Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.04.2003, Qupperneq 10

Bæjarins besta - 23.04.2003, Qupperneq 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Skoðanakannanir Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. bb.is Þar sem púlsinn slær... STAKKUR SKRIFAR Skoðanakannanir benda til þess, að einungis verði kostur á þriggja flokka ríkisstjórnum að kosningum loknum. Þetta er byggt á ummælum forsætis- og utanríkisráðherra. Sá fyrri telur víst að allt stefni í að mynduð verði ríkisstjórn Samfylkingar, Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna, miðað við niðurstöðu skoðanakannana og ummæli forystumanna þeirra. Hinn síðari telur, að hljóti Framsóknarflokkurinn kosningu sem skilar aðeins 7 til 8 þingmönnum, hljóti slíkt að teljast skýr skilaboð frá kjósendum um að hans sé ekki óskað við stjórnvölinn. Reyndar hefur samstarf þessara tveggja flokka verið farsælt og óumdeilt að þjóðarbúið standi vel, þótt stjórnarandstaðan telji þar einungis utanaðkomandi áhrif að verki. En þar sker hún sig skýrt og greinilega frá stjórnarflokkunum, sem telja að ríkisfjármálum sé hægt að stjórna og gera það. Þriggja flokka stjórnir hafa ekki gefist vel. Nægir að minna á vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar 1971 til 1974, stjórn sama forsætisráðherra 1978 til 1979, ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen 1980 til 1983 og vinstri stjórnina 1988 til 1991 undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Ekki skal því haldið fram, að viljaskortur hafi ráðið eða engu góðu hafi verið komið til leiðar. Hinu verð- ur ekki neitað og dómur sögunnar er á þá leið, að verulegra lagfæringa var þörf í lok stjórnartímans. Í meginatriðum var niðurstaðan sú, að ríkisfjármál þörfn- uðust uppstokkunar. Viðtakandi ríkisstjórna, sem allar voru tveggja flokka og gripu til markvissrar fjármálastjórnunar, beið mikil vinna. Flestar fjölflokka- stjórnirnar voru vinstri stjórnir með einni undantekningu, ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar 1987 til 1988. Þær tóku við góðu búi, en fórst stjórnin ekki nægilega vel úr hendi þótt viljinn væri góður. Of ólík stefna flokkanna, sem aðildina áttu, réð því að heildarstefnan leið fyrir. Árangurinn varð sá, að ríkisfjármál voru yfirleitt í nokkrum ólestri og þá sjaldan meir en í lok stjórnarsetu 1983, en þá mældist verðbólga 130% og hafa hærri tölur ekki sést hérlendis, þótt oft hafi útlitið verið svart. Hvað þýðir ríkisstjórn þessara þriggja flokka fyrir Vestfirði? Afnám kvóta- kerfisins mun kippa stoðunum undan þeim útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum sem hér starfa enn. Svo mikla trú hafa heimamenn, að keypt var hlutafé í Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru fyrir nærri 700 milljónir króna nýlega. Stoðunum kann að verða kippt undan því glæsta fyrirtæki. Verst er, að það telja þeir, sem því hafa lofað, verða til góðs. Framfarir og uppgangur í smábátaútgerð verða kyrkt og nægir að minna á ummæli Davíðs Kjartanssonar í þeim efnum. Hætt er við því að grundvellinum undan núverandi útgerð í Bolungarvík verði kippt burt með sama hætti. Hvar stöndum við þá? Fjármagn til stórútgerðar er ekki á lausu og síst verði það tekið með fjárheimtu í ríkissjóð í formi ótrúlegrar skattlagningar af hverju veiddu kílói þegar í land er komið. Svona loforð gefa menn vart nema þeir haldi að við þau þurfi ekki að standa. Kvótakerfið má laga, en verði hitt að veruleika má vænta þess, að við taki efnahagssveiflur sem kjóendur eldri en 35 ára þekkja alltof vel, en hinir ekki. Fermingargreiðslurnar í ár með ýmsu móti Frelsi í hárafari bæði drengja og stúlkna Guðrún Karlsdóttir hár- greiðslumeistari hjá Hár- kompaní á Ísafirði segir mikið frelsi í gangi varð- andi fermingargreiðslurnar í ár. Strákarnir kjósi frem- ur að vera með lubba þótt einhverjir séu stífrakaðir. Stelpurnar verði ýmist með hárið uppsett eða þá slegið með strípum til að fá aukna hreyfingu og áferð. Hárkompaní sýndi greiðslurnar á fermingar- sýningu sem haldin var á Hótel Ísafirði fyrir skömmu í samstarfi fyrir- tækja í bænum. Þar sýndu 13 tilvonandi fermingar- börn útivistarföt frá Hafn- arbúðinni, spariföt frá Jóni og Gunnu og náttföt frá Silfurtorgi en Alda Karls- dóttir sá um förðun. Auk þess höfðu þjónarnir á Hótelinu dekkað fermingar- borð með borðbúnaði frá Straumi og borðskreytingu frá Blómaturninum. Fjölmenni var á sýningunni og segir Guðrún að krakk- arnir hafi staðið sig með stakri prýði í sýningarstörf- unum. Halda mætti að þau gerðu ekki annað. Fjölmenni var á fermingarsýningunni á Hótel Ísafirði. Unnin verður ný vestfirsk byggðaáætlun með Ísafjörð sem þungamiðju – sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra á fundi á Ísafirði Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra hefur ákveðið að hafin verði vinna við byggða- áætlun fyrir Vestfirði með Ísa- fjörð sem þungamiðju. