Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.07.2003, Qupperneq 5

Bæjarins besta - 23.07.2003, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 5Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is efu klukkustundir. „Þetta er samt besta og þægilegasta flug sem ég hef farið í“, segir Trausti. „Við flugum með Thai Air og þjónustan var ótrúleg þannig að flugið var alls ekki svo leiðinlegt. Flugið var eig- inlega forsmekkurinn að því sem koma skyldi, því ferðin var í alla staði ótrúleg og við lifðum eins og kóngar þarna úti. Við gistum fyrst í tvær nætur á fimm stjörnu hóteli í Bangkok þar sem við fengum ekki að opna dyr sjálfir, þjón- ustan var svo góð.“ Enginn hafði séð íslenskt vegabréf Þegar þeir félagar höfðu dvalið í Bangkok í tvo daga var flogið til grannríkisins Kambódíu, en íbúar landsins hafa þurft að þola gífurlegar hörmungar undanfarna ára- tugi. „Við lásum okkur til um sögu landsins áður en við fór- um út, um Rauðu kmerana og allar jarðsprengjurnar sem eru grafnar þarna. Við komumst að því í ferðinni að sögurnar af þessum hörmungum eru alls ekki ýktar. Við komuna til Kambódíu, þar sem enginn hafði séð íslenskt vegabréf áð- ur, fórum við fyrst að skoða Angkor Wat, risastórar 800 ára gamlar steinkastalarústir. Þetta var alveg magnað fyrirbæri, ótrúlega stórt og allir veggir skreyttir með útskurði. Það þurfti líka 380 þúsund þræla til að gera þetta fyrir konung- ana og verkið tók nokkrar ald- ir“, segir Stefán. Fátæktin ótrúleg Því næst fengu þeir Trausti og Stefán að kynnast því hvernig hinn venjulegi Kam- bódíubúi hefur það. „Við keyrðum inn í þorp þar sem fátæktin var hreint ótrúleg, alveg ólýsanleg. Fólk bjó ekki í húsum heldur einhvers konar strákofum. Það vantaði annan fótinn eða báða á margt af fólkinu, en jarðsprengjubelti hafa leikið Kambódíubúa grátt. Það er sama hvar þú ert í landinu, þú getur alltaf séð fólk sem hefur misst útlim. Við sáum oft skilti sem vöruðu við jarðsprengjusvæðum“, segir Trausti. Stefán bætir því við, að þeg- ar þeir voru í Angkor Wat hafi barnaskari setið fyrir ferða- mönnunum. „Það voru allir að selja póstkort og alls konar dót. Þessi börn mæta þarna alla morgna áður en þau fara í skólann og koma síðan aftur eftir skóla. Þetta eru börn á aldrinum 5-10 ára og þau gera ekkert annað en að vinna og læra.“ Börnin furðulega sátt „Við skoðuðum líka athvarf fyrir konur sem höfðu lent í ýmis konar hremmingum, heimilisofbeldi eða verið seld- ar í vændi til Tælands, svo nefnd séu dæmi. Í þessu at- hvarfi er þeim kennt að sauma og annað slíkt og svo eru þær sendar í verksmiðjurnar. Við skoðuðum nokkrar verksmiðj- ur. Í einni Adidas-verksmiðju voru fimm þúsund manns að vinna á þremur hæðum við að sauma og í Levi´s-verksmiðju voru tólf hundruð manns á einni hæð. Þetta var alveg ótrú- legur fjöldi“, segir Stefán. Trausti segir að þeir hafi einnig skoðað skóla fyrir mun- aðarlaus börn og fært þeim gjafir. „Það sem kom mér mest á óvart var hversu ánægð börn- in voru. Þetta voru börn sem áttu ekki neitt, ekki foreldra, ekkert, en voru samt furðulega sátt við lífið og tilveruna.“ Frá þorpinu sigldu strákar- nir til Phnom Penh, höfuð- borgar Kambódíu. „Við sigld- um á gríðarstóru stöðuvatni [Tonle Sap – innskot BB]. Það var mjög fyndið, að þegar við vorum komnir lengst út á vatnið og hættir að sjá til lands, þá sáum við fiskimenn á litlum kanóum. Okkur fannst nógu skrítið að sjá þá á þessum litlu bátum lengst úti á miðju vatni. En okkur brá enn meir þegar þeir stigu út úr bátunum, stóðu í vatninu og voru að athafna sig. Vatnið er fáránlega grunnt á nokkrum stöðum“, segir Stefán. Viðbjóðslegar leifar ógnarstjórnarinnar Strákarnir dvöldu í höfuð- borginni í fimm daga og sáu meðal annars eitt af mörgum fangelsum sem Rauðu kmerar- nir notuðu meðan á ógnar- stjórn þeirra stóð síðari hluta áttunda áratugar nýliðinnar aldar. „Þetta fangelsi var viðbjóðs- legt“, segir Trausti. „Það var ógeðslegt að sjá þetta. Alls voru 27 þúsund manns settir í þetta fangelsi og aðeins sjö þeirra lifðu það af. Þarna voru karlar, konur og börn. Fangar voru pyntaðir og konum var nauðgað. Við skoðuðum einn pyntingarklefann þar sem fingurneglurnar voru dregnar af mönnum og geirvörtur rifn- ar af konunum. Síðan settu menn skordýraeitur í sárin. Það var ennþá blóð á gólfinu og á veggjunum. Þetta var al- ger viðbjóður.