Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.02.2002, Page 5

Bæjarins besta - 20.02.2002, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 5 smáar Ungt par óskar eftir ódýrri 3ja herb. íbúð á eyrinni. Upplýsingar í símum 869 9008 og 456 5004. Til sölu er Evenrude utan- borðsmótor, 25 hp. Þarfn- ast smá lagfæringar. Fæst fyrir lítið. Upplýsingar í síma 848 0928. Eigendur e.t.v. í Miðtúni eða Sætúni. Viljið þið minnka við ykkur? Leit- um að makaskiptum á stærra húsnæði og á eign okkar að Smiðjugötu 1. Áhugasamir hafi samband í síma 456 3215. Til sölu er VW Golf, 4x4, station, árg. 1997. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Bílalán getur fylgt. Upplýs- ingar í síma 892 1688 eða 456 4216. Til sölu eru Dynastar skíði, 1,95 og Atomic skíði 1,65, 1.20 og 0,9. Á sama stað eru til sölu tvennir Rossig- nol klossar nr. 26,5 og 24,5 og barnaklossar sem henta 6-7 ára. Upplýsingar í síma 897 6795. Til sölu eru þokkalega góð 33x12,5x15 Sidewinder, radial jeppadekk. Upplýs- ingar í síma 456 4186. Til leigu er herbergi í vest- urbæ Reykjavíkur. Uppl. í síma 562 1737. Óska eftir notuðu trommu- setti. Upplýsingar í síma 456 3178. Kiwanisklúbburinn Þor- finnur heldur hlutaveltu sunnudaginn 24. febrúar kl. 14 í íþróttahúsinu á Flateyri. Til sölu er 2ja herb. íbúð að Urðarvegi 78. Uppl. gef- ur Erlingur í símum 456 3928 og 456 4323. Til sölu eða leigu er Skóla- stígur 19, neðri hæð í Bol- ungarvík. Íbúðin er laus. Uppl. í síma 462 7499. Óska eftir notaðri eldavél, ódýrt eða gefins. Upplýsing- ar í síma 456 4226. Grunnvíkingar! Hið árlega þorrablót verður haldið í Félagsheimilinu í Hnífsdal laugardaginn 23. febrúar. Miðapantanir hjá Friðbirni í síma 456 3727/863 3859, Rebekku s. 456 4047/867 7794 og Halldóri Páli s.456 7183/898 1935. Til sölu er Brio kerruvagn með burðarrúmi. Upplýs- ingar í síma 456 4345 og 862 1845. Krabbameinsfélagið Sigur- von óskar eftir stofuborði, hillum og tölvu gefins. Upp- lýsingar gefur Sigrún í síma 891 7654. Til sölu eða leigu er lítið hús á eyrinni á Ísafirði. Upplýsingar gefa Jón í síma 896 3387 eða Heiðar í síma 896 3441. Til sölu er Artic Cat Prowler vélsleði árg. 1992, 440cc. Upplýsingar í símum 699 3068 eða 456 3068. Brún lopapeysa í stærð 8 var tekin í misgripum fyrir svarta loðkápu, stærð 9-10 í Grunnskólanum í Hnífs- dal um jólin. Uppl. í símum 456 3825 og 865 6487. Tek að mér alhliða hrein- gerningar. Uppl. gefur Berglind í símum 456 3496 og 849 8836. Til sölu er leðursófi, hillu- samstæða og lítill glerskáp- ur. Fæst fyrir lítið. Uppl. í síma 456 4681. Óska eftir 3ja-4ra herb. íbúð til leigu frá 1. mars. Einnig kemur 2ja herb. til greina. Upplýsingar í síma 690 8224. Til leigu er stór 5 herb. íbúð. Uppl. gefa Jón í síma 896 3387 og Heiðar í síma 896 3441. Sævar Óskarsson, framkvæmdastjóri Pólsins hf. á Ísafirði „Óþolandi mismunun milli landsbyggðar og Reykjavíkur“ Heilbrigðisskoðun vegna atvinnuleyfis útlendinga kost- ar tæpar 20 þúsund kr. á Heil- brigðisstofnuninni Ísafjarð- arbæ en á lungna- og berkla- varnadeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur er ekkert gjald tekið fyrir slíka skoðun. Telur Sævar Óskarsson, fram- kvæmdarstjóri Pólsins á Ísa- firði, að þarna sé um óþolandi mismunun að ræða og segir ekkert réttlæti í því að fyrir- tæki á landsbyggðinni eða er- lendir starfsmenn þeirra séu skattlagðir sérstaklega þegar aðilar með starfsemi á suð- vestursvæðinu fái þessa þjón- ustu greidda af