Bæjarins besta - 23.04.2003, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 3Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Maðurinn, umhverfið
og líðan hans
Námskeið á sviði forvarna og heilsueflingar.
Dagana 25. og 26. apríl munu Heilsubærinn Bolungarvík og
Fræðslumiðstöð Vestfjarða standa fyrir námskeiði um líðan manns-
ins í víðum skilningi og hvað hann getur gert til að bæta líðan sína.
Á námskeiðinu munu fimm sérfræðingar fjalla um efnið út frá mis-
munandi sjónarhornum. Námskeiðið verður haldið í Safnaðarheim-
ilinu í Bolungarvík og stendur yfir á föstudaginn 25. apríl frá kl.
18:00-22:00 og á laugardaginn 26. apríl frá kl. 09:00-15:00.
Námskeiðið er styrkt af Sparisjóði Bolungarvíkur. Þátttökugjald
er kr. 1.000.- á mann og eru veitingar innifaldar.
Nánari upplýsingar og skráning er hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða,
www.frmst.is á netinu eða í síma 456 5025.
Fyrirlestur!
Föstudaginn 25. apríl heldur Magnús Ólason, endurhæfingar-
læknir á Reykjalundi opinn fyrirlestur sem hann kallar Þrálátir verk-
ir – faraldur nútímans. Fyrirlesturinn verður í Slysavarnahúsinu í
Bolungarvík og hefst kl. 20:00. Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Aðgangur ókeypis.
Kaupfélag Skagfirðinga
Orðsending til
sauðfjárbænda
Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga
boðar til kynningarfundar um slátrun og
markaðsmál sauðfjárafurða að Hótel Ísafirði,
föstudaginn 25. apríl nk. kl. 20:30.
Sérstök kynning verður á breyttum áhersl-
um hjá félaginu varðandi útflutning og mark-
aðsmál erlendis.
Vonumst eftir að sjá sem flesta bændur á
fundinum.
Kaupfélag Skagfirðinga,
kjötafurðastöð.
Vettvangsskoðun vegna
fyrirhugaðs snjóflóðavarnar-
garðs í Seljalandshverfi á Ísa-
firði verður í dag, miðvikudag,
á verkstað að viðstöddum full-
trúum verkkaupanda og verk-
taka. Þann 15. apríl sl. auglýsti
Framkvæmdasýsla ríkisins,
f.h. Ísafjarðarbæjar, eftir til-
boðum í verkið og verða þau
opnuð 6. maí nk. Í útboðslýs-
ingunni segir að um sé að ræða
650 m langan leiðigarð og 9
keilur en gert er ráð fyrir að
verkið taki tvö ár og eru áætl-
uð verklok haustið 2004.
Í útboðslýsingunni kemur
jafnframt fram að verktaki
getur hafið vinnu um mánaða-
mótin maí/júní 2003 og meðal
þess sem felst í verkinu er að
fjarlægja gróðurþekju úr garð-
stæðinu og flóðafarveginum
en leiðigarðurinn skal að öllu
leyti byggður úr efni á staðn-
um sem fæst við gröft og mót-
un flóðafarvegar garðsins. Þá
skal verktaki sjá um frágang
yfirborða leiðigarðs og flóða-
farvegs, gerð göngustíga, gerð
vinnuvegslóða sem verktaki
telur nauðsynlega vegna fram-
kvæmdanna, gerð drenskurð-
ar og breyting á farvegi Selja-
landsár á tveimur stöðum.
Einnig er innifalið í verkinu
að byggja nýjan aðkomuveg
að skíðasvæðinu á Seljalands-
dal í gegnum leiðigarðinn og
ganga frá lögnum.
Verktakar skoða aðstæður
Snjóflóðavarnargarður fyrir ofan Seljalandshverfi
Undirbúningshópur vegna
byggingar framtíðarhúsnæðis
fyrir Grunnskólann á Ísafirði
skilaði af sér lokaskýrslu í
lok síðasta mánaðar. Nú er
unnið að málinu innan bæjar-
kerfisins en engar ákvarðanir
hafa verið teknar og skýrsla
nefndarinnar hefur ekki verið
kynnt opinberlega. Skarphéð-
inn Jónsson, skólastjóri
Grunnskólans á Ísafirði, segir
starfshópinn hafa skilað af sér
tillögum þar sem stuðst sé við
vinningstillöguna úr arki-
tektasamkeppninni frá síðasta
sumri.
