Bæjarins besta - 20.02.2002, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 11
Brýnt að finna leiðir að koma í veg fyrir frekari samdrátt í mjólkurframleiðslu
Liðstyrks leitað hjá Byggðastofnun
Fyrir liggur að talsverður
samdráttur verður í mjólkur-
framleiðslu á norðanverðum
Vestfjörðum á núverandi
verðlagsári þar sem mjólkur-
bændur með samtals um
200.000 lítra greiðslumark
munu hætta búskap. Þetta
kemur fram í skýrslu sem At-
vinnuþróunarfélag Vestfjarða
hefur unnið um stöðu mjólkur-
framleiðslu á norðanverðum
Vestfjörðum. Er talið brýnt að
leita leiða til þess að treysta
mjólkurframleiðslu á svæðinu
og tryggja að ekki verði frek-
ari samdráttur en þegar hefur
orðið. Nauðsynlegt sé að
mjólkurframleiðendur á norð-
anverðum Vestfjörðum geti,
ekki síður en mjólkurfram-
leiðendur annars staðar á
landinu, boðið í það greiðslu-
mark sem kemur á markað
innan svæðisins.
Í skýrslunni kemur enn-
fremur fram að fyrir tveimur
árum gerði Atvinnuþróunar-
félag Vestfjarða úttekt á stöðu
og framtíðarhorfum í mjólkur-
framleiðslu á norðanverðum
Vestfjörðum. Niðurstöður
leiddu í ljós að staðan væri
viðkvæm og búast mætti við
samdrætti í framleiðslu á
næstu árum, en að traustur
rekstur Mjólkursamlags Ís-
firðinga og aðgangur að láns-
fjármagni til kaupa á greiðslu-
marki væri það sem helst gæti
styrkt stöðu mjólkurframleið-
slu á svæðinu. Í nýju skýrsl-
unni segir að nú sé sú þróun
sem spáð var að ganga eftir.
Eftir stöðugleika undanfarin
ár liggi fyrir að framleiðendur
með samtals allt að 200.000
lítra greiðslumark muni hætta
búskap á núverandi verðlags-
ári. Það takmarki mjög svig-
rúm Mjólkursamlags Ísfirð-
inga til að bregðast við sveifl-
um í framleiðslu og dragi úr
trú framleiðenda á framtíð
mjólkurbúskapar og þar með
úr áhuga á frekari uppbygg-
ingu.
Í skýrslunni segir að til
þessa hafa framleiðendur get-
að tekið yfir þann kvóta sem
hefur verið til sölu þegar aðrir
framleiðendur á svæðinu hafa
hætt en nú er hins vegar svo
komið að þeir sjái sér ekki
fært að fjárfesta í þeim kvóta
sem losnar. Kemur þar til hátt
verð á mjólkurkvóta en bænd-
ur á svæðinu hafa þegar geng-
ið eins langt í kaupum á
greiðslumarki og þeir telja
mögulegt. Einnig telja þeir sig
ekki geta keppt við framleið-
endur annars staðar á landinu
sem hafi aðgang að lánsfjár-
magni á hagstæðari kjörum
með milligöngu þriðja aðila,
oft mjólkursamlags. Allt
stefnir því í að heildargreið-
slumark svæðisins verði undir
1,1 milljónum lítrum við lok
núverandi verðlagsárs. Ljóst
er að slíkur samdráttur mun
hafa neikvæð áhrif á rekstur
Mjólkursamlags Ísfirðinga og
allt sem skerðir rekstrarmögu-
leika samlagsins hefur aftur
bein áhrif á framleiðendur. Að
mati forsvarsmanna samlags-
ins má vinnsla ekki fara niður
fyrir eina milljón lítra á ári án
þess að setja reksturinn í upp-
nám. Þannig að hætti einn til
tveir framleiðendur til viðbót-
ar er rekstri samlagsins ógnað
og þar með allri mjólkurfram-
leiðslu á svæðinu.
Staðfestur áhugi er meðal
eigenda Mjólkursamlags Ís-
firðinga að viðhalda rekstri
samlagsins og áframhaldandi
mjólkurbúskap á norðanverð-
um Vestfjörðum. Rekstur
samlagsins hefur gengið vel
og brugðist hefur verið við
minnkandi eftirspurn með
þróun nýrra afurða. Hins veg-
ar geti brugðið til beggja vona
dragist framleiðsla enn frekar
saman eins og allt stefnir í.
Meðal mjólkurbænda er áhugi
á að auka framleiðsluna en
skert samkeppnisstaða gerir
þeim erfitt fyrir að fylgja þeim
áformum eftir. Geti framleið-
endur ekki keypt þann kvóta
sem losnar innan svæðisins
minnkar svigrúm Mjólkur-
samlagsins til að standa undir
rekstri í hvert skipti sem ein-
hver framleiðandi hættir og
þar með veikist staða þeirra
sem eftir standa. Segir At-
vinnuþróunarfélagið að þann-
ig sé ákveðin pattstaða komin
upp, framleiðendur treysta sér
ekki til að auka við fram-
leiðslu með byggingu nýrra
fjósa og auknum kvóta þar
sem óttast er að framtíðar-
rekstur samlagsins leggist af
vegna þess að aðrir framleið-
endur hætta.
