Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.07.2003, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 23.07.2003, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is maður vikunnar Nafn: Jón Þorgeir Einarsson. Fædd/-ur, hvar og hvenær: Í Bolungarvík 22. maí ́ 62. Atvinna: Endurskoðandi. Fjölskylda: Giftur Sigrúnu Sigurðardóttur og eigum við þrjú börn: Ingibjörgu 16 ára, Elías 12 ára og Niku- lás 8 ára. Helstu áhugamál: Fótbolti, golf, skíði (gönguskíði seinni árin), gönguferðir um fjöll, firnindi og óbyggðir og stangveiðar. Bifreið: Nissan Terrano II, árg. 1998. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Toyota Landcruiser. Bílskúrinn hjá mér er því miður of lágur fyrir hann. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Skipstjóri. Uppáhalds matur? Soðin ýsa með nýjum kartöflum úr eigin garði, flatkökum og mörfloti. Versti matur sem þú hefur smakkað? Selspik og grjónagrautur. Uppáhalds drykkur? Kaffi. Uppáhalds tónlist? Mannakorn og Billy Joel. Uppáhalds íþróttamaður eða félag? Flestir leik- menn Man. Utd. síðustu 15 árin eru mínir uppáhalds- íþróttamenn s.s. Beckham, Cantona, Keane, Scholes og Giggs og Tiger Woods í golfinu. Uppáhaldsfélögin mín eru Man. Utd. og UMFB. Uppáhalds sjónvarpsefni? Fréttir, veður, fótbolti, golf og íslenskir þættir. Uppáhalds vefsíðan? bb.is Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Hef ekki séð þær margar, segi þó Nýtt líf og Með allt á hreinu. Fallegasti staður hérlendis? Hef alltof lítið farið, það sem ég hef séð af Vestfjörðum er yfirleitt mjög fallegt. Þá nefni ég Ásbyrgi og Vík í Mýrdal. Fallegasti staður erlendis? Ítölsku alparnir og Madonna á Ítalíu. Ertu hjátrúarfull(ur)? Já, þó ekki í miklu mæli. Uppáhalds heimilistækið? Brauðristin. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að vera úti í íslenskri náttúru við veiðar, í golfi eða á göngu. Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna? Öfund, leti og horfa upp á ungt og efnilegt fólk leggj- ast í óreglu. Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Hreyfi mig og fæ mér smá kríu ef ég er syfjaður. Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt- ast? Já. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Þegar ég átti misheppnað markskot í íþróttahúsinu í Bolungarvík sem lenti á andliti konu minnar, sem var í leikfimi á efri hæðinni og þurfti að fara heim slösuð á eftir. Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir þú breyta? Koma á fót sameiginlegum fundi bæjar- stjóra landsins með ríkisstjórn þar sem kvartað væri yfir alltof lítilli hlutdeild sveitarfélaga í opinberum gjöldum. Lífsmottó? Reyna að vera heiðarlegur og krefjast ekki meira af öðrum en ég krefst af sjálfum mér. Manchester United er uppáhalds- liðið í enska boltanum Sælkeri vikunnar er Elsa María Thompson á Gemlufalli í Dýrafirði Einfaldir og orkuríkir réttir fyrir heyannir Hérna koma þrjár uppskriftir frá Gemlufalli. Fyrst ber að nefna einfaldan en mjög góðan fiskrétt. Hann tekur stuttan tíma í undirbúningi og á því vel við í heyönnum. Með fiskin- um finnst mér passa vel að bjóða upp á heimalagað snittu- brauð. Í efirrétt er svo boðið upp á ljúffengt konfekt með bragðmiklu og góðu kaffi. Það er orkurík og hressandi blanda sem kemur sér vel þegar drífa þarf heimilisfólkið áfram í heyskapnum. Ostalúða með sveppum og blaðlauk 800 g lúða (flökuð og beinhreinsuð) 10-12 ferskir sveppir ½ blaðlaukur 1 peli rjómi 1 dl vatn 1 Gullostur 1 súputeningur Lúðan er