“ Syntu í sama fossi og DiCaprio Eftir tíu daga dvöl víðs veg- ar um Kambódíu, þar sem Stefán og Trausti fengu að kynnast ýmsum hliðum mann- lífsins, var flogið aftur til Tæ- lands og haldið í þjóðgarð þar í landi. „Þegar þangað var komið fórum við í hjólreiðatúra og gönguferðir í gegnum frum- skóg“, segir Stefán. „Við höfð- um vopnaðan leiðsögumann með okkur sem sagðist bera byssur og hnífa til að verjast tígrisdýrum. Hann sagðist tvisvar hafa þurft að skjóta tígrisdýr til að verja ferða- mennina. Við sáum reyndar engin tígrisdýr en við sáum apa, risaköngulær, hirti, blóð- sugur og fleira skemmtilegt. Svo syntum við í sama fossi og Leonardo DiCaprio í myndinni The Beach.“ Eitraður snákur skemmdi fyrir Síðustu daga ferðarinnar voru þeir Stefán og Trausti á eyjunni Ko Chang sem liggur rétt við strendur Tælands. „Þetta er alger paradísareyja“, segir Trausti. „Á fyrsta degi leigðum við okkur mótorvesp- ur, sjö strákar saman. Til að gefa hugmynd um verðlagið þarna, þá kostaði vespan 400 krónur á sólarhring. Við ókum um alla eyjuna og meðal ann- ars syntum við í fossi. Við ætluðum reyndar að synda í öðrum fossi en baneitraður snákur hafði komið á undan okkur og við vildum ekki keppa við hann um plássið. Þessi ferð okkar á vespun- um gekk nú ekki áfallalaust og við skemmdum hjólin okk- ar svolítið. Við þurftum að borga fimm þúsund krónur í sekt þegar við komum heim.“ Geðstirður fíll Stefán segir að eyjan sé ægi- fögur. „Umhverfið er alveg eins og úr bíómynd. Strandir- nar eru skjannahvítar, pálma- tré út um allt og kókoshnetur dettandi niður. Eyjan er enn nokkuð óuppgötvuð og mjög lítið um túrista svo maður get- ur verið út af fyrir sig. Einn daginn fórum við í reiðtúr á fílum. Alls vorum við á sex fílum, tveir á hverjum fíl. Allir voru þeir kvenkyns nema okkar. Hann var karl- kyns og miklu stærri en hinir. Trausti við foss í Tælandi, sama foss og Leonardo DiCaprio synti í. Ókosturinn var hversu geð- vondur hann var. Það er víst bara einn maður sem getur stjórnað honum. Þessi fíll sem við vorum á étur 250 kíló á dag og hann var alltaf að fá sér að éta á leiðinni með miklum látum. Hann reif upp heilu trén með rananum og nagaði þau. Grey- ið fíllinn mátti ekki koma ná- lægt hinum kvenfílunum, því þá gat hann farið að haga sér undarlega. Að ferðinni lokinni voru allir að strjúka sínum fíl- um en við máttum ekki koma nálægt okkar.“ Fengu sér pylsu við heimkomuna Þessi þriggja vikna ferð var mjög viðburðarík og ánægju- leg fyrir þá félaga, sem voru þó ánægðir að koma aftur heim til Íslands nú um miðjan júní. „Það fyrsta sem við gerð- um þegar við komum var að fá okkur almennilega pylsu og kók“, segir Stefán. „Ég man samt hvað okkur fannst ótrú- lega kalt. Okkur fannst nógu kalt þegar við lentum í Kaup- mannahöfn fyrr um daginn en við ætluðum ekki að trúa því hvað var kalt á Íslandi. Samt var komið sumar.“ Strákarnir í Angkor Wat steinarústunum. Pyntingarklefi í fangelsinu í Phnom Phen. Tíu þúsund tonn af loðnu á land í Víkinni Um tíu þúsund tonn af loðnu hafa komið í hús til loðnu- bræðslunnar Gnár í Bolungarvík það sem af er yfir- standandi sumarvertíð. Í síðustu viku var landað úr loðnuskipinu Ísleifi rúmlega 1.000 tonnum, en þess má geta að þetta er í áttunda skiptið í röð sem Ísleifur leggur upp hjá Gná. „Það er vonandi að sumarvertíðin haldi eitthvað áfram, en það er erfitt að segja hversu lengi það verður. Við fengum um 17 þúsund tonn á land á síðustu sumarvertíð og það er vonandi að við náum í það minn- sta jafn miklu nú“, sagði Einar Jónatansson. – halfdan@bb.is Lokið við gerði gervi- grasvallar á Torfnesi Lokið verður við gerð nýs gervigrasvallar á Torfnesi um næstu helgi að sögn Björns Helgasonar íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúa Ísafjarðarbæjar. „Við stefnum að því að heimila æfingar á mánudag (21.júlí). Þá ætti að vera búið að girða völlin og ganga frá ljósabúnaði“, segir Björn. Hlaupabrautir, stökkbrautir og körfuboltavöllur við íþróttahúsið á Torfnesi verður lagðar svokölluðu „tartan“ yfirborði. „Efnið er komið og núna er verið að pússa og slípa undirlagið. Síðan verður flotspartlað og efnið límt niður í framhaldinu. Í allt er þetta fimm daga ferli. Þannig má segja að við megum ekki vera mikið seinna á ferðinni svo aðstaðan verði klár fyrir unglinga- landsmótið um verslunarmannahelgi“, segir Björn. kristinn@bb.is 29.PM5 18.4.2017, 11:275

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.