
bréf Vilhjálms Egilssonar al-
þingismanns sem hafnaði í 5.
sæti í prófkjörinu en hann fór
fram á ógildingu þess. Stjórn-
in þakkar Vilhjálmi samstarfið
liðin ár og óskar honum vel-
farnaðar á nýjum vettvangi.
Vilhjálmur hefur formlega
sagt af sér þingmennsku frá
og með 16. janúar. Adolf H.
Berndsen, framkvæmda-
stjóri á Skagaströnd, tekur
sæti á Alþingi í hans stað.
Adolf tekur sæti í efnahags-
og viðskiptanefnd og sjáv-
arútvegsnefnd í stað Vil-
hjálms Egilssonar, alþingis-
manns.
Allt sjúkrahússorp af höfuðborgarsvæðinu
Flutt til eyðingar á Ísafirði?
Útlit er fyrir að allt sjúkra-
hússorp af höfuðborgar-
svæðinu verði flutt með
gámum til Ísafjarðar og því
eytt í sorpbrennslustöðinni
Funa. Með hugtakinu „sjúk-
rahússorp“ er átt við sérstak-
an úrgang frá heilbrigðis-
stofnunum sem hefur í för
með sér meiri sýkingar-
hættu og hættu á meiðslum
en annar úrgangur.
Til þessa flokks heyrir
sóttmengaður úrgangur, lík-
amsleifar, hvassir hlutir,
lyfjaúrgangur og frumu-
breytandi efni, sem geta haft
stökkbreytingar í för með
sér. Sorpeyðingarstöð Suð-
urnesja hefur til þessa fargað
sorpinu en heilbrigðiseftirlitið
hefur krafist þess að því verði
hætt. Í svari umhverfisráð-
herra til Einars K. Guðfinns-
sonar á Alþingi í haust kom
fram, að Sorpbrennsla Suður-
nesja tók á móti 280 tonnum
af sjúkrahússorpi árið 2001.
Í Svæðisútvarpi Vest-
fjarða kom fram, að sam-
kvæmt upplýsingum um-
hverfisráðherra blasi við, að
besta úrræðið sé að flytja
þetta sorp í Funa meðan ekki
er til fullkomnari aðstaða á
höfuðborgarsvæðinu eða á
Suðurnesjum.
Sorpbrennslustöðin Funi í Engidal.
02.PM5 18.4.2017, 10:1411