skorin í bita og sett í eldfast mót. Sveppir og blaðlaukur eru saxaðir smátt og steiktir í örlitlu smjörlíki. Síðan er vatni, rjóma og súputeningi bætt úti. Þá er osturinn brytjaður smátt og settur saman við. Þetta er látið malla þar til að osturinn hefur bráðnað. Að lokum er sósunni hellt yfir fiskinn og hann bakaður við 200° í 20 til 25 mínútur. Ég mæli með hrísgrjónum, fersku salati og snittubrauði með þessum rétti. Snittubrauð 5 dl hveiti 2 tsk þurrger 1 tsk salt 1 msk sykur 2 msk matarolía 1½ dl volgt vatn Blandið þurrefnum saman og hnoðið með vatni og matarolíu. Látið deigið hefast á volgum stað og mótið síð- an í 2 til 3 snittubrauð. Penslið yfir með eggi og bakið þar til brauðið er orðið gullinbrúnt (ca 15-20 mínútur). Konfekt 3dl sykur 3 eggjahvítur 100 kókosmjöl 60 g súkkulaðispænir ½ tsk möndludropar 100 g núggat 100 g súkkulaði Eggjahvítur eru stífþeyttar með sykrinum. Kókosmjöli, súkkulaðispæni og möndludropum er hrært varlega saman við með sleif. Setjið í sprautupoka og búið til doppur á smjörpappír. Bakið í 10 mínútur við 160° og kælið síðan. Þá er núggat og súkkulaði brætt yfir vatnsbaði. Dýfið konfektbotnunum í og látið harðna. Geymið konfektið á köldum stað þar til það er borðað. Verði ykkur að góðu. Ég skora á Jónu Björgu Kristjánsdóttur, Fjarðargötu 40 á Þingeyri að vera næsti matgæðingur. Verkefnisstjóri Fornleifastofnunar Vesturlands Fornleifastofnun Íslands óskar eftir að ráða verkefnisstjóra Fornleifastofnunar Vesturlands á Ísafirði. Leitað er eftir einstaklingi í hlutastarf með háskólapróf í fornleifafræði eða skyldum greinum, með reynslu af rannsóknarstarfi og verkefnastjórnun. Starfið felst í daglegri umsjón með skrif- stofu stofnunarinnar á Ísafirði og verkefnum stofnunarinnar á Vestfjörðum og Vestur- landi. Æskilegt er að viðkomandi hafi bú- setu á Ísafirði. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. Upplýsingar um starfsemi Fornleifastofn- unar er að finna á vefslóðinni www.fornleif. is. Nánari upplýsingar um starfið veitir for- stöðumaður. Fornleifastofnun Íslands, Bárugötu 3, 101 Reykjavík, sími 551 1033, fax 551 1047. Netfang: fsi@instarch.is Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina BMX verður önnur aðal- hljómsveit hátíðarinnar Halldór Gunnar, Þórhallur, Hörður og Birgir úr BMX. Vestfirska rokksveitin BMX hefur verið ráðin sem önnur aðalhljómsveit Unglinga- landsmóts UMFÍ sem haldið verður á Ísafirði um komandi verslunarmannahelgi. Deila þeir sviðinu með hinni lands- þekktu gleðisveit Á móti sól en að auki munu ungsveitirnar Apolló frá Ísafirði og Svita- bandið sem sigraði hæfileika- keppni Samfés troða upp á mótinu. BMX verður aðal- hljómsveit föstudagskvölds en á Móti Sól verða í forgrunni laugardags- og sunnudags- kvöld. Jón Pétur Róbertsson fram- kvæmdastjóri ULM 2003 seg- ist mjög ánægður með ráðn- Hávarður Olgeirsson, Birgir Örn Sigurjónsson, Þórhallur B. Snædal og Hörður Stein- bergsson. Birgir Örn söngvari BMX segir verkefnið leggjast vel í hljómsveitina. Þeir hafi spilað víða undanfarin tvö ár en gaman verði að leika fyrir svo stóran hóp í sinni heima- byggð. – kristinn@bb.is ingu BMX. „Þetta er án efa ein efnilegasta hljómsveit landsins og nýja lagið þeirra, 15.000 fet, lofar góðu. Eins erum við geysilega ánægð með að geta boðið upp á skemmti- krafta úr röðum heimamanna“, sagði Jón Pétur. Hljómsveitina BMX skipa þeir Halldór Gunnar Pálsson, 29.PM5 18.4.2017, 11:276

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.