Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.02.2002, Page 10

Bæjarins besta - 20.02.2002, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 Eini vestræni nem- andinn í skólanum Ívar, sem er átta ára síðan í haust, hefur setið á skólabekk í kínverskum barnaskóla þar sem eru tólf hundruð nemend- ur og er hann eina vestræna barnið í skólanum. „Það er mjög erfitt og ég verð að segja að ég dáist að honum að hafa kjark í þetta en hann tók þessa ákvörðun sjálfur. Þarna er hann frá klukkan hálfátta á morgnanna til klukkan fjögur á daginn og í rauninni er allt innifalið í skólastarfinu, t.d. tónlist, myndlist og jafnvel bíóferðir. Við fylgdum honum alltaf í skólann á morgnanna og á mánudagsmorgnum biðum við aðeins því þá voru börnin látin stilla sér upp í röð fyrir framan skólann og svo var fánahylling áður en þau fóru í stofurnar. Aginn er mun meiri en við eigum að venjast, t.d. í bekknum hans Ívars eru 32 börn og þegar maður leit þarna við á daginn til að athuga hvort ekki væri allt í lagi, þá hefði mátt heyra saumnál detta í kennslustofunni. Aginn og virðingin fyrir kennaranum er algjör og það er eitt af því sem maður sér stóran mun í samanburði við skólastarfið hér heima. Samskiptin við kennarann hafa gengið ágætlega en hann talar þokkalega ensku og Ívar gat því bjargað sér frá byrjun á því sem hann kunni í ensk- unni þannig að það hafa ekki komið upp nein vandamál í þar. Hann hefur því jafnhliða kínverskunni lært ensku og þar hjálpar honum sjálfsagt talsvert að á hótelinu sem við búum nást allar þessar hefð- bundnu amerísku sjónvarps- stöðvar sem við þekkjum. Í haust var hann síðan í einka- kennslu í kínversku, tvo tíma á dag, og það gekk mjög vel enda er hann farinn að tala heilmikið í kínversku og er jafnvel farinn að túlka fyrir mömmu sína í verslunum. En að sjálfsögðu bitnar þetta á honum að hluta til því þegar ég kem með hann heim, þá finn ég að hann er dálítið seinn að lesa en annað er í lagi. Það er hins vegar ómetan- lega reynsla að dvelja í fjar- lægu landi og kynnast ólíkri menningu þannig að þetta að þetta skilar sér bara í einhverju öðru“. Farið til læknis... „Þegar Ívar var kominn í skólann síðasta haust var ég lausari við og notaði þá tím- ann mikið til að fara í nudd og nálastungu. Ég var búin að vera slæm í bakinu frá því að ég lenti í bílslysi í fyrravetur og fór til kínversk nálastungu- læknis sem bjargaði mér alveg þannig að ég kom heim sem ný manneskja um jólin. Þetta var læknir á almennu kín- versku sjúkrahúsi sem ég er nú ansi hrædd um að margir myndu ekki sætta sig við að fara á, - allt mjög gamalt og afar langt á eftir varðandi allt hreinlæti. En það var stórkost- legt að upplifa það sem þarna fór fram. Yfirleitt voru tveir eða þrír inni hjá lækninum í einu og ég man eftir að einu sinni var komið með mann sem tveir menn studdu. Hann var svo slæmur í baki að hann gat ekki gengið og þetta var bara eins og í Biblíunni, - hann gekk heill út. Þegar ég fór út fyrst hafði ég lengi fundið fyrir því hvað ég var alltaf þreytt og slöpp og þess vegna vildi Ketill endilega að ég færi til kín- versks læknis sem hann hafði fundið fyrir mig. Svo einn laugardag fér ég til þessa læknis ásamt túlkinum og við sitjum eina þrjá tíma í biðröð með eintómum Kínverjum til að komast inn til læknisins. Þetta varð löng og erfið bið enda yfir þrjátíu stiga hiti og engin loftræsting. Svo kemur loksins röðin að okkur og við förum inn. Þar situr maður í hvítum slopp og með yfir- bragð eins og hann væri hálf- partinn einhver guð og mjög heillandi, fannst mér. Ég sest þarna niður og hann í róleg- heitum á móti mér en við gátum náttúrulega ekki talað saman nema í gegnum túlk- inn. Læknirinn bendir mér á að setja fram hendurnar, legg- ur síðan fingurnar á púlsinn og hlustar á líkamsstarfsem- ina. Svo segir hann túlkinum hvað sé að mér og lýsir ein- kennunum bara með því að hlusta á líkamann. Þetta pass- aði allt saman og hann lét mig svo fá lyfseðil sem ég átti að fara með í apótekið. Það var pínulítill gluggi á hurðinni inn á stofuna hjá lækninum og meðan ég sat þarna inni voru Kínverjarnir að springa úr forvitni á bið- stofunni og alltaf að kíkja inn. Á endanum voru þeir búnir að opna hurðina og allt orðið fullt af fólki í kringum mig þar sem ég sat inni