skattpeningum allra landsmanna. Segir Sævar að Póllinn hafi ráðið til sín tékkneskan raf- eindavirkja er hóf störf hjá fyrirtækinu í byrjun janúar. Hafi síðan verið unnið að því að afla tilskilinna leyfa fyrir manninn, en meðal þess sem atvinnurekandi þarf að leggja fram er íslenskt læknisvottorð, en það er samkvæmt fyrir- mælum Landlæknisembættis- ins og það þegar eftir komu útlendingsins til landsins. Fór hinn tékkneski starfsmaður Pólsins því í heilbrigðisskoð- un hjá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ 8. janúar sl. og segist Sævar hafa greitt fyrir það möglunarlaust reikning upp á kr. 19.822 enda sé þar veitt fyrsta flokks þjónusta og ekkert yfir fagmennsku og viðmóti þar að kvarta. Hann sagðist þó hafa heyrt af því að í Reykjavík, nánar tiltekið hjá Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg, væri þessi þjónusta veitt mönnum að kostnaðarlausu. Þar sem honum þótti þessi mismunur með ólíkundum og gæti varla staðist, hringdi hann í um- rædda heilsugæslustöð og óskaði eftir upplýsingum um gjald fyrir heilbrigðisskoðun útlending vegna atvinnuleyfis. Spurði hann nákvæmlega eftir því hvað væri innifalið í skoð- uninni og segir að það hafi allt passað við þá ágætu þjón- ustu sem fékkst á Ísafirði. Þeg- ar hann spurði svo hvað væri greitt fyrir þetta, þá var svarið: „Ekki neitt“. Í framhaldi af símtalinu hafði Sævar samband við Heilbrigðisstofnunina Ísa- fjarðarbæ og spurði hvort gjaldheimtan þar gæti staðist. Starfsfólkið sagði sem von var að því væri uppálagt að inn- heimta fyrir þessa þjónustu og var fyrirspurnin þá borin upp við framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofunarinnar. Var hann hissa á að þessi mis- munur væri milli stofnana og sagðist munu senda erindi til heilbrigðisráðuneytisins um hverju þetta sætti. Sævar segir að þegar ekkert hafði heyrst af málinu um nokkrun tíma, hafi hann fyrir hönd Pólsins sent framkvæmdarstjóranum tölvupóst þar sem óskað var eftir endurgreiðslu reikninga vegna umræddrar heilbrigðis- skoðunar, enda væri staðreynd að sama þjónusta væri veitt annars staðar gjaldlaust. Fékk hann þau svör að skv. þeim upplýsingum sem fyrir lægju hjá stofnuninni væri ekki ann- að séð en að rétt hefði verið staðið að málum vegna þess- arar skoðunar og því væri beiðni um endurgreiðslu hafn- að. Var Sævari jafnframt bent á að beina fyrirspurnum sínum til Vinnumálastofnunar fé- lagsmálaráðuneytisins. Sævar segir fyrirtækið ekki hafa sett fram kröfu um end- urgreiðslu vegna þess að um háar fjárhæðir væri að ræða, heldur vegna þess að hér væri um óþolandi mismunun og aðstöðumun að ræða. Nóg væri fyrir af aukakostnaði sem legðist á atvinnureksturinn á landsbyggðinni, þó að heil- brigðisstofnanirnar færu ekki að taka upp misjafna álagn- ingu eftir því hvar á landinu þær eru staðsettar. „Kannski er þetta einn angi byggða- stefnunar, að við sem erum búsett á landsbyggðinni verð- um að niðurgreiða heilbrigð- isþjónustu þeirra sem komnir eru í „sæluríkið“. Ef það er raunin þá líður mér strax betur og hef þá gert a.m.k. eitt góð- verk þann 8. janúar síðastlið- inn“, sagði Sævar að lokum. Hjá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur fengust þær upp- lýsingar að umrædd þjónusta væri veitt endurgjaldslaust á lungna- og berkladeild sam- kvæmt sérstökum samning við Landlækni og heilbrigð- isráðuneytið. Á öðrum heilsu- gæslustöðum þyrfti hins veg- ar að greiða fyrir þjónustuna. Krabbameinsfélagið Sigurvon