Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.03.2002, Side 1

Bæjarins besta - 13.03.2002, Side 1
Færeyskur þunglyndis- sjúklingur, lausgirtur Ameríkani og tantra-jógi – Sjá viðtal í miðopnu við Eirík Örn Norðdahl, sem undanfarin ár hefur að mestu dvalist erlendis og kynnst mörgum áhugaverðum og vafasömum einstaklingum Miðvikudagur 13. mars 2002 • 11. tbl. • 19. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk Rækjubáturinn Bára ÍS-66 dreginn til Ísafjarðar Sökk í Súðavíkurhöfn Rækjubáturinn Bára ÍS- 66 sökk við bryggju í Súða- vík sl. föstudagsmorgun eftir að sjór hafði runnið inn um tvívirkan lensibúnað bátsins. Neyðarkall barst frá bátnum í gegnum Tilkynningaskyld- una og voru lögregla og björgunarsveit kölluð út en talið er að sjálfvirkur neyðar- sendir hafi farið í gang þegar báturinn sökk. Hafði báturinn verið á rækjuveiðum í Ísafjarð- ardjúpi daginn áður og gengu sjómennirnir frá bátnum við bryggjuna á Súðavík um klukkan níu um kvöldið. Hann náðist á flot fljótlega eftir hádegi á föstudeginum og hafði þá hópur, slökkviliðs- manna, kranamanna og kafara unnið að því að ná bátnum upp frá því snemma um morg- uninn. Báturinn var síðan dreginn til hafnar á Ísafirði þar sem tjón verður metið en að sögn Sverris Péturssonar, útgerðarstjóra Hraðfrystihúss- ins-Gunnvarar hf. sem gerir Báru út, er ljóst að um veruleg- ar skemmdir er að ræða, sérstaklega á rafkerfi. Á hann því ekki von á því að báturinn rói meira á þessari vertíð og segir það sérlega leitt í ljósi þess að hann hefur reynst út- gerðarfélaginu vel það sem af er vetrar. Bára ÍS-66 dregin inn á Ísafjarðarhöfn.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.