Bæjarins besta - 23.04.2003, Blaðsíða 16
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 250 m/vsk
Atvik sem varð á Ísafirði
um miðjan febrúar hefur átt
sér nokkur eftirmál. Í dagbók
lögreglunnar á Ísafirði segir,
að föstudaginn 14. febrúar
„var kærð til lögreglu árás
fjögurra 13 ára drengja á einn
7 ára dreng. Þó meiðsli hafi
ekki verið alvarleg er árásin
engu að síður alvarleg. Mál
þetta var falið Skóla- og fjöl-
skylduskrifstofu Ísafjarðar-
bæjar og foreldrum drengj-
anna til meðferðar.“ Frétt sem
tekin var orðrétt eftir ofan-
greindri bókun, sem birt var
opinberlega á lögregluvefn-
um, birtist síðan hér í blaðinu
líkt og algengt er hjá fjölmiðl-
um.
Foreldrar þriggja af drengj-
unum fjórum hafa krafist leið-
réttingar á þessari bókun, sem
þeir telja ranga. Telja þeir að
ungi drengurinn hafi orðið fyr-
ir aðkasti eins 13 ára drengs
en hinir þrír hafi ekki átt hlut
að máli. Lögregluyfirvöld á
Ísafirði hafa ekki fallist á
breytingar á bókuninni.
Allmikil bréfaskipti hafa
gengið milli aðila um þetta
mál. Foreldrar eins af eldri
drengjunum hafa kært með-
ferð lögreglunnar á Ísafirði á
þessu máli til embættis ríkis-
lögreglustjóra. „Við óskum
eftir því að embætti ríkislög-
reglustjóra hlutist til um rann-
sókn á málinu og leiðrétting
verði gerð á fyrrgreindri frétta-
tilkynningu“, segir í niðurlagi
kærubréfsins.
Bókun lögreglu kærð
til ríkislögreglustjóra
Meðferð árásarmáls á Ísafirði veldur deilum
Líklega Íslandsmet í steinbítsveiði hjá Páli Pálssyni ÍS 102
Sjóskíðin tekin fram á milli
Lögreglan stöðvaði 13 ára stúlku á dráttarvél
Aligæsir gerðu að-
súg að lögreglubíl
Lögreglan á Ísafirði hefur
að undanförnu haft afskipti
af lausagöngu aligæsa sem
munu ósjaldan hafa verið
íbúum í Múlalandi til ama.
Þessar tilteknu gæsir eru
þekkt vandamál, að sögn
lögreglunnar. Þær eru há-
vaðasamar og ágengar og börn
óttast þær og jafnvel fullorðnir
líka. Sem dæmi um ósvífni
og frekju gæsanna má nefna,
að þær veittust að lögreglubíl
og gogguðu í hann þegar lög-
reglan kom til að hafa hendur
í fiðri þeirra.
Í vikunni var lögreglunni
tilkynnt um akstur 13 ára
stúlku á dráttarvél á þjóð-
vegi í umdæminu. Hún mun
aðeins hafa ekið skamman
veg milli afleggjara en lög-
reglan lítur þetta engu að
síður alvarlegum augum.
Fróðir menn telja að ísfisk-
togarinn Páll Pálsson ÍS 102
hafi sett Íslandsmet í stein-
bítsafla að undanförnu. Á
þessari steinbítsvertíð er skip-
ið komið með hátt í 700 tonn
á réttum mánuði frá því að
togararallinu lauk, en áður var
Páll kominn með um 50 tonn.
Ekki er hægt að veiða stein-
bítinn nema þegar myrkur er
og þannig hafa aðeins um sex
tímar á sólarhring nýst til veið-
anna.
Hinn tímann hafa skipverjar
látið reka „og haft það náðugt
en ekki skemmtilegt“, segir
Heimir Tryggvason, sem var
með skipið síðustu tvo túra í
afleysingum fyrir Pál Hall-
dórsson skipstjóra. Undan-
tekningar hafa þó verið frá
því að það hafi ekki verið
skemmtilegt yfir daginn.
Þannig brugðu skipverjar sér
á sjóskíði inni á Arnarfirði fyr-
ir nokkru.
Ekki voru þeir sjóskíða-
menn reyndar dregnir af tog-
aranum sjálfum heldur öflug-
um Zodiac. „Það hafa örugg-
lega aldrei sést önnur eins til-
þrif á sjóskíðum á Arnarfirði“,
segir Heimir Tryggvason.
„Það var bara synd að fugl-
inn skyldi ekki hafa verið bú-
inn að verpa í björgin, þá hefð-
um við getað farið í egg“, segir
Heimir. Hann segir steinbíts-
veiðina að undanförnu hafa
verið þá mestu sem hann hafi
tekið þátt í. „Einu sinni feng-
um við fimmtán tonn eftir að
hafa verið með trollið í botni í
50 mínútur.“
Landað úr Páli Pálssyni ÍS 102 í Ísafjarðarhöfn.
16.PM5 18.4.2017, 10:5716