á norðanverðum Vestfjörðum Stuðningshópar stofnaðir Ákveðið hefur verið að stofna stuðningshópa innan Krabbameinsfélagsins Sig- urvonar á norðanverðum Vestfjörðum. Til að byrja með verða stofnaðir stuðn- ingshópar fyrir krabba- meinssjúklinga annars veg- ar og hins vegar fyrir að- standendur krabbameins- sjúklinga. Síðar er ráðgert að skoða möguleiga á stofn- un fleiri hópa. Fundir stuðn- ingshópanna verða á síðustu þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum í hverjum mánuði og hefjast þeir kl. 20 í húsnæði félagsins að Sindragötu 11 á Ísafirði (gengið inn að sunn- anverðu). Fyrstu fundirnir verða 26. og 28. febrúar nk. Á þriðjudagskvöldum verð- ur fundur fyrir aðstandendur krabbameinssjúklinga og er þar átt við þá sem eru að- standendur krabbameins- sjúklinga í dag eða hafa verið aðstandendur einstaklings með þennan vágest. Forsvars- menn fyrir þennan hóp eru þær Ásthildur Gestsdóttir og Anna Lind Ragnarsdóttir. Nánari upplýsingar veitir Ást- hildur í síma 898 8828. Á fimmtudagskvöldum verður fundur fyrir krabba- meinssjúklinga og er þar átt við alla þá sem greinst hafa með krabbamein, jafnt þá sem náð hafa bata. Forsvars- menn fyrir þann hóp eru þau Jóhann Magnússon og Heiðrún Björnsdóttir. Nán- ari upplýsingar veitir Jó- hann í síma 891 7704. Stjórn Krabbameinsfé- lagsins Sigurvonar hvetur alla sem greinst hafa með krabbamein sem og að- standendur þeirra til að mæta á fundina. Ísafjarðarbær Starfshóp- ur skipaður í jafnréttis- málum Bæjarráð Ísafjarðarbæj- ar hefur samþykkt að fé- lagsmálanefnd skipi starfshóp í í afmörkuð verkefni nefndarinnar, þ.e. til að endurskoða og kynna jafnréttisáætlun bæjarins og til að kanna stöðu jafnréttismála í sveitarfélaginu. Er þetta gert samkvæmt beiðni frá Ingibjörgu Maríu Guð- mundsdóttur, forstöðu- manni Skóla- og fjöl- skylduskrifstofu, en hún segir að jafnréttismál hafi setið á hakanum í vinnu félagsmálanefndar Ísa- fjarðarbæjar sem á að sinna jafnréttismálum samkvæmt erindisbréfi. Nefndin hafi hins vegar í mörg horn að líta þar sem félagsmál, barna- vernd og málefni aldraðra mynda málaflokkinn og verkefnin eru fjölmörg. Árið 1999 fékk félags- málanefnd styrk að upp- hæð kr. 400.000 frá Eign- arhaldsfélagi Brunabóta- félags Íslands til að vinna að kynningu og fram- kvæmd jafnréttisáætlunar Ísafjarðarbæjar en hann hefur ekki verið nýttur enn sem komið er þar sem nefndin hefur ekki séð sér fært að vinna verkefnið. Sparisjóður Vestfirðinga Verður aðal- styrktaraðili Boltafélagsins Sparisjóður Vestfirðinga verður aðal styrktaraðili Boltafélags Ísafjarðar, BÍ´88, næstu þrjú árin. Samkomulag þess efnis var undirritað á sunnudag af þeim Kristjáni Pálssyni, formanni BÍ og Eiríki Finni Greissyni, aðstoðar- sparisjóðsstjóra. Í frétt frá BÍ´88 segir að samn- ingurinn sé afar mikilvæg- ur fyrir starfsemi félagsins því fyrirhuguð sé víðtæk endurreisnarstarfsemi hjá félaginu. Í því skyni hafi verið mótuð stefna til þriggja ára þar sem gert er ráð fyrir talsverðum breytingum á rekstri sem og að starfsemin verði aukin mjög á öllum sviðum. Meðal annars er ráðgert að senda meistara- flokk og 2. flokk karla til keppni á Íslandsmóti í ár eftir nokkurt hlé. Þá mun félagið halda áfram að leggja áherslu á yngri flokkana og hefur Trausti Hrafnsson verið ráðinn til að hafa yfirumsjón með því starfi. Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Pálsson handsala samninginn.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.