Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.04.2003, Side 6

Bæjarins besta - 23.04.2003, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is maður vikunnar Nafn: Guðni Ó. Guðnason. Fædd/-ur, hvar og hvenær: Í Reykjavík, 14.12.1965. Atvinna: Umdæmisstjóri Vátryggingafélags Íslands á Vestfjörðum. Fjölskylda: Eiginkonan heitir Sólveig Pálsdóttir og börnin eru Guðni Páll 10 ára, Kjartan Elí 6 ára og Benedikt Hrafn 2 ára. Helstu áhugamál: Íþróttir og iðkun þeirra og þá körfubolti, golf og annað. Í þessari röð. Bifreið: Subaru Forester, árgerð 1998 og Saab 900 árgerð 1983. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Nýrri og betri Saab. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Kokkur. Uppáhalds matur? Pylsa á Bæjarins beztu (það helsta sem ég sakna frá Reykjavík) og skyr með krækiberjum. Versti matur sem þú hefur smakkað? Blóðgrautur í boði tengdamömmu minnar. Uppáhalds drykkur? Kaffi, gott koníak og þá helst saman. Uppáhalds tónlist? Megas. Uppáhalds íþróttamaður eða félag? Larry Bird, gamall jaxl úr NBA-boltanum (lék með Boston), Bost- on, Leeds, KFÍ og KR. Uppáhalds sjónvarpsefni? NBA. Uppáhalds vefsíðan? kfi.is og bb.is Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Úff! Dettur í hug Seven, Good Will Hunting og Börn náttúrunnar. Fallegasti staður hérlendis? Margir staðir, fyrst kemur upp í hugann Djúpavík á Ströndum, Ásbyrgi, Skaftafell og fleira og fleira. Fallegasti staður erlendis? Ég hef farið víða en séð lítið, mestmegnis innviði íþróttahúsa og hótela. Andorra kemur upp í hugann sem og Yalta við Svarta- haf. Ertu hjátrúarfull(ur)? Já, já. Uppáhalds heimilistækið? Tölvan. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Spila körfubolta og golf með góðum vinum. Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna? Væl og metnaðarleysi. Menn verða að horfa í eigin barm og sjá hvað þeir sjálfir geta lagfært til að ná árangri en ekki kenna öðrum um eigin ófarir. Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Spila körfubolta og golf með góðum vinum. Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt- ast? Já. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Það gerðist þegar ég var u.þ.b. 19 ára. Ég og félagi minn vorum á leið á Sauðárkrók til að stýra 13 ára drengjum úr KR í keppni. Einhvern veginn tókst mér að taka ranga beygju og enda á Hólmavík! Ég veit ekki enn hvernig við fórum að þessu. Hafa ber í huga að þarna var um unga Reykjavíkursveina að ræða. Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir þú breyta? Samþykkja úrvalsdeildarstyrk til handa KFÍ. Lífsmottó? Ýmis eru mottóin en í fyrsta sæti má setja að gera ekki öðrum það sem þú vilt ekki að þeir geri þér. Sælkerar vikunnar eru Hrafnhildur Samúelsdóttir og Jósef Vernharðsson Fylltur úrbeinaður lambahryggur Ætlaði að verða kokkur Úrbeinið hrygginn og takið lundirnar og leggið í sárið (hryggurinn á að vera í heill). Kryddið með grillkryddi. Setj- ið fyllingu í hrygginn (sjá hér fyrir neðan) og vefjið honum saman með bandi eins og rúllupylsu. Til að pensla hrygginn að utan hrærum við saman 2 pressuðum hvítlauksrifjum, grillkryddi og 2 msk matarolíu. Fylling 2 msk Sweet Relish 1 stk saxaður laukur ½ paprika, rauð 3 msk franskt sinnep 2 franskbrauðssneiðar Allt sett á pönnu og hitað og síðan sett í hrygginn. Steikið í ca. 1 klst við 200°C hita (gott að steikja í