Bæjarins besta - 23.04.2003, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
– rætt við Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumann
Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar
Óhætt að
biðja um
aðstoð áður
en allt er
farið í hund
og kött
Töluverðar breytingar hafa orðið á rekstri
félagsþjónustu og barnaverndarmála í Ísafjarðar-
bæ á undanförnum árum. Nú síðast sameinuðust
Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur og Bolungar-
víkurkaupstaður um eina sameiginlega barna-
verndarnefnd fyrir svæðið. Breytingar hafa
miðað að því að gera rekstur málaflokksins
faglegri og draga úr þeim vanköntum sem fylgja
smæð samfélagsins þegar taka þarf á erfiðum
málum. Ingibjörg María Guðmundsdóttir er
fyrsti forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrif-
stofu Ísafjarðarbæjar en hún tók við starfinu
þegar stofnunin var sett á laggirnar í júlímánuði
árið 2000. Segir hún mikið hafa breyst í með-
höndlun málaflokksins með tilkomu skrifstof-
unnar. Þá hafi starfsemin eflst og fleiri fagaðilar
séu til taks en áður. Ekki er laust við að ein-
hverjir finni fyrir nokkrum hrolli þegar minnst
er á barnaverndarnefndir enda hafa þær um
mörg ár haft á sér einskonar grýluímynd af
opinberum starfsmönnum sem hrífa organdi
börn frá mæðrum sínum og koma þeim fyrir í
umsjá ókunnungra. Fyrir nokkrum árum var
tekið upp nýtt verklagskerfi við meðferð barna-
verndarmála þar sem málin eru númeruð og
barnaverndarnefnd kemur að þeim með óper-
sónugreinanlegum hætti. Ingibjörg segir mikla
ánægju með þetta fyrirkomulag, bæði hjá nefnd-
armönnum og skjólstæðingum nefndarinnar.
Eins hafi það vakið athygli út fyrir Ísafjarðarbæ
og verið innleitt víða. Þrátt fyrir ýmsar úrbætur
er óhjákvæmilegt að meðferð málaflokksins verði
erfiðari í smærri samfélögum og hætta á að mál
verði persónuleg. Ingibjörg féllst á að segja frá
þeim breytinum sem orðið hafa á umhverfi og
skipulagi málaflokksins á undanförnum árum og
erfiðleikunum sem fylgja því að fjalla um svo
viðkvæm málefni í nándarsamfélagi.
Starfsmenn hafa stuðn-
ing hver af öðrum
„Þegar Skóla- og fjölskyl-
duskrifstofa er stofnuð breyt-
ist vinnsla barnaverndarmála.
Fleira fólk sinnir málaflokk-
num og starfsliðið verður fjöl-
mennara vegna þess að skóla-
mál, fjölskyldumál og barna-
verndarmál eru unnin þarna
öll saman. Áður var félags-
málastjóri og einn sálfræðing-
ur í hálfu starfi en þetta breytist
í það að vera þrír starfsmenn
inni á skrifstofunni og einn
úti á heimilum. Strax við þetta
breytist starfsumhverfið og
verður vænlegra að því leyti
að fólk hefur stuðning hvert
af öðru – getur borið saman
bækur sínar og fengið ráð-
leggingar hvert frá öðru.“
– Segja má að félagsþjón-
ustan hafi verið efld með þess-
ari ráðstöfun...
„Já, hún hefur verið efld,
miðað við það sem ég sé af
gögnum og hef heyrt frá fólki.
Í rauninni er alveg nauðsyn-
legt að hafa öfluga stofnun og
þetta mikið af fólki. Yfirleitt
eru málin þannig sem hingað
koma að það er erfitt að sitja
með þau einn og geta ekki
fengið ráðleggingar og fleiri
sjónarmið hvernig best er að
vinna úr þeim. Sérstaklega
kemur þetta í ljós í barna-
verndarmálunum vegna þess
að yfirleitt kemur enginn og
biður um þjónustu barna-
verndarnefndar, ólíkt því sem
er í félagsþjónustunni.
Barnaverndin fer út og inn
á heimili fólks til að sinna
málum, hvort sem viðkom-
andi fjölskylda er tilbúin að
þiggja þjónustu hennar eða
ekki. Við höfum skyldu til að
veita þessa þjónustu sam-
kvæmt lögum en svo er auð-
vitað spurning hvað hægt er
að leysa í samvinnu fólks og
hvað ekki. Hins vegar er það
alltaf barnið eða börnin sem
eru skjólstæðingar og reynt
er gera það sem er þeim fyrir
bestu. Það getur á stundum
verið erfitt fyrir fullorðna að
skilja þetta sjónarhorn og að-
skilja eigin þarfir frá þörfum
barnsins eða barnanna.“
Hafa ekkert
vald utan funda
– Er þá meiri geta til að
framfylgja barnaverndarlög-
um í kjölfar bættrar vinnuað-
stöðu hjá stofnuninni?
