Bæjarins besta - 20.02.2002, Side 16
bb.is
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk
– öflugur frétta- og
upplýsingamiðill!
Ný verslunarmiðstöð Ágústar og Flosa ehf. í miðbæ Ísafjarðar
Fyrstu rekstraraðilarnir
hefja starfsemi fyrir páska
Framkvæmdum miðar vel
við hina nýju verslunarmið-
stöð í miðbæ Ísafjarðar sem
Ágúst og Flosi ehf., eru að
reisa. Að sögn Ágústs Gísla-
sonar, framkvæmdastjóra fyr-
irtækisins, gengur verkið von-
um framar og virðist allt benda
til þess að fyrstu verslanirnar
hefji starfsemi í húsinu fyrir
páska. Hann segir að Sam-
kaup hf., sem er með stærsta
hluta hússins, muni taka við
sínum hluta á baráttudegi
verkalýðsins, 1. maí og að
Héraðsdómur Vestfjarða fái
aðstöðu sína fullkláraða 1.
júlí.
„Framkvæmdirnar ganga
ljómandi vel. Nú eru 20-26
menn að störfum við að klára
sérverslanahlutann í húsinu
og í þessari viku mæta málarar
á staðinn. Við reiknum síðan
með að geta hafið flísalagnir í
næstu viku. Við munum af-
henta þeim aðilum sem koma
til með að hafa aðstöðu þar,
þ.e. versluninni Konur &
Menn og eigendum austur-
lensks veitingastaðar sem enn
hefur ekki hlotið nafn, lykla
að húsnæðinu 15. mars. Einn-
ig fær Landsbanki Íslands af-
hent sitt pláss á sama tíma en
ákvörðun um nýtingu þess
liggur ekki fyrir,“ segir Ágúst.
Efstu hæð hússins, sem fyr-
irhugað var að nota undir
skrifstofur, hefur ekki verið
ráðstafað, og reiknaði Ágúst
með að sótt yrði um skipu-
lagsbreytingu til bæjaryfir-
valda svo hægt verði að útbúa
þar íbúðir. „Annars hef ég ekki
nokkrar áhyggjur af efstu
hæðinni, enda selur svona vel
staðsett og fallegt húsnæði sig
sjálft. Ég var staddur á efstu
hæðinni um daginn þegar sól
skein yfir bæinn og komst að
því að útsýnið þaðan er alveg
magnað. Það liggur við að
það sé synd að hafa þar skrif-
stofur,“ sagði Ágúst.
Verslunarmiðstöðinni hefur
ekki verið gefið nafn og
hyggjast þeir félagar Ágúst
og Flosi, efna til hugmynda-
samkeppni um nafn á stór-
hýsið.
Framkvæmdir við nýtt verslunarhús í miðbæ Ísafjarðar ganga vel.
Rækjuvinnsla Miðfells hf. á Ísafirði
Elías kaupir eignar-
hluta Guðna Geirs
Elías Oddsson, fram-
kvæmdastjóri rækjuvinnslu
Miðfells hf. á Ísafirði til
tveggja ára, hefur keypt
55% eignarhluta Guðna
Geirs Jóhannesson, forseta
bæjarstjórnar Ísafjarðarbæj-
ar í fyrirtækinu. Frá kaup-
unum var gengið fyrir
stuttu. Fyrir kaupin átti Elías
5% hlut í Miðfelli hf. og á
því í dag 60% á móti 40%
eignarhluta Hraðfrystihúss-
ins – Gunnvarar hf. í Hnífs-
dal. Kaupverð fékkst ekki
uppgefið.
Elías sagðist í samtali við
blaðið ekki ætla að gera
neinar gagngerar breytingar
á starfsemi Miðfells, þó allt-
af væri verið að hagræða
hlutunum. Elías hefur gegnt
starfi framkvæmdastjóri
Miðfells frá stofnun þess
fyrir rúmum tveimur árum
er rækjuvinnsla Básafells
hf. var keypt í nóvember ár-
ið 1999. Elías segir vel hafi
gengið að afla hráefnis til
vinnslunnar og ekki fallið
niður vinnsludagur síðan í
apríl 2000, en fyrirtækið á
nú hráefni fram á vorið.
„Afurðaverð á rækju er
lágt um þessar mundir í er-
lendri mynt en ég hef hins-
vegar fulla trú á Miðfell hf.
og að fyrirtækið muni eflast
á komandi árum” sagði El-
ías.
Á föstudag afhenti Elvar
Logi Hannesson leikstjóri á
Ísafirði fjölskyldunni að Þóru-
stöðum í Önundarfirði rúmar
826 þúsund krónur, sem er
afrakstur söfnunar sem hann
hefur staðið fyrir til handa
yngsta meðlimi fjölskyldunn-
ar, Rakel Maríu Björnsdóttur
sem á við alvarleg veikindi að
stríða.
Rakel María, sem fæddist í
mars á síðasta ári, greindist
með hjartagalla og hefur síðan
þurft að gangast undir tvær
mjög sérhæfðar og kostnaðar-
samar læknisaðgerðir í Bost-
on í Bandaríkjunum. Báðar
aðgerðirnar hafa gengið að
óskum en óhjákvæmilega
hafa veikindi Rakel Maríu
raskað högum fjölskyldunnar.
Elvar Logi hóf söfnunina á
Þorláksmessu á síðasta ári
með því að lesa upp úr jóla-
sögu Charles Dickens í Edin-
borgarhúsinu á Ísafirði. Þar
var aðgangur ókeypis en fólki
var þess í stað bent á reikning
sem Elvar Logi hafði stofnað
til styrktar Rakel Maríu.
Einnig rann fé það sem
safnaðist með styrktarlínum í
leikskrá til söfnunarinnar. Í
kjölfar umfjöllunar um söfn-
unina í fjölmiðlum bárust síð-
an framlög frá fólki af öllu
landinu.
Er Elvar Loga bar að garði
að Þórustöðum á föstudag var
Rakel María nýkomin heim
úr hjartaþræðingu á Lands-
spítalanum í Reykjavík. Hún
þykir mjög hress og þarf að-
eins að nota súrefniskút á
meðan hún sefur. Foreldrar
Rakel Maríu, Jónína og Björn,
vildu koma á framfæri þakk-
læti til Elvars Loga og allra
þeirra sem lagt hafa þeim lið
á erfiðum tímum.
Söfnun til handa Rakel Maríu Björnsdóttur
826 þúsund söfnuðust
Hjónin Björn og Jónína ásamt Rakel Maríu og Elvar Loga er sá síðastnefndi afhenti þeim
ávísun upp á rúmar 826 þúsund krónur.