steikingarpotti). Sósa 300 g sveppir steiktir í smjöri og settir í pott ásamt 3 dl sjóðandi vatni ½ piparostur settur út í og látið malla þar til osturinn er bráðnaður ¼ l rjómi Honig teningar eftir smekk sósujafnari ekki skaðar að setja smáskvettu af koníaki Salat 2 stk epli, smátt skorin 125 g döðlur, smátt skornar 100 g smátt skorið suðusúkkulaði ¼ l þeyttur rjómi öllu blandað saman Þetta salat er mjög gott með kjöti. Svo eru sykurbrúnaðar kartöflur og eitthvað súrt og sætt eftir smekk hvers og eins borið með. Rækjufrauð (forréttur) 300 g rækjur 1 búnt steinselja ½ lítri rjómi 100 g mæjones 1 box sýrður rjómi, 18% 10 blöð matarlím safi úr hálfri sítrónu aromat ½ dl vatn Hakkið rækjurnar í matvinnsluvél. Blandið saxaðri stein- seljunni saman við ásamt mæjonesi og kryddinu. Leggið matarlímið í bleyti og leysið það síðan upp í sítrónusafanum og vatninu og hitið í vatnsbaði þar til matarlímið er uppleyst. Kælið aðeins. Þeytið rjómann og blandið varlega saman við rækjumaukið. Hellið síðan matarlíminu saman við. Klæðið stórt formkökuform með plastfilmu og setjið síðan rækjufrauðið í formið. Kælið í ísskáp um 6 klukku- stundir. Hvolfið síðan á fat skreytt með vínberjum, rækjum, tómötum eða hverju sem vill. Berið fram með ristuðu brauði og kryddsósu. Mars-ís 120 g púðursykur 3 eggjarauður 2 egg 1 tsk vanillusykur 3 stk Mars-súkkulaði, smátt skorin ½ l rjómi Þeytið saman egg, eggjarauður og sykur létt og ljóst geymið meðan rjóminn er þeyttur. Blandið varlega saman rjómanum og eggjahrærunni og síðan Mars-súkkulaðinu. Setjið í form og frystið. Verði ykkur að góðu. Við viljum skora á hjónin Halldóru Magnúsdóttur og Kristján Haraldsson að koma með uppskriftir í næsta blaði. Þau eru þvílíkir listakokkar að leitun er að öðru eins. Sumarstarfsmenn Okkur vantar sumarstarfsmenn, bæði í verslun og timbursölu. Skemmtileg og fjöl- breytt störf. Upplýsingar í verslun okkar eða hjá rekstr- arstjóra í síma 660 3102. Húsasmiðjan hf., Ísafirði. Sumarhótel á Ísafirði til leigu Til leigu er 1.719m² veitinga- og gistiað- staða í heimavist Menntaskólans á Ísafirði frá 1. júní til 22. ágúst 2003. Um er að ræða 20 gistiherbergi ásamt rúmgóðri eldhúsað- stöðu með kæliklefum, þvottahúsi, kjöt- vinnsluaðstöðu, matsal o.fl. Til greina koma áframhaldandi leiguafnot af hluta húsnæð- isins næsta vetur. Nánari upplýsingar veitir Ólína Þorvarð- ardóttir, skólameistari í síma 450 4400. Unglingameistaramót Íslands Fjöldi silfur- og bronsverðlauna Sextán ungmenni frá Skíðafélagi Ísfirðinga kepp- tu á Unglingameistaramóti Íslands í skíðaíþróttum í Hlíðarfjalli við Akureyri um fyrri helgi. Þar af kepptu fimm í göngu og ellefu í alpagreinum. Ekkert þeirra vann til gullverðlauna að þessu sinni, þótt stundum munaði aðeins hársbreidd. Silfurverðlaun hlutu hins vegar Brynjólfur Óli Árna- son í göngu með frjálsri að- ferð, Kristján Ásvaldsson í göngu með frjálsri aðferð, göngu með hefðbundinni aðferð og göngutvíkeppni, Jóhanna Bárðardóttir í göngu með hefðbundinni aðferð og göngutvíkeppni og A-sveit SFÍ í boðgöngu á stuttri braut. Sveitina skip- uðu þeir Kristján Óskar, Brynjólfur Óli og Guð- brandur Grétar Jónsson. Bronsverðlaun hlutu Jó- hanna Bárðardóttir í göngu með frjálsri aðferð og Bryn- jólfur Óli Árnason í göngu með hefðbundinni aðferð og í göngutvíkeppni. 16.PM5 18.4.2017, 10:576

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.