Fram kemur í skýrslu At-
vinnuþróunarfélagsins að í
dag skapar mjólkurframleið-
sla og vinnsla 35-40 störf á
norðanverðum Vestfjörðum
og er þá ekki tekið tillit til
margfeldisáhrifa. Á svæði þar
sem hvert einstakt starf skiptir
máli sé því nokkuð í húfi. Mál-
ið snúist einnig um fleira en
þau störf sem tengjast beint
mjólkurframleiðslu og vinn-
slu, því um sé að ræða at-
vinnu- og hagsmunamál
svæðisins á breiðum grund-
velli. Verði að telja að veru-
legur samdráttur í mjólkurbú-
skap hafi neikvæð áhrif á ann-
an landbúnað á svæðinu og
þar með búsetu í dreifbýli. Til
að styrkja atvinnugreinina
þurfi því að fara í sameiginlegt
átak þeirra sem að henni
starfa, fjármögnunaraðila,
Byggðastofnunar, sveitarfé-
laga og allra sem beina og
óbeina hagsmuni hafi af því
að tryggja þessa starfsemi.
Hefur Atvinnuþróunarfélag
Vestfjarða skrifað bréf til
stjórnar Byggðastofnunar þar
sem það vekur athygli á því
ástandi sem líkur eru á að sé
að skapast í mjólkurfram-
leiðslu og vinnslu á norðan-
verðum Vestfjörðum. Jafn-
framt óskar félagið eftir við-
ræðum um hvernig Byggða-
stofnun geti lagt þessu máli
lið. Það er mat Atvinnuþró-
unarfélagsins að aðkoma á
málinu á þessu stigi, með það
að markmiði að treysta stöðu
mjólkurframleiðslu á svæð-
inu, kæmi til með að viðhalda
fjölbreytni í atvinnulífi og
styrkja byggð. Þarna væri um
fyrirbyggjandi aðgerð að ræða
sem væri mun kostnaðarminni
heldur en aðgerðir sem þarf
að grípa til þegar allt er komið
í óefni. Það er mat Atvinnu-
þróunarfélagsins að hlutfalls-
legur kostnaður við slíkar fyr-
irbyggjandi aðgerðir, með till-
iti til fjölda starfa og marg-
feldisáhrifa þeirra, sé ekki hár.
Mjólkursamlag Ísfirðinga.
MENNINGARMÁLANEFND
ÍSAFJARÐARBÆJAR –
STYRKVEITINGAR Á ÁRINU 2002
Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar
auglýsir til umsóknar styrki nefndar-
innar á árinu 2002. Allir þeir er starfa
að lista- og/eða menningarmálum í
Ísafjarðarbæ (einstaklingar, félaga-
samtök eða stofnanir) eiga möguleika
á styrkveitingu samkvæmt nánari
ákvörðun nefndarinnar. Umsóknar-
frestur er til 10. mars nk.
Umsóknum ber að skila skriflega á
skrifstofu Ísafjarðarbæjar að Hafnar-
stræti 1 á Ísafirði merkt: Menningar-
málanefnd, styrkveitingar 2002.
Formaður menningarmálanefndar.
Björgunarfélag Ísafjarðar semur um þjónustu við Ísafjarðarbær
Býður þjónustu gegn greiðslu fast-
eignagjalda og niðurfellingu skulda
Björgunarfélags Ísafjarðar
hyggst semja við Ísafjarðarbæ
um margþætta þjónustu fyrir
sveitarfélagið og íbúa þess,
s.s. björgunaraðgerðir, fyrir-
byggjandi aðgerðir og við-
bragðsvaktir. Hefur félagið
lagt fram drög að þjónustu-
samning og þar kemur fram
að sem greiðslu fyrir um-
samda þjónustu veitir Ísa-
fjarðarbær félaginu styrk sem
nemur fasteignagjöldum af
húseigninni Sindragötu 6 á
Ísafirði auk þess sem gerðar
verða upp eldri skuldir vegna
fasteignagjalda.
Í þjónustusamningnum
kemur fram að Björgunarfélag
Ísafjarðar, mannafli þess og
tækjabúnaður, verður alltaf til
taks við allar björgunarað-
gerðir og vinnur með al-
mannavörnum í sveitarfélag-
inu. Mun félagið aðstoða lög-
reglu og starfsmenn sveitar-
félagsins við að hindra tjón
eða koma í veg fyrir að frekara
tjón hljótist af þeirri vá er
skapast hefur og koma sam-
borgurum sínum til aðstoðar
við að bjarga verðmætum sem
í hættu eru.
Til viðbótar því að Björg-
unarfélag Ísafjarðar er á bak-
vakt allan sólarhringinn árið
um kring, tekur félagið að sér
vakt með snjóbíl á slökkvistöð
Ísafjarðar vegna ófærðar og
óveðurs. Þá er það tilbúið til
að sjá um sjúkragæslu á skíða-
svæði um páska og þegar
stærri skíðamót eru haldin.
Vegna sjúkragæslunnar út-
vegar félagið snjóbíl, snjó-
sleða, sjúkragögn og fjóra
menn á vakt hverju sinni. Fé-
lagið tekur einnig þátt í úti-
skemmtunum sé þess talin
þörf að mati lögreglu.
Annað sem Björgunarfélag-
ið tekur að sér fyrir sveitarfé-
lagið eða í þágu íbúa þess er
t.d. aðstoð við uppsetningu
jólaskreytinga á Ísafirði, þátt-
taka í framkvæmd hátíðar-
halda á sjómannadaginn og á
þrettándanum, flugeldasýning
um áramót og þátttaka í ýmiss
konar kynningum er viðkoma
forvarnastarfi í slysavörnum.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hef-
ur lagt til við bæjarstjórn að
þjónustusamningurinn við
Björgunarfélag Ísafjarðar
verði samþykktur.
Gerist
áskrifendur
í síma 456 4560