Lítið hefur farið fyrir mál-
inu í fundargerðum Ísafjarðar-
bæjar en Skarphéðinn segir
það ekki sofnað. Fyrr í þessari
viku hafi þannig fulltrúar frá
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
verið á Ísafirði að kynna sér
málin vegna hugsanlegrar að-
komu sjóðsins að væntanleg-
um framkvæmdum.
Unnið að húsnæðismálum
skólans innan bæjarkerfisins
Grunnskóli Ísafjarðar
Íslandsmeistaramótið í „border cross“
Skíðadrottningin Sigríður
Þorláksdóttir frá Ísafirði
sigraði í kvennaflokki á Ís-
landsmeistaramóti Swatch
og íslensku snjóbrettasam-
takanna ISA í „border
cross“ á snjóbrettum sem
haldið var á Breiðadals- og
Botnsheiði á laugardag.
Katla Hannesdóttir frá
Reykjavík hafnaði í öðru
sæti en Ásta Esradóttir frá
Súðavík kom þriðja í mark.
Í meistaraflokki bar Jón
Heiðar Andrésson frá
Reykjavík sigur úr býtum
en Daníel Magnússon frá
Reykjavík varð annar og
Bjarki Þorláksson frá Ísafirði
þriðji. Í flokki 16 ára og yngri
sigraði Aron Svanbjörnsson,
bróðir hans Tryggvi, varð ann-
ar og Kolmar Sigurðsson
þriðji en þeir eru allir frá Ísa-
firði. Alls tóku um 20 kepp-
endur þátt í mótinu og komu
þeir frá Reykjavík, Akureyri
og Ísafirði.
Mótið var með útsláttarfyr-
irkomulagi og renndu kepp-
endur sér samhliða í brautinni.
Vegleg verðlaun voru í boði
en Swatch umboðið á Íslandi
gaf sigurvegurunum Swatch
úr og verslunin Brim í Reykja-
vík gaf brettaklæðnað.
Rakel Sævarsdóttir hjá
Swatch umboðinu segir að-
standendur mótsins vera
afar ánægða með hvernig
til tóks þó aðstæður hafi
verið nokkuð erfiðar á heið-
inni. „Þetta var meiriáttar,
það voru allir mjög ánægðir
með þetta þannig að ég held
að stemmningin verði enn
betri að ári. Auðvitað hefði
þetta verið auðveldara við-
fangs ef skíðasvæðið, þar
sem öll tæki eru fyrir hendi,
hefði verið opið en mönn-
um líkaði vel að vera bara
úti í náttúrunni“, sagði Rak-
el.
Sigga Láka sigraði
Keppendur á brettamótinu í brautinni.
Hljómsveitin Írafár lék í
þrígang fyrir Ísfirðinga og
gesti þeirra á skíðaviku.
Síðdegis á skírdag lék
hljómsveitin á fjölsóttum
barna- og unglingatónleik-
um í félagsheimilinu í
Hnífsdal sem voru styrktir
af Hraðfrystihúsinu –
Gunnvöru hf. Um kvöldið
tróð sveitin svo upp óraf-
magnað ásamt hljómsveit-
inni Ber í Sjallanum á Ísa-
firði. Hápunktinum var
svo náð að kvöldi föstu-
dagsins langa þegar upp-
selt var á stórdansleik
þeirra í félagsheimilinu í
Hnífsdal. Írafár hlaut góð-
ar undirtektir skíðaviku-
gesta enda er hljómsveitin
afar vinsæl um þessar
mundir og ekki spillir fyr-
ir að miklar vonir eru
bundnar við þátttöku Bir-
gittu í Evróvísjón söng-
keppninni nú í maí.
Írafár naut hylli Ísfirðinga
og annara skíðavikugesta
Birgitta Haukdal ásamt Sigurði Samúelssyni hinum ísfirska bassaleikara Írafárs.
16.PM5 18.4.2017, 10:573