Bæjarins besta - 23.07.2003, Page 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Rögnvaldur og Margrét
sigruðu í Víkinni
Flosi mátar hefðbundin klæði heimamanna í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
sem tilheyra því. Hérna er
prestur sem býr einn í stóru
húsi og ég flutti inn á hann.“
– Er þetta bærilegasta vist?
„Jájá, þetta er flott hús. Hér
á svæðinu við sjómannaheim-
ilið er líka stór sundlaug.
– En hvernig hafa þessir
dagar verið hjá þér? Er mikið
að skoða og mikið við að vera?
Eða er kannski leiðingjarnt
að vera strandaglópur þarna
úti?
„Ja, ég er búinn að fara í
eyðimerkursafarí og fleira
hérna en það er bara ekkert
hægt að vera úti við á daginn.
Maður verður bara að halda
sig innan dyra.“
– Eru einhverjir Íslendingar
þarna úti sem þú hefur getað
haft samband við?
„Já, það eru hérna áhafnir
frá flugfélaginu Atlanta. Þeir
gista alltaf á hóteli hérna niðri
í bæ og ég kíki stundum á þá.
Við fáum okkur bjór saman.“
– Þannig hefurðu haft ein-
hverjar fréttir að heiman og
smávegis tengsl við landann.
„Maður kemst náttúrlega
alls staðar á internetið hérna
og getur fylgst með öllu
þannig. Það er á hverju horni
hérna.“
Þarf að komast í gott
skipsrúm fyrir
sparisjóðinn
– Hvernig tilfinning var það
að vera kominn í steininn með
150 glæpamönnum í Mið-
Austurlöndum?
„Óvissan var náttúrlega
verst. Maður vissi ekkert alltaf
hvað var að gerast. Annars hef-
ur þetta verið allt í lagi.“
– En nú hefurðu þurft að
vera þarna úti síðan 23. apríl.
Þetta hlýtur að vera mjög dýrt.
Þú hefur væntanlega engar
tekjur haft þennan tíma.
Hvernig hefur þetta leikið fjár-
haginn? Veitir kerfið mönnum
einhvern stuðning við svona
kringumstæður?
„Ég tek bara lán. Sparisjóðs-
stjórinn í Bolungarvík passar
upp á kortin hjá mér og sér um
að halda þeim opnum.“
– En þú átt jafnvel von á að
komast heim í ágúst eða sept-
ember?
„Ja, maður veit ekki neitt.
Ég er alveg hættur að ergja
mig á einu eða neinu og alveg
hættur að búast við nokkru.
Ég bara tek þessu eins og það
kemur. Þess vegna gæti verið
hringt í mig á morgun og mér
sagt að hundskast heim.“
– Verður þá næsta mál að
komast á sjóinn til að borga
kortareikningana?
„Já, ég verð að komast í
gott pláss svo að Ásgeir Sól-
bergs í sparisjóðnum haldi
áfram að vera vinur minn.
– Að lokum – viltu koma
einhverjum skilaboðum til
fólksins heima?
„Ég er nú alltaf í daglegu
sambandi í gegnum internetið
og símann. En annars vil ég
bara skila bestu kveðju til allra
þeirra sem vilja þekkja glæpa-
manninn“, segir Flosi, sem
virðist svo sannarlega ekki
hafa misst móðinn eftir að hafa
verið kyrrsettur í Dubai í á
fjórða mánuð, þar af 40 daga í
fangelsi, í bið eftir dómsnið-
urstöðu. Hlýtur þetta að teljast
mjög sérstök lífreynslu, svo
ekki sé fastar að orði kveðið,
sem hefði vafalítið leikið sál-
arlíf margra grátt. Flosi virðist
aftur á móti takast á við óvissu
og ókunnugt umhverfi af stöku
æðruleysi og er að eigin sögn
löngu hættur að svekkja sig á
gangi mála í dómskerfi Sam-
einuðu arabísku furstadæm-
anna.