hjá lækn- inum. Það var engin athuga- semd gerð við það og ekki um það að ræða að maður fengi að vera þarna í einrúmi með lækninum“. ...og svo í apótekið „Þegar læknirinn hafði kveðið upp úrskurð sinn fór- um við með lyfseðilinn í apó- tekið þar sem við áttum að versla og þar var þá fyrir eig- inkona læknisins. Inni voru skúffur á stórum vegg, uppúr og niðurúr, og strigapokar á gólfum. Konan fór í hinar og þessar skúffur og tíndi upp úr þeim eitt og annað eftir lyf- seðlinum. Allt var þetta vigtað jafnóðum á vog sem hún hélt á og sett í sjö hrúgur sem síðan voru settar í sjö plast- poka. Auðvitað var ekki að því að spyrja að Kínverjarnir vildu óðir og uppvægir hjálpa mér að setja í pokana þegar búið var að vikta í hrúgurnar. Því næst tók túlkurinn pokana og fór með þá á einhvern stað þar sem innihaldið var soðið í mauk. Afraksturinn kom til baka í sjö flöskum og átti ég taka innihaldið úr einni flösku á dag, helminginn að morgni og hinn helminginn að kvöldi í sjö daga. Það mátti alls ekki Inga og túlkurinn hennar kappklæddar í ískulda á Kínamúrnum fræga. Ívar æfir kínversku bardagaíþróttina Kungfu og sést hér ásamt kennaranum sínum. geyma lyfið í ísskáp og ég mátti hvorki drekka það kalt né heitt, bara við líkamshita eins og þarna viðgengst því annað er talið of mikið álag á líkamann. Nú, ég kláraði skammtinn og í stuttu máli sagt var bara eins og líkaminn hrykki í gír, - alveg hreint ótrú- legt! Að fenginni reynslu hef ég því alveg fulla trú á kínversk- um læknavísindum enda eru þetta menn sem eru búnir að ganga í gegnum margra ára læknanám. Kínverski nudd- og nálastungulæknirinn sem ég var hjá, hann var t.d. búinn að vera í læknisfræði í átta ár og þetta var annað eða þriðja starfsárið hans. Þetta eru ef- laust mikið náttúrulækningar og þekkingin gengur í erfðir milli kynslóða. En þarna fyrir- finnast líka svokölluð vestræn sjúkrahús og sú læknisþjón- usta sem við erum vön í hinum vestræna heimi. Á hótelinu sem við búum er líka læknir sem sinnir allri almennri læknisþjónustu þar og sömu- leiðis er horn í einni verslun niðri sem selur þessi venju- legu vestrænu lyf, t.d. verkja- töflur sem eru snyrtilega pakk- aðar í umbúðir og kínverskir lyfsalar myndu eflaust hrista höfuðið yfir“. Kysi frekar Bolungarvíkina Aðspurð um veðráttuna á þessu svæði, þá segir Inga að þarna sé mjög heitt yfir sum- arið og í rauninni of heitt fyrir Bolvíkingana en vorin og haustin séu yndisleg. „Veturinn er hins vegar mjög kaldur og frostið getur orðið mjög mikið enda eru vindarnir sem þarna blása komnir frá Síberíu. Stundum kemur líka dálítill snjór en ekkert líkt því sem við þekkj- um. Þetta er ekki svona snjór sem hleðst upp þannig að það þurfi að ryðja götur heldur er þetta frekar snjóföl sem er eins og púður því frostið er svo mikið. Kínverska stúlkan sem býr hjá okkur í Bolungarvík er mjög hissa á vetrarríkinu hér og finnst vera heilmikill snjór en okkur finnst það smá- ræði, a.m.k. miðað við oft áður. Annars fannst mér alveg yndislegt að koma heim núna um áramótin og þá sérstaklega í hreina loftið. Á heimleiðinni stoppuðum við nokkra daga í Peking til að hitta vini okkar og maður var allur orðinn svartur í vitunum bara við að vera úti í hálfan dag. Þannig að mér fannst yndislegt að koma heim í hreina loftið, hreina vatnið og rólegheitin því það er náttúrulega ákveðið áreiti sem fylgir því að búa í stórborg. Það er harla fátt sem þessir tveir staðir eiga sameiginlegt og í raun um tvo gjörólíka heima að ræða. Báðir hafa sinn sjarma og sína kosti en þyrfti ég að velja á milli er ekki minnsti vafi að ég tæki Bolungarvík framyfir. Það gott og gaman að vera þarna úti í Kína en ég efast um að ég væri jafn hrifin ef fyrir mér lægi að vera þarna til fram- búðar. Það er ágætt að hafa tækifæri til að njóta þess besta sem hvor staður um sig býður upp á en rætur mínar og hjarta eru í Bolungarvík og þangað mun minn vegur alltaf liggja hvar sem ég er stödd í veröld- inni“. G.H. Ívar ásamt bekkjarfélögum sínum, tveimur kennurum og skólastjóranum. Starfsfólk óskast Starfsfólk vantar í býtibúrsvinnu. Vinnutími er frá kl. 17:00-19:30 alla daga vikunnar. Upplýsingar veitir ræstingarstjóri í síma 450 4500 frá kl. 08:00-12:00 virka daga.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.