„Já, ég held að það sé alveg
á hreinu. Nú orðið er miklu
auðveldara hjá okkur að vinna
að málum og auðveldara að
eiga við hvers konar mál í
raun og veru. Ef maður skoðar
þau úrræði sem við erum að
beita í barnaverndarmálum, þá
getum við boðið upp á nánast
öll viðurkennd úrræði. Með-
ferðarheimili er nánast það
eina sem við rekum ekki sjálf
en við höfum verið með stuðn-
ingsfjölskyldur og sækjum
síðan um vistun á meðferðar-
heimilum ríkisins sem eru um
allt land. Í barnaverndinni er-
um við orðin viðurkennd sem
góð stofnun. Við erum góð í
að sníða úrræði þannig að það
skili árangri. Einfaldlega sagt
erum við betur í stakk búin til
að takast á við svona mál í
dag en við vorum.
Núna erum við að fara inn í
sameiginlega barnaverndar-
nefnd með Bolungarvík og
Súðavík, sem ég held að geri
það að verkum að íbúar þeirra
sveitarfélaga græði á því sem
við höfum verið að byggja
upp hér. Allir sem koma til
kasta nefndarinnar hafa að-
gang að sömu úrræðum.
Nefndin er skipuð þremur full-
trúm frá Ísafjarðarbæ og ein-
um frá hvoru hinna sveitarfé-
laganna. Málin eru lögð fram
undir númerum þannig að
nefndarmenn vita aldrei hverj-
ir skjólstæðingar þeirra eru.
Þetta tryggir málefnalegri um-
fjöllun og minnkar að mörgu
leyti álagið á nefndarmönnum
því þeir þekkja ekki skjól-
stæðinga sína þegar þeir fara í
Samkaup eða Bónus að ver-
sla.“
– Þetta hefur væntanlega
stundum verið erfitt. Líklega
er fátítt að fólk kunni engin
deilli á skjólstæðingum sín-
um.
„Allavega er nálægðin mik-
il. Við bjuggum til þessar regl-
ur árið 2001 vegna þess að
okkur fannst umræður vilja
snúast um persónur en ekki
málefni. Verklagið í dag er
þannig að starfsmenn greina
nefndarmönnum frá mála-
vöxtum. Telji þeir nægar upp-
lýsingar liggja fyrir, þá taka
þeir ákvörðun út frá þeim eða
óska eftir frekari upplýsingum
eftir atvikum. Síðan eru það
starfsmennirnir sem fara út
og vinna í málunum. Í ein-
staka tilvikum hafa skjólstæð-
ingar sem ekki hafa verið
ánægðir með afgreiðslur haft
samband við nefndarfólk,
hringt heim til nefndarmanna
eða eitthvað slíkt. Nefndin er
fjölskipað vald, sem þýðir að
þegar fundur er settur, þá hefst
vald nefndarinnar en þegar
fundi er slitið þá lýkur því.
Þannig hefur einstakur
nefndarmaður ekkert ákvörð-
unarvald í málum nema hann
sitji inni á fundi með öllum
hinum. Þess vegna er svo
brýnt að hafa skýra afmörkun
um hvað starfsmaður barna-
verndar má gera, hvenær hann
má gera það og hvað má líða
langur tími þar til hann fær
samþykki nefndarinnar ef
hann grípur til neyðarúrræða.
Við vinnum eftir afmörkun
um það hvað starfsmönnum
nefndarinnar er heimilt að
gera. Allt sem nær út fyrir það
fer inn í nefndina til ákvörð-
unar.“
Innri málefni
fjölskyldna erfið
– Er þá fyrir hendi skýr af-
mörkun um það hverjir sjái
um framkvæmd mála og
hverjir ekki?
„Barnaverndarnefnd tekur
ákvarðanir um aðgerðir í mál-
um, felur starfsmönnum sín-
um framkvæmdina og hefur
eftirlit með að henni sé sinnt.
En nefndin fer ekki og fram-
kvæmir. Ef upp kemur neyð-
aratvik inni á heimili um miðja
nótt, þá fer nefndin ekki á
vettvang. Það gera starfs-
mennirnir. Barnaverndarnef-
16.PM5 18.4.2017, 10:578