– kristinn@bb.is
Norska sjómannaheimilið í Dubai
Rögnvaldur Magnússon sigraði á Bjarnabúðarmótinu í
golfi sem haldið var á Syðridalsvelli í Bolungarvík á
sunnudag. Leiknar voru 18 holur í punktakeppni. Rögn-
valdur hlaut 41 punkt, en Bjarni Pétur Jónsson varð
annar með 40 punkta og Wirot Khiansanthia varð þriðji
með 38 punkta. Í kvennaflokki sigraði Magrét Ólafsdótt-
ir með 40 punktum, en Pimonlask Rodpitake varð önnur
með 38 punkta. Þá fékk Þröstur Jónsson nándarverð-
laun á 5. braut og Pimonlask Rodpitake á 3. braut, auk
þess sem hún átti lengsta pútt á 9. flöt. – halfdan@bb.is
Magnús og Margrét
klúbbmeistarar hjá GÍ
Magnús Gautur Gíslason og Margrét Ólafsdóttir eru
klúbbmeistarar Golfklúbbs Ísafjarðar 2003, en keppt
var um titilinn á meistaramóti klúbbsins á Tungudals-
velli í síðustu viku. Magnús sigraði í 1. flokki karla eftir
að hafa farið 72 holur á 311 höggum. Kristján Krist-
jánsson varð annar á 323 höggum, en Haukur Eiríksson
þriðji á 327 höggum. Baldur Ingi Jónasson, sem lengst
af var efstur á mótinu, datt niður í 4.-5. sæti. Í kvenna-
flokki sigraði Margrét Ólafsdóttir á 217 höggum, en
konur og unglingar fóru helmingi færri holur en karl-
arnir. Önnur varð Ása Grímsdóttir á
229 höggum og Guðrún Á. Stefáns-
dóttir varð þriðja á 232 höggum. Í 2.
flokki karla sigraði Samúel Einars-
son (368) en Loftur G. Jóhannsson
(381) og Finnur Magnússon (384)
komu næstir. Í þriðja flokki var
Jóhann Gunnar Jóhannsson (333)
efstur og Rúnar Viggósson (360) varð
annar. Gunnar Þór Helgason (374)
varð svo í þriðja sæti. Einungis tveir
keppendur voru í unglingaflokki og sigraði Högni
Gunnar Pétursson (189) en Ásgeir Guðmundur Gísla-
son (193) varð annar. –halfdan@bb.is
Magnús Gíslason.
Gera Kastljósþátt
um ferðaþjónustu
Verið er að vinna að gerð
Kastljósþáttar um ferða-
þjónustu á Vestfjörðum. Síð-
ustu daga hafa Karl Eskil
Pálsson, umsjónamaður
Kastljóss, og Jóhannes Jóns-
son hjá vestfirska fyrirtæk-
inu DIGI-film verið við tök-
ur á áhugaverðum stöðum á
svæðinu.
„Þetta er engan veginn
tæmandi úttekt á efninu, en
þar sem ferðamannatíma-
bilið er núna í hámarki vild-
um við benda á nokkra staði
sem vert er að skoða. Við
höfum farið nokkuð vítt og
breytt um Vestfirði. Við fór-
um við í siglingu um Ísa-
fjarðardjúp og í Vigur auk
þess sem við tókum myndir
á Látrabjargi í afburða góðu
veðri“, segir Karl Eskil.
„Þá skjótum við inn
myndum héðan og þaðan,
en við komum við á Bíldu-
dal, á Hrafnseyri, í Skrúði í
Dýrafirði og víðar, til dæmis
í harðfiskvinnslu. Nú er Jó-
hannes að vinna úr efninu,
en þátturinn verður fullunn-
inn hér fyrir vestan og fluttur
tilbúinn suður. Hér eru til
öll tæki og tól til að ráðast í
svona verkefni“, segir Karl
Eskil.
Þátturinn verður 25 mín-
útna langur og verður sýnd-
ur sunnudaginn 27. júlí.
halfdan@bb.is
Jóhannes Jónsson hjá DIGI-film klippir efni þáttarins.
Skrúður í Dýrafirði
Aðsókn eykst
með hverju ári
Aðsókn að Skrúði í Dýra-
firði, sem aðrir skrúðgarðar
hér á landi bera nafn sitt af,
eykst með með hverju árinu
að sögn Eddu Arnholtz um-
sjónarmanns garðsins.
„Um þrjú þúsund manns
skrifuðu sig í gestabókina
hérna í fyrra. Þetta sumar
lofar góðu og ég reikna með
að í haust verði komnar ein-
hvers staðar á bilinu þrjú- til
fjögur þúsund færslur í bók-
ina“, segir Edda. Eins og
kunnugt er hafði garðurinn
látið á sjá en árið 1992 tóku
áhugaaðilar sig til og hófu
garðinn til fyrri glæsileika á
næstu fjórum árum. Séra
Sigtryggur Guðlaugsson hóf
ræktun garðsins árið 1905
og styttist því í aldarafmæli
Skrúðs þó hann hafi ekki
verið formlega stofnaður
fyrr en árið 1909.
Auk fjölbreyttra trjáa,
runna og fjölæringa eru
ræktaðar mat- og kryddjurtir
í Skrúði. Edda segir garðinn
hafa mikið verið notaðan í
gegnum tíðina í tengslum
við kennslu skólanna á
Núpi. M.a. mun Sigtryggur
hafa haldið skrá yfir plöntur
sem nemendur þar gróður-
settu. – kristinn@bb.is
Karl Eskil Pálsson og Jóhannes Jónsson
29.PM5 18.4.2017, 11:2710