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á fundi hennar og Sturlu Böðvarssonar um samgöngu- og atvinnumál, sem haldinn var í samvinnu við Atvinnu- þróunarfélag Vestfjarða á Hótel Ísafirði í síðustu viku. Sagði Valgerður nokkra reyn- slu komna af starfi við bygg- ðaáætlun fyrir Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið sem gangi vel. Starfið á Vestfjörðum Starfið grundvallað á aðstæðum svæðisins verði hins vegar grundvallað á aðstæðum svæðisins og ekki verði um eftirlíkingu á starfi Eyjafjarðarnefndarinnar að ræða. „Í síðasta mánuði var tekin ákvörðun um uppbyggingu stóriðju á Austurlandi. Í fram- haldinu er augljóst að athyglin beinist hingað vestur. Það er því mikilvægt starf framund- an, sem fyrst og fremst mun byggjast á heimamönnum en í náinni samvinnu við ráðu- neytið“, sagði Valgerður. Ráðherrann fór lofsamleg- um orðum um Byggðaáætlun Vestfjarða sem unnin var af sveitarfélögum í fjórðungn- um. Segist hún sammála höf- undum hennar um mikilvægi þess að byggja upp byggða- kjarna á Vestfjörðun. Það álit sé stutt með niðurstöðum um- fangsmikillar rannsóknar á búsetu og starfsskilyrðum á landsbyggðinni sem unnin var af Hagfræðistofnun og Byggðarannsóknastofnun fyr- ir iðnaðarráðuneytið. „Fjárfestingar í innviðum þyrftu þá að taka mið af því að stækka áhrifasvæði bygg- ðakjarnanna svo byggðirnar umhverfis geti sótt þangað þjónustu sem annars væri ekki fáanleg innan svæðisins“, sagði iðnaðarráðherra. Lýsti ráðherra því yfir að henni þættu sérlega áhuga- verðar hugmyndir um upp- byggingu klasafyrirtækja sem í nánu samstarfi legðu stund á tækniþróun, nýsköpun og framleiðslu á grunni sjávarút- vegs og úrvinnslu sjávaraf- urða. Ljóst væri að þegar sé fyrir hendi sterkur kjarni að slíkum klasa. „Styrkurinn felst ekki hvað síst í því, að á svæðinu eru starfandi fyrirtæki með mikla þekkingu og alþjóðlega mark- aðsreynslu sem er gulls ígildi. Ef vel tekst til við þróun þess- ara klasahugmynda, þá er hægt að leysa hér úr læðingi heilmikla sókn í nýsköpun atvinnulífsins“, sagði Val- gerður. Valgerður Sverrisdóttir. Vestfirðir Sveitarfélögin yfirtaki rekstur málefna fatlaðra Fjórðungssamband Vest- firðinga hefur forgöngu um að sveitarfélög á Vestfjörðum yfirtaki rekstur málefna fatl- aðra frá ríkinu. Stjórn sam- bandsins hefur sent öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum bréf þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til málsins. Ingimar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bandsins, segir að einnig hafi verið leitað samstarfs við fé- lagsmálaráðuneytið. „Málin eru í þeim farvegi að þessi hugmynd kom upp og stjórn sambandsins ákvað að vinna að henni. Fyrir einu til tveimur árum voru í gangi viðræður milli Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og ríkis- ins um yfirtöku málaflokksins sem ekkert varð úr. Þetta hefur hins vegar verið gert á nokkr- um stöðum með þjónustu- samningum, meðal annars á Akureyri og á Norðurlandi vestra.“ Nokkur áhugi mun vera meðal sveitarfélaga í fjórð- ungnum á yfirtöku mála- flokksins og segir Ingimar að horft sé til Norðurlands vestra í því sambandi. „Þar fara Samtök sveitarfélaga á Norð- urlandi vestra með yfirstjórn- ina samkvæmt samningi við ríkið. Málaflokkurinn er aftur á móti rekinn alfarið af fé- lagsmálakerfi hvers sveitar- félags“, segir Ingimar. Þegar hefur Ísafjarðarbær svarað erindi Fjórðungssam- bandsins og tekið vel í þessa málaleitan. Ingimar sagði svör ekki enn hafa borist frá öðrum sveitarfélögum enda ekki langt um liðið frá því að bréfin voru send út. Ertu orðin(n) áskrifandi? Síminn er 456 4560 16.PM5 18.4.2017, 10:5710

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.