Bæjarins besta - 20.02.2002, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002
Ómetanleg reynsla að
dvelja í fjarlægu
landi og kynnast
ólíkri menningu
– segir Ingibjörg Vagnsdóttir úr Bol-
ungarvík sem dvalist hefur lang-
dvölum í Kína ásamt fjölskyldu.
Í Kína er ár hestsins að ganga í garð
og landsmenn taka sér heilan mánuð
til að fagna nýju ári. Á meðan dvelja
Ingibjörg Vagnsdóttir og Ketill Helga-
son með þremur börnum sínum á
heimaslóðum í Bolungarvík enda
liggur atvinnulíf að mestu leyti niðri í
Kína meðan á þessum hátíðarhöldum
stendur. Þau hafa á undanförnum
tveimur árum átt sitt annað heimili í
borginni Dalian í Kína þar sem Ketill
er vinnslustjóri í stórri fiskvinnslu.
Það er löng leið frá Bolungarvík til
Dalian, bara frá Kaupmannahöfn til
Peking er tíu klukkutíma flug, en það
er ekki síður mikil fjarlægð milli þess-
ara tveggja menningarheima. Ingi-
björg tók fúslega í beiðni blaðsins um
að segja frá lífinu í Kína.
mjög vel, við prófuðum þetta
til áramóta en komum svo aft-
ur heim um jólin. Stelpurnar
söknuðu skiljanlega vina
sinna og skólans þannig að
það var ákveðið að ég yrði
með þeim heima eftir áramót-
in og fram á vorið en þeir
feðgarnir fóru aftur út í lok
febrúar og voru fram í maí á
síðasta ári. Síðastliðið haust
fórum við svo þrjú út aftur en
stelpurnar urðu eftir í Bolung-
arvík þar sem Kristín er að
klára 10. bekk og vildi fá að
vera heima vegna samræmdu
prófanna. Þannig að þær hafa
alveg verið heima í vetur og
móðir mín var hjá þeim til
áramóta eða þar til við komum
heim. Þeir feðgar fara síðan
væntanlega út aftur í byrjun
mars en ég verð heima með
stelpunum það sem eftir lifir
vetrar.
Ef ég á að lýsa hinu daglega
líf okkar þarna úti, þá er það
að sjálfsögðu þannig að Ketill
er að mest í vinnunni en við
hin reynum að finna okkur
Ætluðum bara að
vera yfir sumarið
„Ketill fór þarna út fyrir
tveimur árum, í byrjun janúar
2000, og í júní sama ár kom
ég með börnin okkar þrjú;
Kristínu, Birnu og Ívar. Ketill
var búinn að leggja grunninn
að því að við kæmum öll og
það var ákveðið að við yrðum
í Dalian sem er mjög skemm-
tileg og vestræn milljónaborg
við austurströnd Kína, rétt við
landamærin að Norður-Kór-
eu. Við fórum með það í huga
að vera þarna bara yfir sumar-
ið en síðan líkaði okkur það
vel að við ákváðum að vera
áfram. Við höfðum samband
heim við skólann útaf stelp-
unum og það samdist um að
þær myndu taka námið utan-
skóla. Það gekk ágætlega og
virðist ekki hafa bitnað á þeim
á neinn hátt. Strákurinn fór
hins vegar í kínverskan barna-
skóla.
Þetta fyrirkomulag gekk
eitthvað til dægrastyttingar.
Við leigjum íbúð á hóteli sem
er í rauninni heill heimur útaf
fyrir sig vegna þess að þar er
allt til alls innanhúss. Þarna
eru sjö eða átta veitingastaðir,
verslunarmiðstöð upp á átta
hæðir, sundlaug o.s.frv. Þegar
við vorum þarna öll saman
yfir sumarið þá gerðum við
mikið af því að fara á strönd-
ina en annars förum við oft í
gönguferðir enda er mjög
skemmtileg útivistaraðstaða í
borginni, stórir og skemmti-
legir garðar. Þess utan hafa
þau systkinin æft sund í gegn-
um árin þannig að við fengum
einkaþjálfara fyrir þau og voru
þau á sundæfingum tvo
klukkutíma daglega. Þá hefur
Ívar verið að æfa Kung-fu,
kínversku bardagaíþróttina,
og er alveg heillaður af henni
eins og reyndar öllu kínversk-
u“.
Litaði hárið
svart til að fá frið
„Við verðum að hafa túlk
vegna þess að það er mjög
lítið um að almenningur tali
neitt annað en kínversku. Þeg-
ar við komum út fengum við
okkur strax túlk sem sér alveg
um okkur. Það er vonlaust að
ætla sér að fara nokkuð nema
hafa með túlk og það er ekki
bara nauðsynlegt vegna
mannlegra samskipta heldur
eru líka öll skilti, upplýsingar
og leiðbeiningar í umhverfinu
á kínversku. Ég hef lítið sett
mig niður við að læra málið
og játa að mér sýnist það gjör-
samlega vonlaust verk. Þetta
er mjög flókið tungumál,
þarna hefurðu kannski sama
orðið sem getur þýtt marga
mismunandi hluti eftir því
hvort þú hefur tóninn uppi,
niðri eða flatan. Fyrir svo
utan það að allt er skrifað með
táknum.
Inga segir að þau finni
stundum óþægilega fyrir því
að vera útlendingar þar sem
ekki sjáist þarna mikið af vest-
rænu fólki og sérstaklega ekki
í borginni sem þau búa í. Það
eru þá aðallega Rússar sem
koma þangað í sumar- og sól-
arferðir.
„Annars eru þetta allt Kín-
verjar og því eigum við erfitt
með að hverfa í fjöldann og
vekjum yfirleitt athygli hvert
sem við förum. Kínverjar eru
mjög forvitnir að eðlisfari og
það getur verið óþægilegt að
vita til þess að fylgst er grannt
með öllu sem maður gerir,
t.d. í búðum. Fyrst eftir að við
komum út þá fann Ívar fljótt
fyrir því að vera ljóshærður,
lítill strákur. Hann var sífellt
stoppaður úti á götu, klappað
á kollinn á honum og allir
vildu ljósmynda hann, sér-
staklega með sínum eigin
börnum. Hann fékk engan frið
og þetta var ansi mikið áreiti.
En svo þegar hann fór utan í
seinna skiptið, þá fann hann
ráð til til að koma í veg fyrir
þetta. Hann lét lita hárið á sér
kolsvart og hefur fengið frið
síðan. Hann er eins og lítill
Kínverji og fellur alveg í fjöld-
ann. Systursonur minn, sem
er á svipuðum aldri og Ívar,
fór út með okkur í haust og
það liðu aðeins tveir dagar
þar til hann bað um að hárið á
sér yrði litað svart“.
Silkiormar í matinn
fyrsta kvöldið
„Matarvenjurnar eru nátt-
úrulega gjörólíkar því sem við
eigum að venjast og bara það
eitt að borða með prjónum
var heilmikið mál í byrjun en
svo venst þetta. Þar sem við
búum er mjög mikið sjávar-
fang og fjölskrúðugt úrval af
fisk og skelfisk sem maður
velur síðan lifandi í búrum,
bæði á mörkuðum og veit-
ingastöðum. Það tekur tíma
að átta sig á hvað manni líkar
og sem dæmi get ég nefnt að
okkur var boðið út í mat fyrsta
kvöldið okkar þarna úti og þá
voru silkiormar á boðstólum.
Mig hryllti við og gat ekki
einu sinni hugsað mér að
smakka þetta en svo venst